Fréttamál

Jarðhræringar við Grindavík

Greinar

Þorvaldur segir gosinu líklega að ljúka en Veðurstofan varar við
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Þor­vald­ur seg­ir gos­inu lík­lega að ljúka en Veð­ur­stof­an var­ar við

Veð­ur­stof­an var­ar við því að nýj­ar sprung­ur og gosop mynd­ist í eða við Grinda­vík. Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir í sam­tali við Heim­ild­ina að mið­að við þró­un goss­ins sé ólík­legt að fleiri gosop opn­ist á næst­unni. Hann tel­ur senni­legra að gos­inu muni brátt ljúka, í bili.
„Þetta verður högg“
FréttirJarðhræringar við Grindavík

„Þetta verð­ur högg“

Þór­dís Kol­brún Reyk­fjörð Gylfa­dótt­ir, fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að nýj­ustu at­burð­ir í Grinda­vík muni verða högg, bæði fyr­ir rík­is­sjóð og íbúa Grinda­vík­ur. Kostn­að­ur ligg­ur þó ekki fyr­ir. „Það er hægt að segja að það séu mis­mun­andi sviðs­mynd­ir en það fer bara al­gjör­lega eft­ir því hvaða ákvarð­an­ir eru tekn­ar.“
„Það er svartur dagur í dag fyrir Grindavík“
FréttirJarðhræringar við Grindavík

„Það er svart­ur dag­ur í dag fyr­ir Grinda­vík“

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir að hug­ur og bæn­ir þjóð­ar­inn­ar væru hjá Grind­vík­ing­um í dag. Á krefj­andi stund­um komi bestu hlið­ar ís­lensks sam­fé­lags þó iðu­lega í ljós. Frek­ari að­gerð­ir til að tryggja hús­næði og af­komu fyr­ir Grind­vík­inga verða kynnt­ar á morg­un og vinnu vegna upp­gjörs á tjóni verð­ur flýtt. Þá verða kynnt­ar að­gerð­ir til stuðn­ings fyr­ir­tækj­um eft­ir rík­is­stjórn­ar­fund á morg­un.
Rúmlega 200 fjár í og við Grindavík
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Rúm­lega 200 fjár í og við Grinda­vík

Yf­ir­dýra­lækn­ir á Mat­væla­stofn­un seg­ir heim­ild­ir fyr­ir því að rúm­lega 200 fjár séu í og við Grinda­vík. Vit­að er til þess að fólk hafi flutt dýr sín aft­ur á svæð­ið, þvert á til­mæli Mat­væla­stofn­un­ar. MAST hef­ur ver­ið í sam­bandi við vett­vangs­stjórn og ósk­að eft­ir því að mögu­leiki verði til að fjar­lægja dýr­in eins skjótt og hægt er.
„Kom mér á óvart hve hratt ég gat hlaupið“
FréttirJarðhræringar við Grindavík

„Kom mér á óvart hve hratt ég gat hlaup­ið“

Sig­fúsi Öfjörð ýt­u­stjóra tókst að bjarga jarð­ýtu sinni með mikl­um naum­ind­um frá hraun­flæð­inu í morg­un. En eft­ir að gos hófst í grennd við Grinda­vík flæddi hraun­ið í átt að vinnu­vél­um verk­taka sem unn­ið höfðu að gerð varn­ar­garða. Jarð­ýta Sig­fús­ar er sú stærsta sinn­ar teg­und­ar hér á landi. Þeg­ar Sig­fús fékk leyfi til þess að forða ýt­unni frá hraun­inu var ein rúð­an þeg­ar sprung­in vegna hit­ans. Slík var ná­lægð­in.

Mest lesið undanfarið ár