Páll Stefánsson

ljósmyndari

Öxar við ána
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Öx­ar við ána

Það voru fá­ir á ferð á Þing­völl­um í morg­un. Lík­lega er allt úti­vistar­fólk suð­ur á Suð­ur­nesj­um að berja gos­ið aug­um. Nú á vor­mán­uð­um er ver­ið að kynna nýtt skipu­lag fyr­ir þjóð­garðs­svæð­ið á Þing­völl­um, þar sem horft er til fram­tíð­ar. Með­al ann­ars á að reisa 1.000 fer­metra veislu- og þjón­ustu­hús sunn­an við Hak­ið, lengja göngu­leið­ir og bæta við nýju bíla­stæði of­an við Öx­ar­ár­foss (mynd) til að minnka bílaum­ferð á svæð­inu neð­an við Al­manna­gjá.
GOS... i
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

GOS... i

Þeg­ar ég hitti Gosa (Har­ald Ara Stef­áns­son, mynd) upp í Borg­ar­leik­húsi áð­an, var hann ekki enn bú­inn að fara upp að gos­stöðv­un­um, en var á leið­inni fljót­lega - enda leik­hús­in lok­uð fram til 17. apríl á þessu ári. Sýn­ing­in um Gosa, eða Pin­occhio eins og hann heit­ir á frum­mál­inu, hlaut Grímu­verð­laun­in í fyrra sem barna­sýn­ing árs­ins. Æv­in­týr­ið skrif­aði Car­lo Collodi á toskönsku á ár­un­um 1881 til 1883, en þá gaus ein­mitt í Helj­ar­gjár­rein og mynd­uð­ust þá Tröllagíg­ar og Trölla­hraun norð­an Tungnár­jök­uls.
Ljósanótt á Reykjanesi
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Ljós­anótt á Reykja­nesi

Höf­uð­ljós­in lýsa upp leið­ina nið­ur í Nátt­hagakrika, seint í gær­kvöldi. Ótrú­leg­ur fjöldi var sam­an­kom­in við gos­stöðv­arn­ar í gær, mið­viku­dag. Björg­un­ar­sveit­ar­mað­ur á staðn­um sagði mér, und­ir rós, að þeir hefðu áætl­að að um 5.000 manns hefðu ver­ið á svæð­inu þeg­ar mest var. Veð­ur­spá­in fyr­ir gossvæð­ið í Geld­ing­ar­döl­um nú um helg­ina er ekki góð, stíf norð­anátt og fimb­ul­kuldi. Ekki ör­vænta, það mun gjósa þarna lengi, jafn­vel ára­tugi.
Landið logar
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Land­ið log­ar

Við fyrstu sýn úr lofti er gos­ið svo agn­arsmátt í land­inu. Um­brot­in eru svo stutt frá höf­uð­borg­ar­svæð­inu að það tek­ur ein­ung­is 15 mín­út­ur að kom­ast á lít­illi rellu að Fagra­dals­fjalli úr Skerja­firði. Mynd­in breyt­ist þeg­ar mað­ur horf­ir nið­ur á fólk­ið, sem virk­ar svo agn­arsmátt sam­an­bor­ið við eld­s­pú­andi strýt­una, nýtt hraun­ið. Þá spyr mað­ur sig; opn­ast ný sprunga? Hve lengi mun gjósa? Hvert mun allt hraun­ið renna þeg­ar dal­verp­ið fyll­ist? Af hverju er nýja hraun­ið svona gam­alt, boð­ar það gott eða slæmt?
Kúbein á Tý
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Kúbein á Tý

Það kom í ljós að það kost­ar yf­ir 100 millj­ón­ir að laga Tý, hálfr­ar ald­ar gam­alt skip Land­helg­is­gæsl­unn­ar, þeg­ar hann var dreg­inn vél­ar­bil­að­ur upp í Slipp­inn í Reykja­vík. Skemmd­ir á skip­inu voru svo mikl­ar að þær ógn­uðu bæði ör­yggi þess og áhafn­ar; með­al ann­ars voru tveir tank­ar skips­ins ónýt­ir vegna tær­ing­ar. Á mynd­inni er ein­mitt ver­ið að loka fyr­ir ann­an tank­inn svo hægt sé að sjó­setja skip­ið á nýj­an leik. Dóms­mála­ráð­herra til­kynnti nú fyrr í mán­uð­in­um að nýtt skip yrði keypt og lagði til að það fengi nafn­ið Freyja - sem yrði þá fyrsta ásynj­an í flota Gæsl­unn­ar.
Að hrauna yfir landið
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Að hrauna yf­ir land­ið

Það var ein­stak­lega til­komu­mik­ið að sjá eld­gos­ið í Geld­inga­dal í gær. Þús­und­ir streymdu til og frá gos­stöðv­un­um, eins og eng­inn væri morg­undag­ur­inn. En hann kom snemma, sér­stak­lega fyr­ir þá sem mættu seint og voru illa bún­ir að tak­ast á við vætu og kulda í nótt. En sjón­arspil­inu við Fagra­dals­fjall held ég að eng­inn gleymi, enda ein­stak­lega fal­legt hraungos. Næsta stóra mál er að tryggja gott og ör­uggt að­gengi, svo all­ir sem einn fái og geti not­ið þess að upp­lifa þessa stór­brotnu nátt­úru­feg­urð.
Elísabet drottning
Mynd dagsins

Elísa­bet drottn­ing

Elísa­bet Jök­uls­dótt­ir er drottn­ing ís­lenskra rit­höf­unda í ár, eft­ir að hafa unn­ið Ís­lensku bók­mennta­verð­laun­in fyr­ir sína fjórðu skáld­sögu Apríl­sól­arkulda fyrr á ár­inu. „Nafna mín er auð­vit­að upp­á­halds hjá Bresku kon­ungs­fjöl­skyld­unni, svo er Harry prins mjög sæt­ur,“ seg­ir Elísa­bet, þar sem hún sit­ur fyr­ir í marsrign­ing­ar­hit­an­um í Hvera­gerði. „Hér er gott að vera, tók mig þessa 6 mán­uði sem ég hef bú­ið hér að venj­ast hæg­um takt­in­um eft­ir að hafa bú­ið vest­ur í bæ í yf­ir 30 ár.“
Gott á grillið
Mynd dagsins

Gott á grill­ið

Þess­ir naut­grip­ir nutu veð­ur­blíð­unn­ar í há­deg­inu upp á Óshól í Hval­firði. Í fyrra seld­ust hér 4.668 tonn af naut­gripa­kjöti og er það í fjórða sæti yf­ir mest selda kjöt­ið með 17% hlut­deild. Mest er selt af ali­fugla­kjöti, af því seld­ust rúm­lega 9 þús­und tonn, sem ger­ir 33% hlut­deild. Í öðru sæti er svína­kjöt - en í fyrsta skipti í sög­unni seld­ist meira af svína­kjöti en lamba­kjöti, sem er nú kom­ið í þriðja sæti yf­ir mest selda kjöt­ið eft­ir að hafa trón­að á toppn­um í ár­hundruð.
Horft niður Ofanleitishamarinn
Mynd dagsins

Horft nið­ur Of­an­leit­is­ham­ar­inn

Það var vor í lofti í Vest­manna­eyj­um í dag, súld og níu stig. Óvíða er meira fugla­líf á Ís­landi en ein­mitt þar. Mest ber á sjó­fugl­um, sem kjósa sér varps­tæði í sæ­brött­um hömr­um, eða brött­um grasböl­um, enda stutt á mið­inn. Al­geng­ustu teg­und­irn­ar í og við Vest­manna­eyj­ar eru fýll, súla, lang­vía, álka og auð­vit­að lund­inn, þjóð­ar­fugl Eyja­manna.
Vegur 408 hjá Vegagerðinni
Mynd dagsins

Veg­ur 408 hjá Vega­gerð­inni

Horft er eft­ir vegi 408, upp Ell­iða­vatns­heið­ina í Heið­mörk. Svæð­ið var frið­að ár­ið 1950 og er stærsta úti­vist­ar­svæði í ná­grenni höf­uð­borg­ar­svæð­is­ins - heil­ir 32 fer­kíló­metr­ar að stærð og göngu­stíg­ar þar spanna yf­ir 40 kíló­metra. Inn­an Heið­merk­ur eru Gvend­ar­brunn­ar sem hafa ver­ið vatns­ból Reyk­vík­inga síð­an 1909 og sjá nú rúm­lega 60% lands­manna fyr­ir fersku vatni. Skóg­rækt­ar­fé­lag Reykja­vík­ur hef­ur um­sjón með svæð­inu, sem ligg­ur í tún­fæti Reykja­vík­ur.

Mest lesið undanfarið ár