Margrét Marteinsdóttir

Fréttastjóri

Margrét hefur mikla reynslu af fjölmiðlum, vann á RÚV í 16 ár, meðal annars sem varafréttastjóri útvarps- og sjónvarps, yfirmaður íþróttadeildar og stýrði dægurmáladeild fréttastofu RÚV. Margrét var um tíma dagskrárstjóri Rásar 1 og Rásar 2. Margét var hluti af fjögurra manna teymi Stundarinnar sem hlaut blaðamannaverðlaun árið 2019 fyrir umfjöllun ársins um hamfarahlýnun.
Sérfræðingar senda út neyðarkall: Hafa aldrei farið nær mörkunum
GreiningLoftslagsvá

Sér­fræð­ing­ar senda út neyð­arkall: Hafa aldrei far­ið nær mörk­un­um

Á sama tíma og hita­met voru sleg­in víða í sum­ar og vís­inda­fólk tal­aði um for­dæma­lausa hita af völd­um hlýn­un­ar jarð­ar voru gul­ar og app­el­sínu­gul­ar við­v­arn­ir í gildi á Ís­landi, með­al ann­ars vegna snjó­komu. Veð­ur­stofa Ís­lands tel­ur „vel mögu­legt“ að vegna hugs­an­legr­ar trufl­un­ar á varma­flutn­ingi inn á hluta af Norð­ur-Atlants­hafi kólni hér á með­an hitn­ar víð­ast hvar ann­ars stað­ar.
„Sem ráðherra og manneskju þykir mér þetta afskaplega leitt“
FréttirStjórnleysi í ferðaþjónustu

„Sem ráð­herra og mann­eskju þyk­ir mér þetta af­skap­lega leitt“

Lilja Al­freðs­dótt­ir, ráð­herra ferða­mála, seg­ir að koma hefði mátt í veg fyr­ir slys­ið á Breiða­merk­ur­jökli. „Það var bú­ið að vara við þessu og ekki gert meira með það.“ Hún seg­ist bú­in að kanna líð­an kon­unn­ar sem slas­að­ist og missti unn­usta sinn í slys­inu og koma á fram­færi skila­boð­um um að yf­ir­völd séu boð­in og bú­in að að­stoða hana eft­ir fremsta megni.
Þjóðhátíð farin að kosta Heilbrigðisstofnunina ,,heilu stöðugildin á ársgrundvelli“
Fréttir

Þjóð­há­tíð far­in að kosta Heil­brigð­is­stofn­un­ina ,,heilu stöðu­gild­in á árs­grund­velli“

Dí­ana Ósk­ars­dótt­ir, for­stjóri Heil­brigð­is­stofn­un­ar Suð­ur­lands seg­ir að stofn­un­in fái ekk­ert auka­fjár­magn vegna Þjóð­há­tíð­ar. Há­tíð­in sé far­in að kosta stofn­un­ina sem nemi heilu stöðu­gild­un­um á árs­grund­velli. Móts­hald­ar­ar þurfi að taka meiri þátt í kostn­aði vegna heil­brigð­is­þjón­ust­unn­ar. Þetta sé ágrein­ings­mál á hverju ári. Heil­brigð­is­starfs­fólk á há­tíð­inni vinni af­ar gott starf við erf­ið­ar að­stæð­ur.
Tveir ungir menn „settir á guð og gaddinn“  eftir alvarlegar líkamsárásir á Þjóðhátíð
Fréttir

Tveir ung­ir menn „sett­ir á guð og gadd­inn“ eft­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir á Þjóð­há­tíð

For­eldr­ar tveggja ungra manna sem urðu fyr­ir al­var­leg­um lík­ams­árás­um á Þjóð­há­tíð í Vest­manna­eyj­um segja að árás­irn­ar hafi ekki ver­ið skráð­ar í dag­bók lög­reglu. Fag­fólk á staðn­um hafi sett syni þeirra sem fengu þung höf­uð­högg og voru með mikla áverka „á guð og gadd­inn“ eft­ir að gert hafði ver­ið að sár­um þeirra í sjúkra­tjaldi. Sauma þurfti um 40 spor í and­lit ann­ars þeirra. Hinn nef- og enn­is­brotn­aði. Móð­ir ann­ars manns­ins hef­ur ósk­að eft­ir fundi með dóms­mála­ráð­herra vegna máls­ins.
„Yfirgnæfandi líkur“ á eldgosi á næstu þremur dögum
FréttirReykjaneseldar

„Yf­ir­gnæf­andi lík­ur“ á eld­gosi á næstu þrem­ur dög­um

Þor­vald­ur Þórð­ar­son eld­fjalla­fræð­ing­ur seg­ir yf­ir­gnæf­andi lík­ur á að það byrji að gjósa á Reykja­nesskaga á næstu tveim­ur dög­um. Hann seg­ir að flest bendi til þess að „þak­ið muni rofna á svip­uð­um slóð­um og áð­ur“. Hann tel­ur því ekki hættu á að það byrji inn­an Grinda­vík­ur þó að hraun geti flætt þang­að.
„Mjög óhugnanlegt ástand“ í borgum og bæjum í Englandi
Fréttir

„Mjög óhugn­an­legt ástand“ í borg­um og bæj­um í Englandi

For­sæt­is­ráð­herra Bret­lands hef­ur á ný boð­að til neyð­ar­fund­ar í kvöld vegna óeirð­anna sem breiðst hafa út um land­ið síð­ustu daga. Þær bein­ast gegn hæl­is­leit­end­um og inn­flytj­end­um, einkum mús­lím­um. „Þetta er mjög óhugn­an­legt ástand,“ seg­ir Katrín Snæ­dal Húns­dótt­ir sem býr í ná­grenni Hull. Hún seg­ir þetta al­var­leg­ustu óeirð­ir sem þar hafi geis­að þau 20 ár sem hún hef­ur bú­ið í land­inu.
„Þetta snýst um að gera vel við börn“
Fréttir

„Þetta snýst um að gera vel við börn“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að fá­tækt erf­ist eins og áföll. Stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að hjálp­ast að við að bæta að­stæð­ur þeirra sem minnst beri úr být­um. Sá hóp­ur glími frek­ar við lang­vinna sjúk­dóma sem geti dreg­ið veru­lega úr lífs­gæð­um og stytt líf þeirra. „Við þurf­um að horf­ast í augu við þetta og byrja á að huga að börn­un­um.“
Aukinn einkarekstur:  „Ég hef líka áhyggjur af þessu“
Fréttir

Auk­inn einka­rekst­ur: „Ég hef líka áhyggj­ur af þessu“

Alma Möller, land­lækn­ir seg­ir að líkt og for­stjóri Land­spít­al­ans hafi hún áhyggj­ur af auk­inni einka­væð­ingu í heil­brigðis­kerf­inu. Áhyggj­urn­ar snú­ist fyrst og fremst að því að ef við sofn­um á verð­in­um geti auk­in út­vist­un heil­brigð­is­þjón­ustu leitt til meiri ójöfn­uð­ar á Ís­landi. Þá verði að gæta sér­stak­lega að því að veikja ekki Land­spít­al­ann.
Ójöfnuður kemur okkur öllum við
Viðtal

Ójöfn­uð­ur kem­ur okk­ur öll­um við

Alma Möller land­lækn­ir seg­ir að stjórn­völd og sam­fé­lag­ið allt þurfi að horf­ast í augu við að hér ríki ójöfn­uð­ur í heilsu. Rann­sókn­ir sýna að lífs­gæði og lífs­lík­ur þeirra sem búa við efna­hags­leg­an skort eru minni en þeirra sem ná vel end­um sam­an. Alma seg­ir mik­il­væg­ast að hlúa að börn­um sem al­ist upp í fá­tækt. „Því ef fólk fær vont start í líf­inu þá á það sér kannski ekki við­reisn­ar von.“

Mest lesið undanfarið ár