Svæði

Noregur

Greinar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa
FréttirMál Eddu Bjarkar

Töldu hættu á að Edda myndi sleppa

Hér­aðs­dóm­ur í Vest­fold í Nor­egi taldi ástæðu til þess að ótt­ast að ef Edda Björk Arn­ar­dótt­ir yrði ekki færð í gæslu­varð­hald myndi hún kom­ast und­an. Barns­fað­ir henn­ar seg­ist hneyksl­að­ur á um­ræð­unni sem bein­ist, að hans mati, frek­ar að rétt­ind­um Eddu en rétt­ind­um drengj­anna. Edda sagði fyr­ir dóm á föstu­dag að þeir hefðu ekki vilj­að fara frá Ís­landi með pabba sín­um.
Sagan af slæmum hliðum laxeldis og hvernig hægt er að bæta það
MenningLaxeldi

Sag­an af slæm­um hlið­um lax­eld­is og hvernig hægt er að bæta það

Tveir banda­rísk­ir blaða­menn, Douglas Frantz og Cat­her­ine Coll­ins, hafa gef­ið út bók um sjókvía­eldi á laxi. Bók­in fjall­ar fyrst og fremst um lax­eldi í Banda­ríkj­un­um og Kan­ada en svo er einnig rætt um eld­ið í Evr­ópu, með­al ann­ars í Nor­egi og á Ís­landi. Kjarni bók­ar­inn­ar snýst um að draga upp stóru mynd­ina af lax­eldi í heim­in­um, bæði kost­um þess og göll­um.
Segir Samherja hafa reynt að stöðva fræðilega umfjöllun um Namibíumálið
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Seg­ir Sam­herja hafa reynt að stöðva fræði­lega um­fjöll­un um Namib­íu­mál­ið

Petter Gottschalk er norsk­ur pró­fess­or í við­skipta­fræði sem gerði ár­ang­urs­laus­ar til­raun­ir til að fá rann­sókn­ar­skýrslu lög­manns­stof­unn­ar Wik­borg Rein um Sam­herja­mál­ið í Namib­íu. Sam­herji lof­aði að birta skýrsl­una op­in­ber­lega og kynna hana fyr­ir embætti hér­aðssak­sókn­ara en stóð ekki við það.
Einn laxeldisrisi verður til á Vestfjörðum: Eigendur Arnarlax og Arctic Fish sameinast
FréttirLaxeldi

Einn lax­eld­isrisi verð­ur til á Vest­fjörð­um: Eig­end­ur Arn­ar­lax og Arctic Fish sam­ein­ast

Norsk­ur eig­andi lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arn­ar­lax á Bílu­dal ætl­ar að kaupa eig­anda Arctic Fish á Ísa­firði. Fyr­ir vik­ið verða tvö stærstu lax­eld­is­fyr­ir­tæki Ís­lands í eigu sama norska fyr­ir­tæk­is­ins. Í til­kynn­ingu um samrun­ann kem­ur fram að sam­legðaráhrif í rekstri fyr­ir­tækj­anna ná­ist með þessu. Sam­an­lagt fram­leiða þessi fyr­ir­tæki rúm­an helm­ing af öll­um eld­islaxi í sjó á Ís­landi.
Umhverfisstofnun fundaði með Arctic Fish eftir birtingu myndbandsins en telur ekki tilefni til aðgerða
FréttirLaxeldi

Um­hverf­is­stofn­un fund­aði með Arctic Fish eft­ir birt­ingu mynd­bands­ins en tel­ur ekki til­efni til að­gerða

Mynd­band­ið sem Veiga Grét­ars­dótt­ir kaj­akræð­ari tók af bakt­eríu­lagi und­ir sjókví­um lax­eld­is­fyr­ir­tæk­is­ins Arctic Fish í Dýra­firði gef­ur ekki til­efni til sér­stakra að­gerða af hálfu Um­hverf­is­stofn­un­ar. Stofn­un­in fund­aði með Arctic Fish eft­ir birt­ingu mynd­bands­ins. Lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið fær hins veg­ar ekki heim­ild til að setja út meiri eld­is­fisk í kví­arn­ar að svo stöddu.
Veiga afþakkaði fjórar milljónir: „Ég ætla að standa með náttúrunni“
ViðtalLaxeldi

Veiga af­þakk­aði fjór­ar millj­ón­ir: „Ég ætla að standa með nátt­úr­unni“

Veiga Grét­ars­dótt­ir kaj­akræð­ari varð lands­þekkt þeg­ar hún leið­rétti kyn sitt og réri rang­sæl­is í kring­um Ís­land. Hún er einn af há­vær­ari gagn­rýn­end­um lax­eld­is á Vest­fjörð­um og hef­ur birt mynd­ir af af­skræmd­um eld­islöx­um. Í við­tali við Stund­ina ræð­ir hún um nýtt mynd­band sem hún tók und­ir eldisk­ví­um í Dýra­firði, bar­áttu sína gegn lax­eld­inu og hvernig það er að vera gagn­rýn­in rödd í litlu sam­fé­lagi fyr­ir vest­an.
Myndband af botni Dýrafjarðar sýnir líklega „bakteríumottu“ vegna laxeldis
FréttirLaxeldi

Mynd­band af botni Dýra­fjarð­ar sýn­ir lík­lega „bakt­eríu­mottu“ vegna lax­eld­is

Mynd­band sem tek­ið var á 30 metra dýpi und­ir sjóvkví­um í Dýra­firði sýn­ir það sem lík­ast til er hvítt lag af bakt­erí­um. Ein­ung­is er um að ræða ann­að slíka mynd­band­ið sem tek­ið hef­ur ver­ið, svo vit­að sé, segja sér­fræð­ing­ar hjá Hafró. Bakt­erí­urn­ar eru ekki hættu­leg­ar mönn­um en geta haft áhrif á líf­ríki sjáv­ar og sýna lík­lega að of mik­ið sé af lax­eldisk­ví­um í firð­in­um og að eld­ið sé ekki sjálf­bært þar að öllu óbreyttu.
Eigandi Arctic Fish segir 300 til 400 þúsund eldislaxa hafa drepist í Dýrafirði
FréttirLaxeldi

Eig­andi Arctic Fish seg­ir 300 til 400 þús­und eld­islaxa hafa drep­ist í Dýra­firði

Á milli 300 og 400 þús­und eld­islax­ar hafa drep­ist í sjókví­um Arctic Fish í Dýra­firði síð­ustu vik­urn­ar. Eig­andi fyr­ir­tæk­is­ins, norska eld­is­fyr­ir­tæk­ið Norway Royal Salmon, sendi frá sér til­kynn­ingu vegna þessa í gær. Til­kynn­ing­in kom í kjöl­far þess að mynd­ir voru birt­ar af dauðu löx­un­um. Laxa­dauð­inn mun hafa áhrif á ársaf­komu og slát­ur­töl­ur fyr­ir­tæk­is­ins.

Mest lesið undanfarið ár