Flokkur

Mannréttindi

Greinar

Ofsóttur af Boko Haram en Útlendingastofnun telur öruggt að senda hann til Nígeríu
FréttirFlóttamenn

Of­sótt­ur af Bo­ko Haram en Út­lend­inga­stofn­un tel­ur ör­uggt að senda hann til Níg­er­íu

Út­lend­inga­stofn­un tel­ur Eze Oka­for ekki í hættu í Níg­er­íu þrátt fyr­ir tíð­ar árás­ir í heima­borg hans að und­an­förnu. Ef hann telji svo vera geti hann kom­ið sér fyr­ir í suð­ur­hlut­an­um en þar hef­ur hann eng­in tengsl. Um­sókn hans um dval­ar­leyfi var hafn­að þrátt fyr­ir að hann eigi unn­ustu á Ís­landi.
Sjálfboðaliði segir Sólheimum stjórnað eins og konungsríki
FréttirÁstandið á Sólheimum

Sjálf­boða­liði seg­ir Sól­heim­um stjórn­að eins og kon­ungs­ríki

Rúm­en­inn Stef­an Geor­ge Kudor, sem starf­aði sem sjálf­boða­liði á Sól­heim­um ár­ið 2014, tek­ur und­ir frá­sagn­ir sjálf­boða­liða sem störf­uðu á staðn­um ár­ið 2015, sem lúta að slæmri stjórn og skipu­lagn­ingu á starfi sjálf­boða­liða. Hann seg­ist hafa horft upp á Sól­heima missa fjölda hæfi­leika­ríks starfs­fólks af þess­um sök­um. „Hann kom fram við okk­ur eins og þræla,“ seg­ir hann um fram­kvæmda­stjóra Sól­heima.
Lögmannafélagið telur hert lög Sigríðar brjóta á mannréttindum flóttafólks
FréttirFlóttamenn

Lög­manna­fé­lag­ið tel­ur hert lög Sig­ríð­ar brjóta á mann­rétt­ind­um flótta­fólks

„Óheim­ilt er með öllu að rétt­læta brot á mann­rétt­ind­um með til­vís­un í fjár­skort,“ seg­ir í um­sögn Lög­manna­fé­lags Ís­lands um um­deilt frum­varp Sig­ríð­ar Á. And­er­sen dóms­mála­ráð­herra sem kveð­ur á um að hægt sé að vísa fólki strax úr landi sé um­sókn þeirra met­in „ber­sýni­lega til­hæfu­laus“ og um­sækj­andi komi frá „ör­uggu ríki“.
Sjálfboðaliði ósáttur eftir leynilegt ástarsamband við sjötugan stjórnarformann Sólheima
ViðtalÁstandið á Sólheimum

Sjálf­boða­liði ósátt­ur eft­ir leyni­legt ástar­sam­band við sjö­tug­an stjórn­ar­formann Sól­heima

Selma Öz­gen er ein þeirra sem er ósátt við reynslu sína af sjálf­boða­lið­a­starfi á Sól­heim­um. Selma átti í ástar­sam­bandi við stjórn­ar­formann Sól­heima, Pét­ur Svein­bjarn­ar­son, sem er 42 ár­um eldri en hún. Mik­ið valda­mi­s­vægi var á milli þeirra tveggja og seg­ir Selma að hún hafi feng­ið þau skila­boð að hún yrði lát­in fara frá Sól­heim­um ef hún tjáði sig um sam­band­ið, en hún var háð Sól­heim­um með land­vist­ar­leyfi. Gögn sýna hvernig Pét­ur bað hana að halda leynd yf­ir kom­um sín­um til hans.
Sjálfboðaliðar þögul verkfæri stjórnenda
FréttirÁstandið á Sólheimum

Sjálf­boða­lið­ar þög­ul verk­færi stjórn­enda

Mayl­is Gali­bert kom til starfa sem sjálf­boða­liði á Sól­heim­um í árs­byrj­un 2015, full vænt­inga. Hún varð hins veg­ar fyr­ir mikl­um von­brigð­um með reynsl­una. Þeg­ar henni varð ljóst að gagn­rýni ein­stak­linga leiddi ekki af sér úr­bæt­ur lagði hún spurn­inga­könn­un fyr­ir aðra sjálf­boða­liða. Hún leiddi í ljós að marg­ir þeirra höfðu svip­aða sögu von­brigða að segja.
Starfið langt frá því að standast væntingar sjálfboðaliða
FréttirÁstandið á Sólheimum

Starf­ið langt frá því að stand­ast vænt­ing­ar sjálf­boða­liða

Slæmt, lít­ið og heilsu­spill­andi hús­næði. Eng­ar sam­göng­ur svo þeir þurftu að fara á putt­an­um til að kom­ast til og frá þorp­inu. Sam­skipta­leysi. Úti­lok­un frá þátt­töku í sam­fé­lag­inu. Þetta eru þau skila­boð sem voru gegn­um­gang­andi frá velflest­um sjálf­boða­lið­un­um sem svör­uðu spurn­inga­könn­un um reynslu sína af Sól­heim­um ár­ið 2015.
Hælisleitandi í hungurverkfalli hefur verið sendur úr landi
Fréttir

Hæl­is­leit­andi í hung­ur­verk­falli hef­ur ver­ið send­ur úr landi

Af­gansk­ur flótta­mað­ur, Abdol­hamid Rahmani, var í gær send­ur úr landi til Grikk­lands. Þeg­ar hann frétti af brott­vís­un­inni, þann 27. fe­brú­ar, fór hann í hung­ur­verk­fall til að mót­mæla stöðu sinni. Heim­ild­ir Stund­ar­inn­ar herma að hann sé enn í hung­ur­verk­falli. Hann er nú á kom­inn til Grikk­lands þar sem hann seg­ist ótt­ast um líf sitt.

Mest lesið undanfarið ár