Gunnar Hrafn Jónsson

Engin tveggja ríkja lausn?
Erlent

Eng­in tveggja ríkja lausn?

All­ar til­raun­ir til að stilla til frið­ar fyr­ir botni Mið­jarð­ar­hafs síð­ustu ára­tugi hafa gert ráð fyr­ir stofn­un sjálf­stæðs rík­is Palestínu­manna á Vest­ur­bakk­an­um og Gaza en þær til­raun­ir hafa líka all­ar mistek­ist hrap­al­lega. Ísra­el­ar hafa með skipu­lögð­um hætti graf­ið und­an öll­um grund­velli fyr­ir slíku ríki en sum­ir fræði­menn telja víst að með því hafi þeir um leið gert út af við fram­tíð Ísra­els sem ríki Gyð­inga.
Enginn veit hvað átt hefur
Erlent

Eng­inn veit hvað átt hef­ur

Það var mörg­um áfall þeg­ar frétt­ir bár­ust af því um all­an heim að Notre Dame-kirkj­an í Par­ís stæði í ljós­um log­um. Til stend­ur að safna fyr­ir end­ur­bygg­ingu henn­ar en ljóst er að gríð­ar­leg menn­ing­ar­verð­mæti glöt­uð­ust að ei­lífu í brun­an­um. Þetta er þó því mið­ur ekki í fyrsta og senni­lega ekki síð­asta sinn sem mann­kyn­ið tap­ar stór­um og mik­il­væg­um hluta af menn­ing­ar­arfi sín­um á einu bretti.
Lánabækur, lekar og leynikisur
Úttekt

Lána­bæk­ur, lek­ar og leynikis­ur

Ju­li­an Assange og Wiki­leaks eru aft­ur í heims­frétt­un­um en á dög­un­um var stofn­andi leka­síð­unn­ar hand­tek­inn í sendi­ráði Ekvador í Lund­ún­um eft­ir sjö ára langt umsát­ur lög­reglu. Gef­in hef­ur ver­ið út ákæra á hend­ur hon­um í Banda­ríkj­un­um fyr­ir að birta leyniskjöl og fram­tíð hans er óráð­in. Assange og Wiki­leaks hafa haft sterk­ar teng­ing­ar við Ís­land frá því áð­ur en flest­ir heyrðu þeirra get­ið á heimsvísu.
Uppáhaldsdóp Hitlers flæðir um allt
Erlent

Upp­á­halds­dóp Hitlers flæð­ir um allt

Lyfjaris­inn Pur­due Pharma sam­þykkti á dög­un­um að greiða meira en 32 millj­arða ís­lenskra króna í skaða­bæt­ur vegna þess mikla fjölda sem hef­ur orð­ið háð­ur OxyCont­in og skyld­um lyfj­um í rík­inu Okla­homa. Fleiri mál­sókn­ir eru í und­ir­bún­ingi en fyr­ir­tæk­inu er kennt um fíknifar­ald­ur sem hef­ur dreg­ið meira en 200 þús­und Banda­ríkja­menn til dauða og teyg­ir nú anga sína til Ís­lands.
Að rita nafn sitt með blóði
Úttekt

Að rita nafn sitt með blóði

28 ára gam­all Ástr­ali réðst á dög­un­um inn í tvær mosk­ur í Nýja-Sjálandi og skaut 50 manns til bana af póli­tísk­um ástæð­um um leið og hann streymdi mynd­um af hörm­ung­un­um á sam­fé­lags­miðl­um. Mað­ur­inn lít­ur sjálf­ur á sig sem hluta af vest­rænni hefð sem þurfi að verja með of­beldi. Voða­verk­um hans var fagn­að víða um heim, með­al ann­ars í at­huga­semda­kerf­um ís­lenskra fjöl­miðla.
Krónprins bin Ladens
Erlent

Krón­prins bin Ladens

Banda­rísk yf­ir­völd hafa heit­ið einni millj­ón doll­ara í fund­ar­laun fyr­ir upp­lýs­ing­ar um dval­ar­stað Hamza bin Laden en hann er son­ur og arftaki hryðju­verka­leið­tog­ans Osama bin Laden. Ótt­ast er að hann sé að end­ur­skipu­leggja og efla al Kaída-sam­tök­in á ný en Hamza á að baki erf­iða og skraut­lega æsku sem mark­að­ist mjög af blóð­þorsta föð­ur hans og stað­festu móð­ur hans.
Flýja aftur yfir til Norður-Kóreu
Erlent

Flýja aft­ur yf­ir til Norð­ur-Kór­eu

Meira en þrjá­tíu þús­und flótta­menn frá Norð­ur-Kór­eu búa í Suð­ur-Kór­eu í dag, eft­ir að hafa skil­ið fjöl­skyld­ur sín­ar eft­ir og lagt sjálft líf­ið í söl­urn­ar til að flýja fá­tækt og ógn­ar­stjórn. Líf­ið í hinum „frjálsa heimi“ kapí­tal­ism­ans reyn­ist þó oft erf­ið­ara en þá grun­aði og nú er svo kom­ið að vax­andi hóp­ur flótta­manna berst fyr­ir því að fá að snúa aft­ur til Norð­ur-Kór­eu.

Mest lesið undanfarið ár