Sunna Ósk Logadóttir

Blaðamaður

Tímabært að verja Reykjanesbraut
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Tíma­bært að verja Reykja­nes­braut

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir að það sé tíma­bært að huga að vörn­um fyr­ir Reykja­nes­braut­ina og aðra inn­viði á Suð­ur­nesj­um. At­burða­rás­in á fimmtu­dag, þeg­ar hraun rann yf­ir Grinda­vík­ur­veg og hita­vatns­leiðslu HS Veitna, hafi ver­ið sviðs­mynd sem bú­ið var að teikna upp. Hraun hafi runn­ið eft­ir gam­alli hraun­rás og því náð meiri hraða og krafti en ella.
Útilokað að gera við lögnina – Það verður kalt næstu nætur á Suðurnesjum
SkýringReykjaneseldar

Úti­lok­að að gera við lögn­ina – Það verð­ur kalt næstu næt­ur á Suð­ur­nesj­um

Ekk­ert heitt vatn mun á næst­unni streyma um lagn­ir frá Svartsengi til byggð­ar­laga á Reykja­nesi. Hjá­v­eitu­lögn með­fram Njarð­víkuræð­inni, sem reynt var að nota eft­ir við­gerð, er far­in í sund­ur und­ir hraun­inu. „Það er ljóst að næstu dag­ar og næt­ur geta því orð­ið kald­ar í hús­um á Suð­ur­nesj­um,“ segja al­manna­varn­ir.
„Náttúruverndin á enga rödd í stjórnmálum lengur“
Viðtal

„Nátt­úru­vernd­in á enga rödd í stjórn­mál­um leng­ur“

Græn póli­tík er ekki áber­andi á Al­þingi, að mati Bjarg­ar Evu Er­lends­dótt­ur, sem flutti sig úr stóli fram­kvæmda­stjóra Vinstri grænna til Land­vernd­ar í haust. Í nýja starf­inu tel­ur hún sig geta gert nátt­úru­vernd meira gagn. „Land­vernd er bless­un­ar­lega ekki í rík­is­stjórn­ar­sam­starfi, þar sem hags­mun­ir stór­fyr­ir­tækja eru ráð­andi.“
Álftadauði í gæsaveiðilandi á borði lögreglu – Fuglar lokkaðir á „blóðvöll“
Skýring

Álfta­dauði í gæsa­veiðilandi á borði lög­reglu – Fugl­ar lokk­að­ir á „blóð­völl“

Þær elska korn og þeg­ar því er dreift í tonna­vís á akra og tún eru þær mætt­ar um leið. Hundruð­um eða þús­und­um sam­an. Kroppa korn­ið. Þar til skot­hríð­in hefst. Þess­ar veiði­að­ferð­ir á gæs eru vel þekkt­ar. En um­deild­ar. Fleiri fugl­ar, sum­ir frið­að­ir, sækja í beit­una. Og eiga þá á hættu að lenda í skotlín­unni.
Aðstandendur eigi ekki að þurfa að berjast fyrir óháðri rannsókn
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Að­stand­end­ur eigi ekki að þurfa að berj­ast fyr­ir óháðri rann­sókn

Að óbreyttu munu ein­ung­is yf­ir­völd al­manna­varna og lög­reglu­embætt­ið á Suð­ur­nesj­um skoða að­drag­anda þess að Lúð­vík Pét­urs­son féll of­an í sprungu við vinnu sína í húsa­garði í Grinda­vík. Vinnu­eft­ir­lit­ið skoð­ar ein­ung­is lít­inn hluta. Það er ótækt fyr­ir­komu­lag að mati þing­manns sem tel­ur óboð­legt að að­stand­end­ur þurfi að leggj­ast í bar­áttu fyr­ir rann­sókn í slík­um mál­um.

Mest lesið undanfarið ár