Sunna Ósk Logadóttir

Blaðamaður

Aðstandendur eigi ekki að þurfa að berjast fyrir óháðri rannsókn
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Að­stand­end­ur eigi ekki að þurfa að berj­ast fyr­ir óháðri rann­sókn

Að óbreyttu munu ein­ung­is yf­ir­völd al­manna­varna og lög­reglu­embætt­ið á Suð­ur­nesj­um skoða að­drag­anda þess að Lúð­vík Pét­urs­son féll of­an í sprungu við vinnu sína í húsa­garði í Grinda­vík. Vinnu­eft­ir­lit­ið skoð­ar ein­ung­is lít­inn hluta. Það er ótækt fyr­ir­komu­lag að mati þing­manns sem tel­ur óboð­legt að að­stand­end­ur þurfi að leggj­ast í bar­áttu fyr­ir rann­sókn í slík­um mál­um.
Óveður í vændum: Götur gætu teppst og síðdegisskutl verða í uppnámi
Fréttir

Óveð­ur í vænd­um: Göt­ur gætu teppst og síð­deg­is­skutl verða í upp­námi

Íbú­ar á Suð­vest­ur­landi: Ekki láta blekkj­ast af vetr­arkyrrð morg­uns­ins. Um og eft­ir há­degi mun færð taka að spill­ast og ekki sjást á milli húsa. „Mað­ur er voða­lega hrædd­ur um það að það verði fast­ir bíl­ar út um all­an bæ,“ seg­ir Ein­ar Svein­björns­son veð­ur­fræð­ing­ur. „Að þetta verði svo­leið­is dag­ur.“
Sprungufyllingar búa til ný og hættulegri vandamál
Fréttir

Sprungu­fyll­ing­ar búa til ný og hættu­legri vanda­mál

Þrír af reynd­ustu jarð­vís­inda­mönn­um lands­ins telja það hafa ver­ið mis­ráð­ið að reyna að fylla upp í sprung­ur í Grinda­vík í kjöl­far ham­far­anna í nóv­em­ber. „Ég held að þar hafi menn val­ið ranga leið,“ seg­ir Páll Ein­ars­son. Ár­mann Hösk­ulds­son tel­ur hægt að fylla í sprung­ur en þeir sem taki slík­ar ákvarð­an­ir verði að hafa í huga að ekki dugi að „sturta í gat­ið og vita ekk­ert hvað mað­ur er að gera“.
Halda áfram undirbúningi metan- og vetnisverksmiðju á Reykjanesi
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Halda áfram und­ir­bún­ingi met­an- og vetn­is­verk­smiðju á Reykja­nesi

Ít­rek­uð eld­gos og jarð­skjálfta­hrin­ur hafa ekki gert að­stand­end­ur áform­aðr­ar met­an- og vetn­is­verk­smiðju á Reykja­nesi af­huga því að halda und­ir­bún­ingi henn­ar áfram. Gas­lögn neð­anjarð­ar milli Svartseng­is og Reykja­nes­virkj­un­ar er með­al fram­kvæmda­þátta og loka­af­urð­in, ra­feldsneyti í formi fljót­andi met­ans, yrði flutt úr landi.
„Krýsuvík er komin í gang“
SkýringJarðhræringar við Grindavík

„Krýsu­vík er kom­in í gang“

Í ljósi sög­unn­ar má ætla að eld­gos­in verði stærri og fleiri eld­stöðva­kerfi vakna þeg­ar líða tek­ur á það gos­tíma­bil sem nú er haf­ið á Reykja­nesskaga. Hraun­rennsli og sprungu­hreyf­ing­ar munu þá ógna íbúa­byggð og inn­við­um á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. „Þetta er nátt­úr­lega háal­var­legt,“ seg­ir eld­fjalla­fræð­ing­ur.
Leggja Zephyr skýrar línur varðandi áform um risavaxið vindorkuver
FréttirVirkjanir

Leggja Zep­hyr skýr­ar lín­ur varð­andi áform um risa­vax­ið vindorku­ver

Vindorku­ver sem áform­að er á Fljóts­dals­heiði yrði líkt og aðr­ar slík­ar virkj­an­ir án for­dæma á Ís­landi en sker sig að auki úr að því leyti að upp­sett afl þess yrði tvö­falt meira en í öðr­um fyr­ir­hug­uð­um vindorku­ver­um. „Hér er því um að ræða mjög um­fangs­mikla fram­kvæmd sem krefst mik­ils fjölda vind­mylla og get­ur haft mik­il um­hverf­isáhrif í för með sér,“ seg­ir í áliti Skipu­lags­stofn­un­ar á verk­efn­inu.
Vill virkjun í Vatnsfirði til að slökkva olíubálið
FréttirFriðlandið í Vatnsfirði

Vill virkj­un í Vatns­firði til að slökkva olíu­bál­ið

Ef fram fer sem horf­ir verða brennd­ar 3,4 millj­ón­ir lítra af olíu á Vest­fjörð­um til vors vegna skerð­inga Lands­virkj­un­ar á raf­orku. Kostn­að­ur­inn er gríð­ar­leg­ur og orku­bús­stjóri vill virkj­un í Vatns­firði til að hafa grænt vara­afl til reiðu. Aðr­ir hafa bent á aðr­ar leið­ir. Með­al ann­ars aðra virkj­ana­kosti.

Mest lesið undanfarið ár