Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ingi Freyr Vilhjálmsson er fyrrverandi blaðamaður á Heimildinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu, DV, Fréttatímanum og Stundinni, fyrirrennara Heimildarinnar. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
Faðir Bjarna Benediktssonar greiddi upp skuldir hans vegna áhættuviðskipta
FréttirViðskipti Bjarna Benediktssonar

Fað­ir Bjarna Bene­dikts­son­ar greiddi upp skuld­ir hans vegna áhættu­við­skipta

Bjarni Bene­dikts­son gerði fram­virka hluta­bréfa­samn­inga við Glitni sem hann tap­aði miklu á. Lehm­an Brot­h­ers, Morg­an Stanley og Danske Bank voru bank­arn­ir sem hann valdi í von um skamm­tíma­hagn­að af hluta­bréfa­verði þeirra. Á end­an­um tók fað­ir Bjarna yf­ir rúm­lega 100 millj­ón­ir af per­sónu­leg­um skuld­um vegna við­skipta hans.
Peningana eða lífið?: Hryllingurinn í bandaríska heilbrigðiskerfinu
ÚttektEinkarekstur í heilbrigðiskerfinu

Pen­ing­ana eða líf­ið?: Hryll­ing­ur­inn í banda­ríska heil­brigðis­kerf­inu

Banda­ríski lækn­ir­inn og blaða­mað­ur­inn Elisa­bet Rosent­hal dreg­ur upp dökka og ómann­eskju­lega mynd af heil­brigðis­kerf­inu í Banda­ríkj­un­um í nýrri bók. Hún lýs­ir því kerf­is­bund­ið hvernig öll svið heil­brigðis­kerf­is­ins þar í landi hafa orð­ið mark­aðsvædd með skelfi­leg­um af­leið­ing­um fyr­ir venju­legt fólk sem lend­ir í því að verða veikt.
Segir slagorð Miðflokksins ekkert eiga skylt við heróp íslenskra nasista
FréttirAlþingiskosningar 2017

Seg­ir slag­orð Mið­flokks­ins ekk­ert eiga skylt við heróp ís­lenskra nas­ista

Kosn­inga­slag­orð sem Mið­flokk­ur­inn not­ar lík­ist slag­orði sem UMFÍ not­aði upp­haf­lega en ís­lensk­ir nas­ist­ar stálu. Kosn­inga­stjóri Mið­flokks­ins seg­ir slag­orð­ið vera af­urð hópa­vinna inn­an flokks­ins. Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son hef­ur not­að „Ís­landi allt“ í skrif­um sín­um.
Paolo Macchiarini ekki ákærður í plastbarkamálinu
FréttirPlastbarkamálið

Paolo Macchi­ar­ini ekki ákærð­ur í plast­barka­mál­inu

Ít­alski skurð­lækn­ir­inn Paolo Macchi­ar­ini verð­ur ekki ákærð­ur fyr­ir mann­dráp af gá­leysi vegna plast­barka­að­gerð­anna á þrem­ur ein­stak­ling­um sem hann gerði í Sví­þjóð á ár­un­um 2011 til 2013. Fyrsti plast­barka­þeg­inn, And­emariam Beyene, var sjúk­ling­ur á Land­spít­al­an­um og sendi sjúkra­hús­ið hann á Karol­inska-sjúkra­hús­ið í Stokk­hólmi þar sem hann gekkst und­ir að­gerð­ina. Rann­sókn stend­ur nú yf­ir á plast­barka­mál­inu á Ís­landi.
Vitnisburður Bjarna Benediktssonar í Vafningsmálinu stangast á við gögn
Rannsókn

Vitn­is­burð­ur Bjarna Bene­dikts­son­ar í Vafn­ings­mál­inu stang­ast á við gögn

Bjarni Bene­dikts­son tók virk­an þátt í fjár­fest­ing­um fé­lags föð­ur síns Hafsilf­urs ehf. sem var stór hlut­hafi í Glitni á ár­un­um fyr­ir hrun. Í gögn­un­um sem Stund­in fékk í gegn­um breska blað­ið The Guar­di­an eru mörg skjöl sem sýna að bank­inn leit á Bjarna sem eig­anda fé­lags­ins. Þetta fé­lag var einn af þát­tak­end­un­um í Vafn­ings­mál­inu sem Bjarni hef­ur sagt að hann hafi ein­göngu kom­ið að sem um­boðs­að­ili föð­ur síns og föð­ur­bróð­ur.
Óskattlagðar vaxtagreiðslur Norðuráls úr landi tvöfalt hærri en hagnaður fyrirtækisins
FréttirÁlver

Óskatt­lagð­ar vaxta­greiðsl­ur Norð­ur­áls úr landi tvö­falt hærri en hagn­að­ur fyr­ir­tæk­is­ins

Laga­setn­ing­in til að sporna við skatta­hag­ræð­ingu ál­fyr­ir­tækj­anna á Ís­landi mun ekki hafa mik­il áhrif á Norð­ur­ál og Alcoa. Vaxta­greiðsl­ur Norð­ur­áls frá Ís­landi til eig­in fyr­ir­tæk­is í Banda­ríkj­un­um nema rúm­lega 84 millj­ón­um, hærri upp­hæð en sam­bæri­leg­ar greiðsl­ur hjá Alcoa.
Dularfullur barón keypti í kísilveri og seldi virkjanaréttindi
Fréttir

Dul­ar­full­ur barón keypti í kís­il­veri og seldi virkj­ana­rétt­indi

Ít­alsk­ur barón, Fel­ix Von Longo-Lie­ben­stein, hef­ur ver­ið virk­ur í jarða­kaup­um á Ís­landi frá síð­ustu alda­mót­um en hef­ur náð að halda sér ut­an kast­ljóss fjöl­miðla. Hann var einn af hlut­höf­un­um í kís­il­fyr­ir­tæk­inu United Silicon og seldi dótt­ur­fé­lagi HS Orku vatns­rétt­indi út af virkj­un á Strönd­um. Illa geng­ur að fá upp­lýs­ing­ar um barón­inn.
Bjarni bað um „reglulegt samband“ við bankastjóra Glitnis í aðdraganda hrunsins
FréttirViðskipti Bjarna Benediktssonar

Bjarni bað um „reglu­legt sam­band“ við banka­stjóra Glitn­is í að­drag­anda hruns­ins

Bjarni Bene­dikts­son bað um reglu­leg sam­skipti við Lár­us Weld­ing, banka­stjóra Glitn­is, í að­drag­anda banka­hruns­ins á Ís­landi. Með­al ann­ars voru þeir sam­an fyr­ir „aust­an“ í ág­úst 2008. Bjarni er ósátt­ur við full­yrð­ing­ar Stund­ar­inn­ar um veru hans á fund­um um stöðu Glitn­is í að­drag­anda banka­hruns­ins.
Seldi 1200 milljónir í Sjóði 9 tveimur tímum fyrir lokun
RannsóknViðskipti Bjarna Benediktssonar

Seldi 1200 millj­ón­ir í Sjóði 9 tveim­ur tím­um fyr­ir lok­un

Ein­ar Sveins­son, fjár­fest­ir og föð­ur­bróð­ir Bjarna Bene­dikts­son­ar, seldi eign­ir í Sjóði sama dag og neyð­ar­lög­in voru sett þann 6. októ­ber 2008. Ein­ar hellti sér yf­ir starfs­mann Glitn­is eft­ir að hann fékk veðkall frá bank­an­um í að­drag­anda hruns­ins. Eign­ar­halds­fé­lag Ein­ars og hann sjálf­ur vörðu sig gegn 176 millj­óna tapi með við­skipt­un­um. Fé­lag Ein­ars fékk nið­ur­felld­ar skuld­ir eft­ir hrun.
Seldi í Sjóði 9 sama dag og neyðarlögin voru sett
Rannsókn

Seldi í Sjóði 9 sama dag og neyð­ar­lög­in voru sett

Bjarni Bene­dikts­son, þá­ver­andi þing­mað­ur og nú­ver­andi for­sæt­is­ráð­herra, seldi all­ar eign­ir sín­ar í Sjóði 9 hjá Glitni dag­ana 2. til 6. októ­ber ár­ið 2008. Þann 6. októ­ber miðl­aði hann upp­lýs­ing­um um störf FME til fram­kvæmda­stjóra hjá Glitni. Ný gögn varpa ljósi á hluta­bréfa­sölu Bjarna í Glitni í fe­brú­ar 2008 en hann fund­aði með banka­stjóra Glitn­is tveim­ur dög­um áð­ur en hann byrj­aði að selja bréf­in.
Einkarekið hjúkrunarheimili fjármagnað af ríkinu lánar hálfan milljarð í fasteignaviðskipti
Fréttir

Einka­rek­ið hjúkr­un­ar­heim­ili fjár­magn­að af rík­inu lán­ar hálf­an millj­arð í fast­eigna­við­skipti

Lán upp á ríf­lega hálf­an millj­arð króna hafa ver­ið veitt út úr rekstr­ar­fé­lagi Sól­túns á liðn­um ár­um. Pen­ing­arn­ir not­að­ir til að reisa íbúð­ir fyr­ir 60 ára og eldri sem seld­ar eru á mark­aði. Fram­kvæmda­stjóri Sól­túns tel­ur lán­veit­ing­arn­ar ekki vera á gráu svæði. Stærsti eig­andi Sól­túns hagn­að­ist um rúm­lega 700 millj­ón­ir króna í fyrra og greiddi út 230 millj­óna króna arð.
Vinur fólksins á Vestfjörðum
Ingi Freyr Vilhjálmsson
PistillLaxeldi

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Vin­ur fólks­ins á Vest­fjörð­um

Tals­menn lax­eld­is á Vest­fjörð­um ein­blína nær ein­göngu á byggðarök­in í mál­inu en horfa fram­hjá öðr­um rök­um. Múgs­efj­un virð­ist hafa grip­ið um sig í sam­fé­lag­inu fyr­ir vest­an sem nær allt frá lax­eld­is­mönn­un­um sjálf­um til sveit­ar­stjórn­ar­manna og rit­höf­und­ar­ins Ei­ríks Arn­ar Norð­dahl frá Ísa­firði sem tal­ar um lax­eld­ið eins og fram­sókn­ar­skáld. Ingi F. Vil­hjálms­son velt­ir þessu fyr­ir sér í út frá leik­rit­inu um Óvin fólks­ins sem sýnt er í Þjóð­leik­hús­inu.

Mest lesið undanfarið ár