Gunnar Hrafn Jónsson

Komið að skuldadögum fyrir Trump?
Greining

Kom­ið að skulda­dög­um fyr­ir Trump?

Öll spjót standa á Don­ald Trump Banda­ríkja­for­seta nú þeg­ar þing­ið hef­ur haf­ið rann­sókn á hvort hann hafi gerst brot­leg­ur í starfi. Ljóst er að meiri­hluti er fyr­ir því í full­trúa­deild þings­ins að ákæra for­set­ann, enda virð­ist borð­leggj­andi mál að hann mis­not­aði embætti sitt til að þrýsta á stjórn­völd í Úkraínu að rann­saka Joe Biden, sinn helsta stjórn­mála­and­stæð­ing. Um leið sæt­ir Ru­dy Guili­ani, einka­lög­fræð­ing­ur Trumps, sjálf­ur saka­mál­a­rann­sókn og tveir dul­ar­full­ir að­stoð­ar­menn hans hafa ver­ið hand­tekn­ir fyr­ir að bera er­lent fé á for­set­ann.
Fólkið sem hatar Gretu
GreiningLoftslagsbreytingar

Fólk­ið sem hat­ar Gretu

Hin 16 ára Greta Thun­berg hef­ur ver­ið á milli tann­anna á fólki síð­an hún byrj­aði ný­lega að vekja heims­at­hygli fyr­ir bar­áttu sína á sviði um­hverf­is­mála. Hóp­ar og ein­stak­ling­ar, sem af­neita lofts­lags­vís­ind­um, hafa veist harka­lega að henni á op­in­ber­um vett­vangi. Barna­hjálp Sam­ein­uðu þjóð­anna á Ís­landi sá sig knúna til að vara sér­stak­lega við orð­ræð­unni í garð Gretu.
Fortíð og framtíð ISIS
Erlent

For­tíð og fram­tíð IS­IS

Abu Bak­ar al Bag­hda­di, leið­togi og stofn­andi ein­hverra hrotta­leg­ustu hryðju­verka­sam­taka heims, er sagð­ur hafa end­að daga sína skríð­andi á hnján­um í jarð­göng­um með gelt­andi hunda á hæl­un­um. Það var Banda­ríkja­her sem elti hann uppi á landa­mær­um Sýr­lands og Tyrk­lands en kald­hæðni þess er sú að það var að­eins vegna þeirra eig­in mistaka á sín­um tíma sem Bag­hda­di átti mögu­leika á að mynda sam­tök­in sem við þekkj­um sem IS­IS. Hvað ger­ist nú, þeg­ar hann er fall­inn?
Vefbannið mikla í Kasmír
Erlent

Vef­bann­ið mikla í Kasmír

Íbú­ar á yf­ir­ráða­svæði Ind­verja í Kasmír hafa ver­ið úr öll­um tengsl­um við um­heim­inn síð­an í byrj­un ág­úst þeg­ar stjórn­völd lok­uðu fyr­ir in­ter­netað­gang, stöðv­uðu sjón­varps­út­send­ing­ar, sendu inn fjölda her­sveita til að fram­fylgja út­göngu­banni og hand­tóku þús­und­ir stjórn­ar­and­stæð­inga. Að­skiln­að­ar­sinn­ar segja gróf mann­rétt­inda­brot eiga sér stað í þessu svart­holi upp­lýs­inga og kjarn­orku­veld­ið Pak­ist­an gæti dreg­ist inn í átök vegna að­gerða Ind­verja.
Ég um mig frá mér til mín
Erlent

Ég um mig frá mér til mín

Rík­is­stjórn Don­alds Trump Banda­ríkja­for­seta hef­ur sagt hefð­bund­inni al­þjóða­sam­vinnu stríð á hend­ur. Tak­mark stjórn­valda í Washingt­on virð­ist vera að gera út af við stofn­an­ir og sátt­mála sem hafa ver­ið grund­völl­ur al­þjóð­legs sam­starfs ára­tug­um sam­an og mynda grunn al­þjóða­sam­fé­lags­ins eins og við þekkj­um það. Óvissa og óstöð­ug­leiki eru óhjá­kvæmi­leg­ar af­leið­ing­ar að mati fræðimanna og mann­rétt­indi munu eiga und­ir högg að sækja.
Fína fólkið, barnaníð og samsæri
Erlent

Fína fólk­ið, barn­aníð og sam­særi

Jef­frey Ep­stein fannst lát­inn í fanga­klefa á dög­un­um og fjöldi sam­særis­kenn­inga er á lofti um dauða hans. Sak­sókn­ar­inn, sem lét hann sleppa með 13 mán­aða dóm ár­ið 2008 fyr­ir að níð­ast á barn­ung­um stúlk­um í árarað­ir, hef­ur sagt af sér sem ráð­herra í rík­is­stjórn Trump. Í kjöl­far and­láts­ins hef­ur FBI gert hús­leit á heim­ili hans og ekki er úti­lok­að að lagt hafi ver­ið hald á gögn sem gefi til­efni til frek­ari rann­sókna, en hátt sett­ir menn liggja und­ir grun.
Eitt Kína, margar mótsagnir
Úttekt

Eitt Kína, marg­ar mót­sagn­ir

Mót­mæl­in í Hong Kong hafa vak­ið heims­at­hygli þar sem mót­mæl­end­ur storka leið­tog­um í stærsta og vold­ug­asta al­ræð­is­ríki heims. Til­efni mót­mæl­anna eru lög sem ótt­ast er að færi stjórn­völd­um í Pekíng meira vald yf­ir dóm­stól­um í Hong Kong. And­óf þar á sér hins veg­ar langa sögu og helsta upp­spretta óánægju í dag er ekki síð­ur efna­hags­leg en póli­tísk að mati margra frétta­skýrenda. Gjá hef­ur mynd­ast á milli þess­ara tveggja þjóða sem búa að nafn­inu til í sama ríki en líta hvor­ir aðra horn­auga.
Klám, sóðaskapur og annað vinsælt skemmtiefni
Erlent

Klám, sóða­skap­ur og ann­að vin­sælt skemmti­efni

Fyr­ir­tæk­ið sem rek­ur klám­síð­una Porn­hub er risa­vax­ið fyr­ir­bæri sem teyg­ir anga sína um all­an heim og velt­ir millj­örð­um. Í krafti auðæfa og sam­fé­lags­breyt­inga hef­ur það gjör­breytt ásýnd klámiðn­að­ar­ins á skömm­um tíma og get­ið sér gott orð fyr­ir fram­lög til góð­gerð­ar­mála en ekki eru all­ir sam­mála um ágæti þeirr­ar þró­un­ar eða hvað hún kann að kosta.

Mest lesið undanfarið ár