Fréttamál

Salan á Íslandsbanka

Greinar

„Skýr ásetningsbrot“ að mati bankamálaráðherra
FréttirSalan á Íslandsbanka

„Skýr ásetn­ings­brot“ að mati banka­mála­ráð­herra

Lilja Al­freðs­dótt­ir banka­mála­ráð­herra fæst ekki til að svara því beint hvort hún telji að banka­stjóra og stjórn Ís­lands­banka sé sætt, í ljósi nið­ur­stöðu fjár­mála­eft­ir­lits­ins. Stjón­un bank­ans sé óá­sætt­an­leg og skýrsl­an lýsi ásetn­ings­brot­um. Treyst­ir fjár­mála­ráð­herra til að taka á mál­inu en vill ekki svara því hvort þörf sé á rann­sókn­ar­nefnd.
Fjölmargar athugasemdir við stjórnendur bankans í sátt sem Birna lýsti sem traustsyfirlýsingu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Fjöl­marg­ar at­huga­semd­ir við stjórn­end­ur bank­ans í sátt sem Birna lýsti sem trausts­yf­ir­lýs­ingu

Birna Ein­ars­dótt­ir, banka­stjóri Ís­lands­banka, lýsti sátt bank­ans við fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Ís­lands sem trausts­yf­ir­lýs­ingu gagn­vart sér. Í sátt­inni eru þó al­var­leg at­huga­semd­ir við hátt­semi henn­ar og stjórn­ar bank­ans og að brot­in séu ekki til­fallandi held­ur al­var­leg og kerf­is­læg.
Rýmkuðu reglur um viðskipti starfsmanna stuttu fyrir einkavæðingu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Rýmk­uðu regl­ur um við­skipti starfs­manna stuttu fyr­ir einka­væð­ingu

Rúmu ári áð­ur en Ís­lands­banki hafði um­sjón með út­boði á hlut rík­is­ins í bank­an­um, slak­aði bank­inn á regl­um sem fram að því höfðu bann­að starfs­mönn­um að taka þátt í út­boð­inu. Þetta gerði bank­inn á sama tíma og yf­ir­völd inn­leiddu hér lög­gjöf sem var ætl­að að setja enn strang­ari skyld­ur um hags­muna­árekstra.
Kristrún Frostadóttir: Eðlilegt að bankastjóri og stjórn víki en ábyrgðin liggur hjá Bjarna
FréttirSalan á Íslandsbanka

Kristrún Frosta­dótt­ir: Eðli­legt að banka­stjóri og stjórn víki en ábyrgð­in ligg­ur hjá Bjarna

Formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar seg­ir að upp­lýs­ing­ar sem birt­ast í sátt­ar­gjörð fjár­mála­eft­ir­lits­ins og Ís­lands­banka vegna söl­unn­ar á hlut rík­is­ins séu risa áfell­is­dóm­ur yf­ir bank­an­um. Hins veg­ar séu lög skýr um það hver það sé sem beri ábyrgð á sölu­ferl­inu. „Það er fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra.“
Íslandsbanki átti að hljóðrita 184 símtöl, en hljóðritaði einungis 22
FréttirSalan á Íslandsbanka

Ís­lands­banki átti að hljóð­rita 184 sím­töl, en hljóð­rit­aði ein­ung­is 22

Ekki ligg­ur fyr­ir hversu mörg sím­töl starfs­menn Ís­lands­banka áttu við við­skipta­vini sem var boð­ið að kaupa hluti í bank­an­um í mars í fyrra. Það út­skýrist af því að ein­ung­is sím­töl sem þeir sjálf­ir hringja eru skráð. Þau voru 184 alls en ein­ung­is tólf pró­sent þeirra voru hljóð­rit­uð og varð­veitt.
Stjórnarmaður í Íslandsbanka fékk munnlega undanþágu til að kaupa
FréttirSalan á Íslandsbanka

Stjórn­ar­mað­ur í Ís­lands­banka fékk munn­lega und­an­þágu til að kaupa

Nýr stjórn­ar­mað­ur í Ís­lands­banka var á fræðslufundi fyr­ir slíka þeg­ar yf­ir­lög­fræð­ing­ur bank­ans kom inn á hann og upp­lýsti um að lok­að út­boð á hlut­um rík­is­ins í bank­an­um væri haf­ið. Við­kom­andi spurði hvort hann mætti ekki taka þátt og fékk munn­lega heim­ild til þess sam­stund­is frá reglu­verði. Eng­in skrif­leg gögn eru til um þetta.
Íslandsbanki flokkaði almenna fjárfesta sem fagfjárfesta og veitti rangar upplýsingar gegn betri vitund
GreiningSalan á Íslandsbanka

Ís­lands­banki flokk­aði al­menna fjár­festa sem fag­fjár­festa og veitti rang­ar upp­lýs­ing­ar gegn betri vit­und

Fjár­mála­eft­ir­lit Seðla­banka Ís­lands hef­ur birt 96 blað­síðna svarta skýrslu um þau lög­brot sem fram­in voru inn­an Ís­lands­banka á með­an bank­inn tók þátt í að selja hlut rík­is­ins í bank­an­um. Hátt­semi bank­ans, stjórn­enda hans og starfs­manna, fól í sér al­var­leg brot á mik­il­væg­um ákvæð­um laga og var til þess fall­in að hafa skað­leg áhrif á traust og trú­verð­ug­leika fjár­mála­mark­aða.

Mest lesið undanfarið ár