Ingi Freyr Vilhjálmsson

Ingi Freyr Vilhjálmsson er fyrrverandi blaðamaður á Heimildinni. Hann hefur áður starfað á Fréttablaðinu, DV, Fréttatímanum og Stundinni, fyrirrennara Heimildarinnar. Árið 2014 gaf hann út bókina Hamskiptin.
Kenning um spillingu Kristjáns Þórs í makrílmáli sett fram í Hæstarétti
SkýringMakríldómsmál

Kenn­ing um spill­ingu Kristjáns Þórs í mak­r­íl­máli sett fram í Hæsta­rétti

Fé­lag mak­ríl­veiðimanna hef­ur stað­ið í dóms­máli við ís­lenska rík­ið sem bygg­ir á að því hafi ver­ið mis­mun­að við kvóta­setn­ingu mak­ríls ár­ið 2019. Sam­kvæmt mála­til­bún­aði fé­lags­ins gerði rík­ið bak­samn­ing við nokkr­ar stór­ar út­gerð­ir um að þær fengju meiri mak­ríl­kvóta þeg­ar hann var kvóta­sett­ur 2019 gegn því að sleppa því að fara í mál við rík­ið vegna út­hlut­un­ar mak­ríl­kvóta á ár­un­um 2011 til 2018.
Kristján Einar var dæmdur fyrir ofbeldisfullt rán á Spáni
Fréttir

Kristján Ein­ar var dæmd­ur fyr­ir of­beld­is­fullt rán á Spáni

Kristján Ein­ar Sig­ur­björns­son sjómað­ur, sem stund­um er kall­að­ur áhrifa­vald­ur, var dæmd­ur í tæp­lega fjög­urra ára skil­orðs­bund­ið fang­elsi fyr­ir rán og til­raun til ráns í fyrra. Hann sat í gæslu­varð­haldi í átta mán­uði og ját­aði sök á end­an­um og kom til Ís­lands. Við heim­kom­una sagði hann sög­ur um brot sín og afplán­un sem ganga ekki al­veg upp mið­að við dóm­inn í máli hans.
Félag Helga keypti vörumerki og heimasíður miðla Torgs á 480 milljónir
Fréttir

Fé­lag Helga keypti vörumerki og heima­síð­ur miðla Torgs á 480 millj­ón­ir

Helgi Magnús­son, fjár­fest­ir og fyrr­ver­andi að­aleig­andi Torgs, seg­ir að eign­ir sem tengj­ast Frétta­blað­inu hafi ekki ver­ið inni í Torgi þeg­ar fé­lag­ið var gef­ið upp til gjald­þrota­skipta. Hann seg­ir að fé­lag­ið Hof­garð­ar ehf. sem hann á hafi keypt vörumerki og heima­síð­ur Frétta­blaðs­ins, DV og Hring­braut­ar á 480 millj­ón­ir fyr­ir tveim­ur ár­um.
Þegar Óskar upplýsti af hverju útgerðirnar keyptu Moggann
Fréttir

Þeg­ar Ósk­ar upp­lýsti af hverju út­gerð­irn­ar keyptu Mogg­ann

Sögu­legt við­tal frá Hring­braut við Ósk­ar Magnús­son, fyrr­ver­andi út­gef­anda Morg­un­blaðs­ins, er orð­ið að­gengi­legt á Youtu­be. Við­tal­ið var sett þar inn skömmu áð­ur en út­gáfu­fé­lag Hring­braut­ar varð gjald­þrota. Í við­tal­inu lýsti Ósk­ar því við Sig­mund Erni Rún­ars­son hvernig út­gerð­ar­fé­lög hefðu keypt Mogg­ann sem vopn í póli­tískri og hags­muna­tengdri bar­áttu.
Ekkja plastbarkaþegans leitar enn réttlætis í skugga nýrra réttarhalda
FréttirPlastbarkamálið

Ekkja plast­barka­þeg­ans leit­ar enn rétt­læt­is í skugga nýrra rétt­ar­halda

Plast­barka­mál­inu svo­kall­aða er enn ekki lok­ið, langt í frá. Í næstu viku hefjast ný rétt­ar­höld yf­ir ít­alska skurð­lækn­in­um Pau­lo Macchi­ar­ini í Sví­þjóð. Eig­in­kona fyrsta plast­barka­þeg­ans í heim­in­um, Mehrawit Tefaslase, er einnig með ís­lenska lög­menn í vinnu til að skoða rétt­ar­stöðu sína.
Hrafnhildur hafnar niðurstöðu sálfræðinga um einelti
FréttirRannsókn á einelti í Menntasjóði

Hrafn­hild­ur hafn­ar nið­ur­stöðu sál­fræð­inga um einelti

Hrafn­hild­ur Ásta Þor­valds­dótt­ir, fram­kvæmda­stjóri Mennta­sjóðs náms­manna, hafn­ar því að hún hafi beitt starfs­mann einelti. Sál­fræðifyr­ir­tæki sem rann­sak­aði mál­ið komst að þess­ari nið­ur­stöðu og rann­sak­ar ráðu­neyti há­skóla­mála það nú áfram. Fram­kvæmda­stjór­inn seg­ir að hún muni ekki tjá sig frek­ar um efn­is­at­riði máls­ins með­an það er í ferli.
Rannsakar stjórnunarhætti Hrafnhildar í Menntasjóði
FréttirRannsókn á einelti í Menntasjóði

Rann­sak­ar stjórn­un­ar­hætti Hrafn­hild­ar í Mennta­sjóði

Ásak­an­ir um meint einelti í Mennta­sjóði náms­manna eru nú til rann­sókn­ar. Rann­sókn­in bein­ist að stjórn­ar­hátt­um Hrafn­hild­ar Ástu Þor­valds­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra stofn­un­ar­inn­ar, og hef­ur ráðu­neyt­ið leit­að til ut­an­að­kom­andi ráð­gjafa. Sam­bæri­legt mál kom upp þeg­ar Hrafn­hild­ur Ásta var skrif­stofu­stjóri í um­hverf­is­ráðu­neyt­inu ár­ið 2013 og hlaut hún fyr­ir áminn­ingu sem var aft­ur­köll­uð skömmu áð­ur en hún var ráð­in fram­kvæmda­stjóri sjóðs­ins.
Ásmundur Einar skráði ekki hús sem hann leigir út á 400 þúsund á mánuði í hagsmunaskrá
Fréttir

Ásmund­ur Ein­ar skráði ekki hús sem hann leig­ir út á 400 þús­und á mán­uði í hags­muna­skrá

Ásmund­ur Ein­ar Daða­son, mennta- og barna­mála­ráð­herra, seg­ir að það hafi ver­ið mis­tök að hús sem hann á í Borg­ar­nesi hafi ekki ver­ið skráð í hags­muna­skrá. Ráð­herr­ann og eig­in­kona hans hafa leigt hús­ið út fyr­ir 400 þús­und á mán­uði síð­ast­lið­ið ár. Sam­kvæmt regl­um um hags­muna­skrán­ingu eiga þing­menn að til­greina fast­eign­ir sem þeir búa ekki í hags­muna­skrán­ingu sem og tekj­ur sem þeir hafa af þeim.
Eigandi Arctic Fish segir aukna skatta minnka líkur á sjálfbærara laxeldi
FréttirLaxeldi

Eig­andi Arctic Fish seg­ir aukna skatta minnka lík­ur á sjálf­bær­ara lax­eldi

For­stjóri stærsta eig­anda Arctic Fish á Ísa­firði, Iv­an Vind­heim, seg­ir að auk­in gjald­taka á lax­eld­is­iðn­að­inn komi í veg fyr­ir þró­un á sjálf­bær­ari lausn­um en sjóa­kvía­eldi. Hagn­að­ur fyr­ir­tæk­is­ins sem hann stýr­ir, MOWI, sem er stærsta lax­eld­is­fyr­ir­tæki og einn stærsti hags­muna­að­ili í lax­eldi á Ís­landi, jókst um 64 pró­sent í fyrra og nam nærri 40 millj­örð­um.
Dramatísk saga Lárusar komin í hring í Stoðum
SkýringEftirmál bankahrunsins

Drama­tísk saga Lárus­ar kom­in í hring í Stoð­um

Lár­us Weld­ing, fyrr­ver­andi banka­stjóri Glitn­is, er orð­inn að rekstr­ar­stjóra eins öfl­ug­asta fjár­fest­ing­ar­fé­lags lands­ins, Stoða hf. Þar hitt­ir hann fyr­ir for­stjór­ann Jón Sig­urðs­son sem Lár­us seg­ir að hafi ver­ið lyk­il­mað­ur í því að ráða hann til Glitn­is þar sem FL Group, sem í dag heit­ir Stoð­ir, var stærsti hlut­hafi Glitn­is. Báð­ir urðu þeir lands­þekkt­ir í góðær­inu á Ís­landi en saga þeirra eft­ir hrun er af­ar ólík þar sem Lár­us háði bar­áttu í dóms­kerf­inu vegna efna­hags­brota á með­an Jón sigldi lygn­ari sjó.
Mótmælir skorðum á erlendu eignarhaldi og samþjöppun kvóta í laxeldi
FréttirLaxeldi

Mót­mæl­ir skorð­um á er­lendu eign­ar­haldi og sam­þjöpp­un kvóta í lax­eldi

Lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Arn­ar­lax mót­mæl­ir hug­mynd­um að reyna að tak­marka eign­ar­hald er­lendra fyr­ir­tækja í ís­lensku lax­eldi. Arn­ar­lax vill held­ur ekki að skorð­ur verði sett­ar á sam­þjöpp­un kvóta­leyfa í lax­eldi. Þetta kem­ur fram í um­sögn fyr­ir­tæk­is­ins um þings­álykt­un­ar­til­lögu sem Arn­ar­lax sendi frá sér fyr­ir helgi.
Þingmaður spyr Katrínu um eftirlit með kínversku rannsóknarmiðstöðinni
FréttirKína og Ísland

Þing­mað­ur spyr Katrínu um eft­ir­lit með kín­versku rann­sókn­ar­mið­stöð­inni

Andrés Ingi Jóns­son, þing­mað­ur Pírata, hef­ur spurt Katrínu Jak­obs­dótt­ur for­sæt­is­ráð­herra spurn­inga um kín­versku rann­sókn­ar­mið­stöð­ina á Kár­hóli í Þing­eyj­ar­sýslu. NATO og ná­granna­ríki Ís­lands hafa lýst yf­ir áhyggj­um af starf­semi rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar­inn­ar vegna mögu­legra áhrifa á þjóðarör­yggi. Ís­lensk stjórn­völd hafa haft litla yf­ir­sýn yf­ir starf­semi rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar­inn­ar.
Þess vegna eru Svíar alltaf að skamma mann
Ingi Freyr Vilhjálmsson
Pistill

Ingi Freyr Vilhjálmsson

Þess vegna eru Sví­ar alltaf að skamma mann

Sví­ar eru þekkt­ir fyr­ir mikla reglu­festu og ná­kvæmni í lífi sínu og störf­um. Þeir vilja vita hvaða regl­ur gilda í ólík­um að­stæð­um í líf­inu og hvernig þeir eiga að hegða sér. Einn af þekkt­ari blaða­mönn­um Dagens Nyheter, Magda­lena Ribb­ing, hélt úti dálki í blað­inu í ára­tugi þar sem hún sagði fólki hvernig það ætti að hegða sér. Hvernig er það fyr­ir fólk frá öðr­um lönd­um að koma inn í þessa menn­ingu þar sem allt er bund­ið af skráð­um og óskráð­um regl­um sem út­lend­ing­ur­inn þekk­ir ekki?
Önnur ríki hafa áhyggjur af norðurljósamiðstöð Kína á Íslandi
FréttirKína og Ísland

Önn­ur ríki hafa áhyggj­ur af norð­ur­ljósamið­stöð Kína á Ís­landi

Sér­fræð­ing­ar í þjóðarör­ygg­is­mál­um fjalla um norð­ur­ljós­a­rann­sókn­ar­mið­stöð Kína á Kár­hóli í rit­gerð. Einn af höf­und­un­um, Greg­ory Falco, seg­ir að stað­setn­ing rann­sókn­ar­mið­stöðv­ar­inn­ar á Ís­landi sé of mik­il til­vilj­un í hans huga. NATO og önn­ur ríki á norð­ur­hveli jarð­ar hafa áhyggj­ur af því að Kína stundi eft­ir­lit og njósn­ir á Ís­landi í gegn­um mið­stöð­ina.

Mest lesið undanfarið ár