Helgi Seljan

Rannsóknaritstjóri

Íslensk stjórnvöld „verða að hætta mannréttindabrotum“
Fréttir

Ís­lensk stjórn­völd „verða að hætta mann­rétt­inda­brot­um“

Ís­lensk stjórn­völd þver­brjóta al­þjóða­lög og mann­rétt­indi með því að vista meiri­hluta gæslu­varð­halds­fanga í ein­angr­un. Þetta segja mann­rétt­inda­sam­tök­in Am­nesty In­ternati­onal í nýrri skýrslu. Ís­lenska dóms­mála­ráðu­neyt­ið full­yrti að ein­angr­un væri ein­ung­is sam­þykkt af dómur­um í ítr­ustu neyð og að upp­fyllt­um ströng­um skil­yrð­um. Á tveggja ára tíma­bili höfn­uðu dóm­ar­ar fjór­um beiðn­um lög­reglu en sam­þykktu rúm­lega þrjú hundruð.
„Nú fæ ég annan séns“ - Elísabet Jökuls fagnar nýju ári með nýju nýra
Viðtal

„Nú fæ ég ann­an séns“ - Elísa­bet Jök­uls fagn­ar nýju ári með nýju nýra

Eft­ir ára­langa þraut­ar­göngu Elísa­bet­ar Jök­uls­dótt­ur um heil­brigðis­kerf­ið, sem kostaði hana nærri líf­ið, gekkst hún und­ir nýrn­aígræðslu á þrett­ánd­an­um. Að­gerð­in gekk vel og nýr­að, sem ku fyrsta flokks, starfar vel. Elísa­bet er þakk­lát og sæl með að­gerð­ina. Unn­ur, syst­ir henn­ar, les fyr­ir hana milli lækna­heim­sókna.
Mata-veldið: Skattaundanskot og samkeppnisbrot í skjóli ríkisins
Úttekt

Mata-veld­ið: Skattaund­an­skot og sam­keppn­is­brot í skjóli rík­is­ins

Mata-systkin­in og fyr­ir­tæki þeirra hafa ít­rek­að ver­ið gerð aft­ur­reka með við­skiptaflétt­ur sem fólu í sér að koma mörg hundruð millj­óna hagn­aði und­an skatti. Á sama tíma og fyr­ir­tæki fjöl­skyld­unn­ar byggja hagn­að sinn á sölu mat­væla und­ir toll­vernd, hafa þau greitt há­ar sekt­ir fyr­ir sam­keppn­is­brot og lagst í ómælda vinnu við að kom­ast und­an því að greiða skatta hér á landi, með við­skiptaflétt­um í gegn­um þekkt skatta­skjól.
Íslandsvinurinn og pullurnar í Phala-Phala
Fréttir

Ís­lands­vin­ur­inn og pull­urn­ar í Phala-Phala

Cyr­il Ramap­hosa, for­seti Suð­ur-Afr­íku, er í veru­lega slæm­um mál­um vegna ásak­ana um að hann hafi mis­beitt valdi sínu í tengsl­um við inn­brot á bú­garð hans. Ramap­hosa, sem var kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands til fjölda ára, varð fyr­ir því að reiðu­fé að and­virði hálfs millj­arðs króna, var stol­ið í inn­brot­inu. Pen­ing­arn­ir voru geymd­ir und­ir sófa­pull­um.
Ólígarkinn okkar fastagestur í einkaþotum einræðisherrans
AfhjúpunÓlígarkinn okkar

Ólíg­ark­inn okk­ar fasta­gest­ur í einka­þot­um ein­ræð­is­herr­ans

Al­ex­and­er Mos­hen­sky, kjör­ræð­is­mað­ur Ís­lands í Hvíta-Rússlandi, hef­ur flog­ið hátt í þrjá­tíu sinn­um með einka­þot­um ein­ræð­is­stjórn­ar Lukashen­ko á síð­ast­liðn­um ára­tug, sam­kvæmt gögn­um sem lek­ið var ný­lega. Ein­göngu fjöl­skylda og nán­ustu banda­menn Al­eks­and­ers Lukashen­ko nota þot­urn­ar. Bæði þot­urn­ar og flest­ir far­þega henn­ar hafa ver­ið sett í ferða­bann um Evr­ópu og Norð­ur-Am­er­íku.
Íslandsvinkona svo gott sem orðin forseti Namibíu
FréttirSamherjaskjölin

Ís­lands­vin­kona svo gott sem orð­in for­seti Namib­íu

Net­um­bo Nandi-Ndaitwah, ut­an­rík­is­ráð­herra Namib­íu, sem kom hing­að til lands í júní og ræddi Sam­herja­mál­ið við ís­lenska ráð­herra og að­stoð­ar­mann eins þeirra, er nú svo gott sem bú­in að tryggja sér for­seta­embætt­ið í Namib­íu. Hún var í morg­un kjör­in arftaki for­manns flokks­ins, sitj­andi for­seta sem hyggst setj­ast í helg­an stein. Flokk­ur­inn nýt­ur slíks yf­ir­burð­ar­fylg­is að inn­an­flokks­kosn­ing­in er sögð raun­veru­legt for­seta­kjör.
Heilbrigðiseftirlitið vissi víst af ólöglegri plasturðun við Skálholt
RannsóknPlastið fundið

Heil­brigðis­eft­ir­lit­ið vissi víst af ólög­legri plast­urð­un við Skál­holt

Heil­brigðis­eft­ir­lit Suð­ur­lands vissi í meira en þrjú ár af lög­brot­um end­ur­vinnnslu­fyr­ir­tæk­is­ins Terra án þess að að­haf­ast neitt í mál­inu. Fram­kvæmda­stjóri eft­ir­lits­ins fékk sjálf senda ábend­ingu um mál­ið en sagð­ist þrem­ur ár­um seinna aldrei hafa heyrt af því áð­ur. Hún seg­ir ekki ástæðu til að beita við­ur­lög­um gegn fyr­ir­tæk­inu.
Eftirlitsnefnd gagnrýnir lögreglu: Verklagsreglum verði breytt
Fréttir

Eft­ir­lits­nefnd gagn­rýn­ir lög­reglu: Verklags­regl­um verði breytt

Nefnd um eft­ir­lit með störf­um lög­reglu gagn­rýn­ir lög­reglu fyr­ir að tefla Sig­ur­laugu Hreins­dótt­ur fram á blaða­manna­fundi lög­reglu á með­an dótt­ur henn­ar var leit­að ár­ið 2017. Hálfu ári eft­ir ákvörð­un nefnd­ar­inn­ar, þar sem beint er tvenn­um til­mæl­um til Rík­is­lög­reglu­stjóra um end­ur­skoð­un verklags­reglna, hafði rík­is­lög­reglu­stjóri enn ekki kynnt sér ákvörð­un­ina. „Sjokk­er­andi“ seg­ir Sig­ur­laug.
Hæstiréttur hefur lagt refsilínuna vegna mútubrota
FréttirSamherjaskjölin í 1001 nótt

Hæstirétt­ur hef­ur lagt refsilín­una vegna mútu­brota

Hæstirétt­ur hef­ur tek­ið af all­an vafa um að jafn ólög­legt sé að greiða mút­ur og það er að taka við þeim. Dóm­ur yf­ir starfs­manni Isa­via sýn­ir þetta að sögn hér­aðssak­sókn­ara. Þrjú mútu­mál komu til kasta yf­ir­valda hér á landi á jafn mörg­um ár­um frá 2018. Fram að því hafði tvisvar fall­ið dóm­ur í slíku máli.

Mest lesið undanfarið ár