Ríkislögreglustjóri svarar: Ekki var talin ástæða til að víkja lögreglumanni sem var kærður fyrir barnaníð
Ríkislögreglustjóri hefur sent út yfirlýsingu í kjölfar umfjöllunar um hvar ábyrgðin hafi legið er kom að ákvörðunartöku um brottvísan lögreglumanns frá störfum sem ákærður var fyrir kynferðisbrot gegn barni. Honum var aldrei vikið frá störfum, hvorki um stundarsakir né að fullu, og hefur ríkislögreglustjóri bent á ríkissaksóknara, sem aftur hefur bent á ríkislögreglustjóra.
Fréttir
Móðir stúlku sem kærði lögreglumann svarar Ríkislögreglustjóra: „Óskiljanlegt og sárara en orð fá lýst“
Móðir stúlku sem kærði lögreglumann fyrir kynferðisofbeldi svarar yfirlýsingu Ríkislögreglustjóra, sem firrir sig ábyrgð á málinu. „Hann setti þar með ekki þær kröfur til sinna manna að það sé óásættanlegt með öllu að starfandi lögreglumenn fái á sig ítrekaðar kærur fyrir barnaníð,“ segir hún.
Fréttir
Myndavélaeftirlit lögreglu eykst víða um land
Stækkun miðlægs gagnagrunns Ríkislögreglustjóra hefur gert lögregluembættum kleift að setja upp fleiri eftirlitsmyndavélar. Eftirlit eykst í Kópavogi, Garðabæ, Vestmannaeyjum og er víða til skoðunar.
Fréttir
Ríkislögreglustjóri heimilaði lífvörðum sona forsætisráðherra Ísraels að koma með skotvopn inn í landið
Lífverðir Yair og Avner Netanyahu komu vopnaðir í gegnum eftirlit á Keflavíkurflugvelli. Heimsókn bræðranna er ekki opinber. Sendiherra Ísraels, sem hefur aðsetur í Osló, hefur boðað til blaðamannafundar í Reykjavík á morgun um Gaza og Eurovision.
PistillVopnaburður lögreglu
Illugi Jökulsson
Næst þegar á að mótmæla mæta vopnaðir menn
Illugi Jökulsson telur bæði heilbrigðismál og byssumál vott um að það sé verið að svindla á alþýðu fólks.
Leiðari
Jón Trausti Reynisson
Þegar við gáfum eftir gildi okkar
Hvers vegna er þeim sama um sumar ógnir en leggja áherslu á ótta gagnvart öðru?
FréttirVopnaburður lögreglu
Ríkislögreglustjóri boðar vopnaða sérsveit á útihátíðir og segir að „engin nýlunda“ sé í vopnaburðinum
Haraldur Johannessen ríkislögreglustsjóri segir að sérsveitin verði á 17. júní. Hann segir að það sé engin stefnubreyting.
Fréttir
Ungur maður lést á AA-fundi
Lögreglan rannsakar svipleg dauðsföll ungmenna á höfuðborgarsvæðinu undanfarnar vikur og mánuði. Þeirra á meðal er andlát ungs manns á AA-fundi í gær. Þau og fleiri eru syrgð á samfélagsmiðlum.
FréttirGuðmundar- og Geirfinnsmál
Fimm hafa haft samband við Ómar Ragnarsson með upplýsingar sem sýkna þá sem sakfelldir voru í Geirfinnsmálinu
Fréttamaðurinn Ómar Ragnarsson segir fimm hafa haft samband við sig með upplýsingar sem sýkni þá sem sakfelldir voru í Geirfinnsmálinu. Hann segir ekkert þeirra treysta sér til að gefa sig fram undir nafni.
Fréttir
Reynt verði að flytja börnin fyrirvaralaust úr landi
Lögreglan skipuleggur fyrirvaralausan brottflutning fjölskyldu, meðal annars hinnar sex mánaða gömlu Jónínu og hins tveggja ára gamla Hanif, sem fæddust á Íslandi, eftir að þau sluppu við brottvísun aðfaranótt miðvikudags. Bæði börnin fæddust hér á landi.
Fréttir
Sérsveitin lokaði Bryggjuhverfinu: Leituðu að vopnuðum manni í Adidas-galla
Stór lögregluaðgerð átti sér stað í Bryggjuhverfinu í gærkvöldi og stóð yfir í nokkra klukkutíma. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu ásamt sérsveitinni lokaði öllum leiðum inn og úr úr hverfinu. Íbúi sem tilkynnti um málið var að lokum handtekinn.
Fréttir
Vélhjólagengin snúa aftur á Íslandi
Stærstu og alræmdustu vélhjólasamtök í heimi, Hells Angels, Outlaws og Bandidos, sækja nú í sig veðrið hér á landi. Flest þeirra hafa farið huldu höfði eftir umfangsmiklar aðgerðir lögreglu á undanförnum árum sem hafa beinst gegn skipulagðri glæpastarfsemi. Nú virðist breyting þar á.
Lýsir andlegu ofbeldi fyrrverandi sem hótaði að dreifa nektarmyndum
Edda Pétursdóttir greinir frá andlegu ofbeldi í kjölfar sambandsslita þar sem hún sætti stöðugu áreiti frá fyrrverandi kærasta sínum. Á fyrsta árinu eftir sambandsslitin bárust henni fjölda tölvupósta og smáskilaboða frá manninum þar sem hann ýmist lofaði hana eða rakkaði niður, krafðist viðurkenningar á því að hún hefði ekki verið heiðarleg í sambandinu og hótaði að birta kynferðislegar myndir og myndbönd af henni ef hún færi ekki að vilja hans. Edda ræðir um reynslu sína í hlaðvarpsþættinum Eigin Konur í umsjón Eddu Falak og í samtali við Stundina. Hlaðvarpsþættirnir Eigin Konur verða framvegis birtir á vef Stundarinnar og lokaðir þættir verða opnir áskrifendum Stundarinnar.
2
Rannsókn
8
Jón Baldvin við nemanda: „Viltu hitta mig eftir næsta tíma“
Fimmtán ára stúlka í Hagaskóla hélt dagbók vorið 1970 þar sem hún lýsir kynferðislegum samskiptum við Jón Baldvin Hannibalsson sem þá var 31 árs gamall kennari hennar. Í bréfi sem hann sendi stúlkunni segist hann vilja stinga af frá öllu og liggja í kjöltu hennar.
3
Fréttir
4
Óttaðist fyrrverandi kærasta í tæpan áratug
Edda Pétursdóttir segist í rúm níu ár hafa lifað við stöðugan ótta um að fyrrverandi kærasti hennar myndi láta verða af ítrekuðum hótunum um að dreifa kynferðislegum myndböndum af henni, sem hann hafi tekið upp án hennar vitundar meðan þau voru enn saman. Maðurinn sem hún segir að sé þekktur á Íslandi hafi auk þess áreitt hana með stöðugum tölvupóstsendingum og smáskilaboðum. Hún segir lögreglu hafa latt hana frá því að tilkynna málið.
4
Eigin Konur#75
1
Fylgdi móður sinni í einkaflugvél
Ragnheiður er aðeins 15 ára gömul en hún fór með mömmu sinni til Noregs með einkaflugvél að sækja bræður sína. Samfélagsmiðlar gera börnum kleift að tjá sig opinberlega og hefur Ragnheiður verið að segja sína sögu á miðlinum TikTok. Hún talar opinskátt um málið sitt eftir að barnavernd og sálfræðingur brugðust henni. Hvenær leyfum við rödd barna að heyrast? Í þessu viðtali segir Ragnheiður stuttlega frá því sem hún er nú þegar að tala um á TikTok og hver hennar upplifun á ferðalaginu til Noregs var.
5
Eigin Konur#82
Fjölskyldan flakkaði milli hjólhýsa og hótela: Gagnrýnir að barnavernd skyldi ekki grípa fyrr inn í
„Ég byrjaði alla morgna á að spyrja hvert ég ætti að koma eftir skóla, því maður vissi aldrei hvar maður myndi vera næstu nótt,“ segir Guðrún Dís sem er 19 ára. Í viðtali við Eigin Konur segir hún frá upplifun sinni af því að alast upp hjá móður með áfengisvanda. Hún segir að lífið hafa breyst mjög til hins verra þegar hún var 12 ára því þá hafi mamma hennar byrjað að drekka. Þá hafi fjölskyldan misst heimilið og eftir það flakkað milli hjólhýsa og hótela. Guðrún Dís vildi segja frá sinni hlið mála eftir að móðir hennar opinberaði sögu sína á YouTube. Guðrún Dís hefur lokað á öll samskipti við hana. Guðrún segir að þó mamma hennar glími við veikindi eigi hún ekki að bera ábyrgð á henni. Hún gagnrýnir starfsfólk barnaverndar fyrir að hafa ekki gripið inn í miklu fyrr. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
6
Viðtal
1
Þar sem ósýnilega fólkið býr í borginni
„Þetta var öruggasti staðurinn minn,“ segir Alma Lind Smáradóttir þegar hún opnar inn í ruslageymslu í bílakjallara í Reykjavík. Þarna bjó hún hluta þeirra þriggja ára sem hún þvældist um götur bæjarins. Borgin sést í öðru ljósi þegar hún er séð með augum heimilislausra, ósýnilega fólksins, þeirra sem flestir líta fram hjá eða hrekja burt. Ítarlegt og einlgæt viðtal við Ölmu Lind birtist í 162. tölublaði Stundarinnar og má lesa í heild á slóðinni: https://stundin.is/grein/16051/
7
Viðtal
9
Lifði af þrjú ár á götunni
Alma Lind Smáradóttir endaði á götunni eftir að hún missti son sinn frá sér. Þar þvældist hún um í þrjú ár með sár sem náðu aldrei að gróa. Þegar hún varð barnshafandi á ný mætti barnavernd á fæðingardeildina og fór fram á að hún myndi afsala sér barninu.
8
Fréttir
14
„Hann hefur ekki beðist afsökunar“
Tónlistarmaðurinn Auðunn Lúthersson, sem kallar sig Auður, hefur viðurkennt að hafa farið „yfir mörk“ í samskiptum við konur. Konur lýsa ágengni og meiðandi framkomu sem hann hafi aldrei axlað ábyrgð á.
9
Eigin Konur#80
Helga Sif og Gabríela Bryndís
Helga Sif stígur nú fram í viðtali við Eigin konur eftir að barnsfaðir hennar birti gerðardóm í forsjárdeilu þeirra og nafngreindi hana og börnin á Facebook. Helga Sif og börnin hafa lýst andlegu og kynferðislegu ofbeldi föðurins og börnin segjast hrædd við hann. Sálfræðingar telja hann engu að síður hæfan fyrir dómi. Nú stendur til að færa 10 ára gamalt langveikt barn þeirra til föðurins með lögregluvaldi. Gabríela Bryndís er sálfræðingur og einn af stofnendum Lífs án ofbeldis og hefur verið Helgu til aðstoðar í málinu. Ábyrgðarmaður og ritstjóri Eigin kvenna er Edda Falak.
10
Fréttir
5
Kári svarar færslu Eddu um vændiskaupanda: „Ekki verið að tala um mig“
Kári Stefánsson segist ekki vera maðurinn sem Edda Falak vísar til sem vændiskaupanda, en segist vera með tárum yfir því hvernig komið sé fyrir SÁÁ. Hann hafi ákveðið að hætta í stjórn samtakanna vegna aðdróttana í sinn garð. Edda segist hafa svarað SÁÁ í hálfkæringi, enda skuldi hún engum svör.
Þín áskrift hefur áhrif
Almenningur hefur viðhaldið Stundinni og Kjarnanum með áskriftum og styrkjum síðan 2013. Með því að kaupa áskrift að Heimildinni styrkir þú sjálfstæða rannsóknarblaðamennsku.