Páll Stefánsson

ljósmyndari

Falco Rusticolus
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Falco Rusticolus

Ís­lenski fálk­inn hef­ur ver­ið al­frið­að­ur síð­an 1940, enda er stofn­stærð­in bara um 350 pör. Fyrr á öld­um var hann ein verð­mæt­asta út­flutn­ings­vara lands­ins. Fálk­inn var þá eign Dana­kon­ungs og þóttu þeir allra fálka fremst­ir til veiða hjá evr­ópska aðl­in­um. Þenn­an fal­lega fálka hitti ég í morg­un þar sem hann er í hvíld­ar­inn­lögn í Fjöl­skyldu- og hús­dýra­garð­in­um, með skadd­að­an væng.
Gleðilegt sumar á degi jarðar
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Gleði­legt sum­ar á degi jarð­ar

Í nótt fraus sam­an sum­ar og vet­ur við Mý­vatn, sem sam­kvæmt ís­lenskri þjóð­trú boð­ar gott sum­ar þar. Sum­ar­dag­inn fyrsta ber alltaf upp á fimmtu­degi frá 19.-25. apríl. Dag­ur jarð­ar er hins­veg­ar alltaf þann 22. apríl. Sá dag­ur hef­ur ver­ið helg­að­ur um­hverf­is­mál­um og ver­ið hald­inn há­tíð­leg­ur síð­an 1970. Í ár eru það loft­lags­mál­in sem sett eru á odd­inn. Mynd­in, fyrstu blóm­in í Grasa­garð­in­um, var tek­in í Laug­ar­dal nú í morg­un.
Vetur konungur kveður
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Vet­ur kon­ung­ur kveð­ur

Kon­ung­ur­inn Jó­hann­es III var í morg­un ásamt 192 skóla­fé­lög­um sín­um í MR að dimmitera. Fyr­ir þá sem gerðu ekki þá teng­ingu hef­ur mið­borg­in virk­að sem hættu­leg­ur stað­ur fyr­ir gesti og gang­andi, því á ferli voru; pöru­pilt­ar, fang­ar, álf­ar, lif­andi bjór­líki, engl­ar, djöfl­ar, týr­ólsk­ir túrist­ar og óárenni­leg­ir at­vinnu­laus­ir bygg­inga­verka­menn í stór­um hóp­um.
Katrín og Bjarni í bakgrunni
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Katrín og Bjarni í bak­grunni

Þeg­ar blaða­manna­fund­ur rík­is­stjórn­ar­inn­ar í hófst í Hörpu um hert­ar regl­ur á landa­mær­un­um voru hér 1.557 ein­stak­ling­ar í sótt­kví eða ein­angr­un. Nýju regl­urn­ar skikka nú alla far­þega frá hásmit­svæð­um í sótt­kví á sótt­varn­ar­hót­el­um. Þar á með­al alla far­þega frá fjór­um Evr­ópu­lönd­um: Hollandi, Frakklandi, Ung­verjalandi og Póllandi. Litakóð­un­ar­kerf­ið sem átti að taka gildi á landa­mær­un­um 1 maí verð­ur síð­an frest­að um mán­uð.
Engin Jörfagleði í dag
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Eng­in Jörfagleði í dag

Í morg­un var ansi hljótt fyr­ir ut­an leik­skól­ann Jörfa, enda hafa 16 starfs­menn af rúm­lega þrjá­tíu og 14 börn greinst smit­uð af Covid-19. Um næstu mán­aða­mót mun allt leik­skóla­starfs­fólk verða bólu­sett. Hin eina og sanna Jörfagleði var viki­vaka­dans­leik­ur seint á 17. öld sem hald­inn var á bæn­um Jörfa í Dala­sýslu, þar til sýslu­mað­ur­inn Björn Jóns­son tók sig til og bann­aði hann ár­ið 1695, vegna sögu­sagna um sið­leysi. En ár­inu áð­ur höfðu 30 börn kom­ið und­ir á sam­kom­unni og erfitt reynd­ist að para feð­ur við anga.
Hettu- og hanskaveður í miðbænum
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Hettu- og hanska­veð­ur í mið­bæn­um

Zi­va (mynd) sem ég mætti af til­vilj­un á Lauga­veg­in­um, á leið­inni í vinn­una. Hún kem­ur frá Tékklandi (Czechia) og hef­ur bú­ið hér og starf­að í tvö ár sem húð­flúr­ari. „Líf­ið hér er að kom­ast í eðli­legt horf... svona næst­um því, sem er frá­bært". Já eins og veðr­ið í morg­un. Ekta apríl: sól, rok og rign­ing allt á sömu mín­út­unni.
Blómlegt blómabú
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Blóm­legt blóma­bú

„Við rækt­um hér meira en 3 millj­ón­ir blóma á hverju ári,“ seg­ir Áslaug Svein­bjarn­ar­dótt­ir ein af garð­yrkju­bænd­un­um á Espi­flöt í Reyk­holti. Það gera tæp 10 blóm á hvern ein­stak­ling hér í lýð­veld­inu. „Covid hef­ur haft áhrif, fólk kaup­ir meira af blóm­um, vill hafa heim­il­ið hlý­legra þeg­ar það er svona mik­ið heima. Potta­blóma­sala hef­ur líka auk­ist til muna, en hér er­um við bara í af­skorn­um blóm­um.“
Ótrúlega venjulegur þriðjudagsmorgun
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Ótrú­lega venju­leg­ur þriðju­dags­morg­un

Það er svo gef­andi að vakna með borg­inni og hitta alla menn­ingarpáfa lýð­veld­is­ins fyr­ir ut­an Kaffi­fé­lag­ið á Skóla­vörðu­stíg. Á með­an þeir skegg­ræddu var ein­hver sem söngl­aði há­stöf­um nið­ur í Banka­stræti. Nið­ur við Tjörn var Bryn­dísa (mynd) að bíða eft­ir vin­konu sinni, en þær ætl­uðu að fara að æfa sam­an sirk­us. Þeg­ar ég gekk svo upp Amt­mann­stíg­inn rakst ég á húð­flúrs­meist­ar­ann Jón Páll (mynd) að mynda við­skipta­vin ber­an að of­an á miðri göt­unni. Já, ósköp venju­leg­ur þriðju­dags­morg­un í höf­uð­borg­inni.
Hverir, hvít úlpa og svartur bakpoki
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Hver­ir, hvít úlpa og svart­ur bak­poki

Þessi finnski ferða­lang­ur var að skoða hvera­svæð­ið við Sel­tún í morg­un, á leið sinni að gos­inu í Fagra­dals­fjalli. En Reykja­nesskag­inn er yngsti hluti Ís­lands og á hon­um eru 5 eld­stöðva­kerfi. Krýsu­vík­ur­kerf­ið, þar sem hvera­svæð­ið í Sel­túni ligg­ur, er tal­ið það hættu­leg­asta vegna ná­lægð­ar sinn­ar við höf­uð­borg­ar­svæð­ið. Fagra­dals­fjall, vest­an við það, var tal­ið það mein­laus­asta - enda hef­ur ekki gos­ið þar í 6.000 ár þang­að til nú. Reykja­neseld­arn­ir (1210 til 1240) voru síð­ustu gos fyr­ir Geld­inga­dal­ina, þær ham­far­ir voru vest­ast á nes­inu, með­al ann­ars mynd­að­ist Eld­ey í þeirri 30 ára löngu gos­hrinu.
Þrír eldar, fjórir eldhugar
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Þrír eld­ar, fjór­ir eld­hug­ar

Það var fátt upp við gos­stöðv­arn­ar í gær­kvöldi, enda var veð­ur og vindátt orð­in óhag­stæð. Klukk­an 19:33, hálf­tíma eft­ir að ég var kom­inn upp að eld­stöð­inni barst sms frá 112 um að yf­ir­gefa svæð­ið vegna gasmeng­un­ar. Skömmu síð­ar birt­ust sér­sveit­ar- og björg­un­ar­sveit­ar­menn líkt og gagna­menn að smala fé af fjalli. En því­lík breyt­ing á land­inu á inn­an við viku. Tveir ný­ir gíg­ar hafa bæst við og hraun­ið fyll­ir nú nán­ast Geld­ing­ar­dal­inn. Hraun­foss­inn nið­ur í Mer­ar­dal sá ég ekki... bara næst.
Blákaldur veruleiki Spessa
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Blá­kald­ur veru­leiki Spessa

Ís­firð­ing­ur­inn, mót­ur­hjólakapp­inn, kokk­ur­inn, lífs­k­únstner­inn en fyrst og fremst sam­tíma­ljós­mynd­ar­inn Sig­ur­þór Hall­björns­son, bet­ur þekkt­ur sem Spessi, var að opna á Þjóð­minja­safni Ís­lands ljós­mynda­sýn­ing­una SPESSI 1990-2020. Hans ein­staki stíll mark­ar þessa yf­ir­lits­sýn­ingu hans, þar sem ekk­ert er dreg­ið und­an hvort sem það er; ein­manna bens­ín­dæla aust­ur í Suð­ur­sveit, kát­ir homm­ar í góð­um fíl­ing, verk­færi búsáhald­ar­bylt­ing­ar­inn­ar, eða fyrr­ver­andi Covid sjúk­ling­ar í serí­unni C-19, sem er fyr­ir aft­an Spessa á mynd­inni. Bók sem ber sama heiti og sýn­ing­in kom út sam­hliða sýn­ing­unni.
Sótt að sóttvörnum
Páll Stefánsson
Mynd dagsins

Páll Stefánsson

Sótt að sótt­vörn­um

Rúm­en­inn sem lagði sótt­varn­ar­að­gerð­ir rík­is­stjórn­ar­inn­ar, með hjálp Óm­ars R. Valdi­mars­son­ar, var koma frá landi þar sem önn­ur bylgj­an grass­er­ar. Dag­inn sem hann kom til lands­ins greind­ust 6.115 ný smit í Rúm­en­íu og 156 and­lát urðu vegna Covid-19. Í gær voru 160 ein­stak­ling­ar á sótt­varn­ar­hót­el­inu þeg­ar dóm­ur var kveð­inn upp, en að­eins tæp­lega tutt­ugu yf­ir­gáfu hót­el­ið eft­ir úr­skurð­inn. Máls­kostn­að­ur greið­ist úr rík­is­sjóði og fær lög­mað­ur­inn Óm­ar R. Valdi­mars­son 930.000 frá okk­ur skatt­borg­ur­un­um fyr­ir fjög­urra daga vinnu að koma skjól­stæð­ingn­um til síns heima. Auð­vit­að er þetta ekki í lagi.

Mest lesið undanfarið ár