Georg Gylfason

Blaðamaður

Fjölskyldan frá Gaza er á leið til landsins
FréttirFöst á Gaza

Fjöl­skyld­an frá Gaza er á leið til lands­ins

Móð­ir og þrír dreng­ir henn­ar sem set­ið hafa föst á Gaza, þrátt fyr­ir að vera með dval­ar­leyfi á Ís­landi, eru nú á leið til lands­ins. Með í för eru rit­höf­und­arn­ir Krist­ín Ei­ríks­dótt­ir og Berg­þóra Snæ­björns­dótt­ir auk Maríu Lilju Þrast­ar­dótt­ur fjöl­miðla­konu. Ís­lensku kon­urn­ar þrjár hafa und­an­farna viku unn­ið að því að hjálpa mæðg­in­un­um kom­ast frá átaka­svæð­inu og til fjöl­skyldu­föð­ur­ins sem býr á Ís­landi.
Myndband: Vinnuvélar í kappi við glóandi hraun
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Mynd­band: Vinnu­vél­ar í kappi við gló­andi hraun

Í mynd­skeiði sem ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar tók fyrr í dag má sjá verk­taka í kapp­hlaupi við tím­ann að fylla upp í skarð í varn­ar­garð­in­um sem um­lyk­ur virkj­ana­svæði HS Orku og Bláa lón­ið. Í mynd­band­inu sést í gröf­ur og jarð­ýt­ur færa laus­an jarð­veg yf­ir skarð­ið sem ligg­ur við Norð­ur­ljósa­veg, skammt frá flæð­andi hraun­inu.
Sjáið stofnæðina fuðra upp í hrauninu
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Sjá­ið stof­næð­ina fuðra upp í hraun­inu

Mynd­band sem ljós­mynd­ari Heim­ild­ar­inn­ar tók í dag sýn­ir glöggt eyði­legg­ing­ar­mátt hraun­flæð­is­ins þeg­ar það fór yf­ir heita vatns­lögn HS-Veitna. Ekk­ert heitt vatn er þvi á Reykja­nes­inu. Al­manna­varn­ir lýstu fyr­ir skömmu yf­ir neyð­ar­ástandi og biðla til íbúa að tak­marka notk­un sína á því litla magni af heitu vatni sem eft­ir er í miðl­un­ar­tönk­um
Reykjanesbær lokar sundlaugum og biðlar til íbúa að draga úr rafmagnsnotkun
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Reykja­nes­bær lok­ar sund­laug­um og biðl­ar til íbúa að draga úr raf­magns­notk­un

Erf­ið staða er kom­in upp í ýms­um bæj­um og byggð­ar­lög­um á Reykja­nes­inu eft­ir að heita­vatns­lögn HS Veitna rofn­aði eft­ir að hraun flæddi yf­ir leiðsl­una. Svið­stjóri um­hverf­is- og fram­kvæmda­sviðs Reykja­nes­bæj­ar seg­ir að bú­ið sé að loka sund­laug­um og skrúfa fyr­ir alla óþarfa heita­vatns­notk­un. Þá sé byrj­að að ræða hugs­an­lega flutn­inga á fólki frá hjúkr­un­ar­heim­il­um.
Ríkið greiðir niður vexti og verðbætur á lánum lífeyrissjóðanna
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Rík­ið greið­ir nið­ur vexti og verð­bæt­ur á lán­um líf­eyr­is­sjóð­anna

Fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra hef­ur und­ir­rit­að sam­komu­lag við tólf líf­eyr­is­sjóði um hús­næð­is­lán sjóð­anna til ein­stak­linga í Grinda­vík. Sam­kvæmt sam­komu­lag­inu mun rík­is­sjóð­ur greiða vexti og verð­bæt­ur sem leggj­ast á líf­eyr­is­sjóðslán Grind­vík­inga frá des­em­ber 2023 til maí 2024.
Lagt til að ósáttir flugfarþegar greiði Samgöngustofu 5.000 króna málskotsgjald
FréttirNeytendamál

Lagt til að ósátt­ir flug­far­þeg­ar greiði Sam­göngu­stofu 5.000 króna mál­skots­gjald

Drög að nýrri reglu­gerð um rétt­indi flug­far­þega fóru ný­ver­ið í sam­ráðs­gátt. Sam­kvæmt drög­un­um er lagt til að kvart­end­ur greiði Sam­göngu­stöfu 5.000 króna gjald fyr­ir máls­með­ferð í ágrein­ings­mál­um sem skot­ið er til stofn­un­ar­inn­ar. Þá kveð­ur ný reglu­gerð á um að Sam­göngu­stofa muni fram­veg­is ekki taka við er­ind­um vegna skemmds eða glat­aðs far­ang­urs.
Lögreglan mælir aukna ógn á hryðjuverkum í nýju áhættumati
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an mæl­ir aukna ógn á hryðju­verk­um í nýju áhættumati

Grein­ing­ar­deild rík­is­lög­reglu­stjóra kynnti fyr­ir skömmu til sög­unn­ar nýtt áhættumat sem legg­ur mat á ógn sem staf­ar af hryðju­verk­um hér á landi. Sam­kvæmt nýju áhættumati er hættu­stig­ið hér á landi met­ið á þriðja stigi af fimm sem þýð­ir að til stað­ar sé ásetn­ing­ur og geta til þess að skipu­leggja hryðju­verk hér á landi.
Fjölskylda frá Grindavík bregður búi í sjöunda sinn
FréttirJarðhræringar við Grindavík

Fjöl­skylda frá Grinda­vík bregð­ur búi í sjö­unda sinn

Ró­bert Paul Scala og fimm manna fjöl­skylda hans flutti ný­ver­ið úr Airbnb-íbúð í Njarð­vík sem fjöl­skyld­an hef­ur bú­ið í um þrjár vik­ur. Þetta er í sjö­unda sinn sem að fjöl­skyld­an neyð­ist til þess að flytja og mik­il óvissa rík­ir um það hvert fjöl­skyld­an muni halda næst. Ró­bert sagð­ist eng­in svör hafa feng­ið frá Bríeti leigu­fé­lagi um hugs­an­legt hús­næði fyr­ir sig og fjöl­skyldu sína
Myndband sýnir lögreglu bera tvo unglinga í svartan sendiferðabíl
FréttirFlóttamenn

Mynd­band sýn­ir lög­reglu bera tvo ung­linga í svart­an sendi­ferða­bíl

Mynd­band sem sýn­ir lög­reglu hand­taka tvo drengi á ung­lings­aldri á mót­mæl­un­um við Al­þing­is­hús­ið hef­ur far­ið í dreif­ingu á sam­fé­lags­miðl­um. Nem­end­ur frá Haga­skóla í Vest­ur­bæ fjöl­menntu fyr­ir skömmu á Aust­ur­velli þar sem stefnu rík­is­ins gagn­vart fjöl­skyldusam­ein­ingu palestínskra flótta­manna var mót­mælt. Mót­mæl­in voru að mestu leyti frið­sæl en lög­regl­an þurfti þó að hafa af­skipti af nokkr­um ung­menn­um sem höfðu kast­að eggj­um í þing­hús­ið
Fjársterkir einstaklingar og félög keyptu upp stóran hluta nýrra íbúða
FréttirNeytendamál

Fjár­sterk­ir ein­stak­ling­ar og fé­lög keyptu upp stór­an hluta nýrra íbúða

Sam­kvæmt töl­um frá Hús­næð­is- og mann­virkja­stofn­un fjölg­aði íbúð­um í eigu lög­að­ila og ein­stak­linga sem eiga fleiri en eina íbúð um 2.300 á síð­asta ári. Á sama tíma hef­ur fjölg­un íbúða í eigu ein­stak­linga sem að­eins eiga eina íbúð dreg­ist mik­ið sam­an und­an­far­in þrjú ár. Líta þarf aft­ur til árs­ins 2010 til þess að sjá sam­bæri­lega þró­un.
„Það er ágætis taktík bara að láta þá klóra augun úr hvoru öðru“
FréttirPressa

„Það er ágæt­is taktík bara að láta þá klóra aug­un úr hvoru öðru“

Í tí­unda þætti Pressu mættu al­manna­tengl­arn­ir Björg­vin Guð­munds­son og Andrés Jóns­son til þess að ræða þá sér­kenni­legu stöðu sem nú er uppi í stjórn­mál­um. Rík­is­stjórn­ar­sam­starf­ið virð­ist vera stirt og óljóst hvort að stjórn­inni tak­ist að koma sér sam­an um mörg að­kallandi póli­tísk stefnu­mál það sem eft­ir er kjör­tíma­bils. Á sama tíma hef­ur stjórn­ar­and­stað­an bætt við sig miklu fylgi í könn­un­um án þess þó að þurfa blanda sér mik­ið í erf­iða um­ræðu.
Sigurður Ingi sker upp herör gegn lóðabraski
FréttirNeytendamál

Sig­urð­ur Ingi sker upp her­ör gegn lóða­braski

Sig­urð­ur Ingi Jó­hann­es­son inn­viða­ráð­herra til­kynnti nú fyr­ir skömmu á Face­book-síðu sinni að hann hafi mælt fyr­ir frum­varpi sem fel­ur í sér hvata fyr­ir lóð­ar­hafa til að hefja upp­bygg­ingu á íbúð­ar­hús­næði án tafa eins og deili­skipu­lag ger­ir ráð fyr­ir. Til­gang­ur frum­varps­ins er með­al ann­ars sá að draga úr lóða­braski sem Sig­urð­ur Ingi lýsti sem „ófor­svar­an­legu at­hæfi“
Ellefu þúsund tonn af kjúklingi í kjötborðum landsmanna árið 2023
Fréttir

Ell­efu þús­und tonn af kjúk­lingi í kjöt­borð­um lands­manna ár­ið 2023

Inn­flutn­ing­ur á kjöti jókst um 17 pró­sent ár­ið 2023 og nær sú aukn­ing yf­ir all­ar helstu kjöt teg­und­ir. Lang mest var flutt inn af ali­fugla­kjöti, sem er að­al­lega kjúk­ling­ur. Í ljósi þess að inn­lend fram­leiðsla á því hef­ur auk­ist mik­ið und­an­far­in ár og tek­ið fram úr fram­leiðslu á kinda­kjöti má því með sanni segja að Ís­lend­ing­ar séu sólgn­ir í kjúk­linga­kjöt sem aldrei fyrr.
Sigmundur Davíð súr yfir Smiðjunni – Hann vildi hús sem var teiknað 1916
Skýring

Sig­mund­ur Dav­íð súr yf­ir Smiðj­unni – Hann vildi hús sem var teikn­að 1916

Þing­menn Mið­flokks­ins eru sér­stak­lega ósátt­ir við nýtt skrif­stofu­hús­næði Al­þing­is. Formað­ur Mið­flokks­ins, Sig­mund­ur Dav­íð Gunn­laugs­son, seg­ir að bet­ur hefði far­ið ef hönn­un húss­ins hefði ver­ið í anda til­lögu sem hann lagði fyr­ir rík­is­stjórn­ina sín­um tíma sem for­sæt­is­ráð­herra. Hann lét gera jóla­kort með þeirri til­lögu í að­drag­anda jóla 2015.
Bjarni segir það Alþingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu
FréttirSalan á Íslandsbanka

Bjarni seg­ir það Al­þingi að kenna að hann hafi ekki gætt að hæfi sínu

Bjarni Bene­dikts­son, fyrr­ver­andi fjár­mála- og efna­hags­ráð­herra, seg­ir að hann hafi gert ráð fyr­ir bless­un þings­ins á að ekki þyrfti að gæta að hæfi hans gagn­vart hverj­um og ein­um kaup­anda á Ís­lands­banka í mars 2022. Þing­inu hefði átt að vera aug­ljóst að ekki væri hægt að fylgja hæfis­regl­um í sölu­með­ferð­inni sem val­in var. Bjarni sat fyr­ir svör­um á opn­um fundi stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd­ar í dag.
Lögreglan segir að gildandi lög hafi heft rannsókn á meintum ISIS-liða
FréttirLögregla og valdstjórn

Lög­regl­an seg­ir að gild­andi lög hafi heft rann­sókn á meint­um IS­IS-liða

Þrír menn voru hand­tekn­ir 12. janú­ar síð­ast­lið­inn í um­fangs­mik­illi lög­reglu­að­gerð á Ak­ur­eyri. Tveim­ur var sleppt en sá þriðji, sem var grun­að­ur um að­ild að IS­IS-hryðju­verka­sam­tök­un­um, var send­ur úr landi ásamt fjöl­skyldu sinni. Lög­regla hef­ur lít­ið tjáð sig um mál­ið vegna rann­sókn­ar­hags­muna. Í svör­um lög­reglu við fyr­ir­spurn Heim­ild­ar­inn­ar er þess þó get­ið að lög­regla hafi ekki ver­ið heim­iilt að nota all­ar upp­lýs­ing­arn­ar sem var miðl­að til henn­ar við rann­sókn máls­ins vegna gild­andi lagaum­hverf­is.

Mest lesið undanfarið ár