Erla Hlynsdóttir

Veffréttastjóri

„Frábært að lifa lífinu eins og maður er“
ViðtalLíf með Downs

„Frá­bært að lifa líf­inu eins og mað­ur er“

Katla Sif Æg­is­dótt­ir hlaut gull­verð­laun í 50 metra skriðsundi á Special Olympics í sum­ar. Katla Sif, sem er 23 ára, býr hjá for­eldr­um sín­um en stefn­ir á að fara í sjálf­stæða bú­setu með vin­konu sinni fljót­lega. Henni finnst „dá­lít­ið hræði­legt“ að fóstr­um sé eytt ef lík­ur eru tald­ar á Downs- heil­kenni hjá barn­inu og hef­ur hún upp­lif­að for­dóma á eig­in skinni.
„Mikilvægast er að hann fær að vera með“
ViðtalLíf með Downs

„Mik­il­væg­ast er að hann fær að vera með“

Sól­ný Páls­dótt­ir seg­ir ekki hafa hvarfl­að að henni þeg­ar Hilm­ir Sveins­son son­ur henn­ar lá fyr­ir tólf ár­um í hi­ta­kassa á Land­spít­al­an­um að hann ætti eft­ir að verða fót­bolta- og körf­boltastrák­ur. Hún seg­ir mik­il­vægt að Hilm­ir hafi alltaf feng­ið að vera með í íþrótt­a­starf­inu í heima­bæ þeirra, Grinda­vík og í gegn­um íþrótt­irn­ar hafi hann eign­ast trausta vini.
„Fólk með Downs heilkenni getur lifað innihaldsríku lífi“
FréttirLíf með Downs

„Fólk með Downs heil­kenni get­ur lif­að inni­halds­ríku lífi“

Fyrr á þessu ári var tal­ið að síð­asta barn­ið með Downs-heil­kenni væri fætt á Ís­landi en þá hafði ekk­ert barn með heil­kenn­ið fæðst í rúm tvö ár. Síð­an þá hafa hins veg­ar tvær stúlk­ur fæðst með Downs-heil­kenni. Sér­fræð­ing­ar segja þrýst á verð­andi mæð­ur að fara í skiman­ir á með­göngu og að rang­hug­mynd­ir ríki um líf með aukalitn­ing­inn.
Athvarf frá öllu áreitinu - „Við vonum að þetta verði normið“
Fréttir

At­hvarf frá öllu áreit­inu - „Við von­um að þetta verði normið“

Lít­ið ljós, eyrnatapp­ar og mjúk­ir púð­ar er með­al þess sem finna má í skyn­rým­inu Svig­rúm sem sett var upp í Iðnó vegna Hinseg­in daga. Þar er hægt að finna at­hvarf frá mann­mergð og há­værri tónlist, og ein­fald­lega hlaða batte­rí­in. Mó­berg Or­dal von­ar að skyn­rými sem þetta sé fram­tíð­in þeg­ar kem­ur að að­geng­is­mál­um, líkt og tákn­mál­stúlk­ar og ramp­ar.
Ásmundur Einar ber af sér sakir - „Þess vegna steig ég út úr þessum átökum“
Fréttir

Ásmund­ur Ein­ar ber af sér sak­ir - „Þess vegna steig ég út úr þess­um átök­um“

Ásmund­ur Ein­ar Daða­son hef­ur rof­ið þögn­ina eft­ir um­fjöll­un fjöl­miðla um ásak­an­ir sem sett­ar eru fram á hend­ur hon­um í hlað­varp­inu Lömb­in þagna ekki. Þar er hann með­al ann­ars sak­að­ur um inn­brot. Í yf­ir­lýs­ingu Ásmund­ar Ein­ars seg­ir hann þær fjöl­skyldu­deil­ur sem þarna er fjall­að um séu hon­um óvið­kom­andi og vek­ur at­hygli á að hann hafi aldrei ver­ið ákærð­ur fyr­ir neitt í þessu sam­hengi.
Saga barbídúkkunnar - Frá þýskri fylgdarkonu til Hollywood
Nærmynd

Saga barbídúkk­unn­ar - Frá þýskri fylgd­ar­konu til Hollywood

Barbie heit­ir fullu nafni Barbara Millicent Roberts og er alls ekki frá Mali­bu held­ur Wiscons­in. Hún fór út í geim áð­ur en Neil Armstrong steig fæti á Tungl­ið, keypti sér hús þeg­ar kon­ur í Banda­ríkj­un­um gátu ekki stofn­að banka­reikn­ing og bauð sig fram til for­seta lands­ins. Hér er allt sem þú viss­ir ekki að þú þyrft­ir að vita um vin­sæl­ustu dúkku heims.
„Rex Heuermann er djöfull sem gengur á meðal vor“ – Saksóknari segir þetta rétt að byrja
Greining

„Rex Heu­er­mann er djöf­ull sem geng­ur á með­al vor“ – Sak­sókn­ari seg­ir þetta rétt að byrja

Rex Heu­er­mann hef­ur ver­ið ákærð­ur fyr­ir að myrða þrjár kyn­lífs­verka­kon­ur og er sterk­lega grun­að­ur um morð á þeirri fjórðu. Lík­in af þeim voru þau fyrstu sem fund­ust á strönd í Long Is­land fyr­ir þrett­án ár­um en alls hafa fimmtán lík fund­ist þar og eng­inn veit hver kom þeim þar fyr­ir. Mál­ið hef­ur vak­ið mikla at­hygli hér­lend­is þar sem eig­in­kona Heu­er­mann er ís­lensk. Hér er sag­an öll.
Harmar að hafa sent fjölmiðlum kennitölu þolanda heimilisofbeldis
Fréttir

Harm­ar að hafa sent fjöl­miðl­um kenni­tölu þol­anda heim­il­isof­beld­is

Hér­aðs­dóm­ur Reykja­ness til­kynnti í morg­un um ör­ygg­is­brest til Per­sónu­vernd­ar eft­ir að blaða­mað­ur vakti at­hygli á því að hann hafði feng­ið ákæru­skjal í við­kvæmu saka­máli þar sem kennitala brota­þola hafði ekki ver­ið út­máð. Ekki er vit­að til að sam­bæri­legt at­vik hafi kom­ið upp áð­ur hjá dóm­stóln­um en verklags­regl­ur verða nú end­ur­skoð­að­ar. Per­sónu­vernd mun þó ekki taka mál­ið til skoð­un­ar þar sem það er ut­an valdsviðs henn­ar.
Átján leituðu til Stígamóta í fyrra eftir hópnauðgun
Fréttir

Átján leit­uðu til Stíga­móta í fyrra eft­ir hópnauðg­un

Fimmt­ung­ur kvenna sem leit­uðu til Stíga­móta í fyrra vegna nauðg­ana eða nauðg­un­ar­tilrauna greindu frá því að ger­andi hafi nýtt sér með­vit­und­ar­leysi sitt vegna áfeng­is og/eða lyfja. Einn karl­mað­ur greindi frá því sama. Sex­tán kon­ur og tveir karl­menn leit­uðu þang­að vegna hópnauðg­un­ar. Þetta kem­ur fram í árs­skýrslu Stíga­móta sem kom út í dag. Helm­ing­ur brota­þola nauðg­un­ar fraus eða fannst lík­am­inn lam­ast.
Saka meirihlutann um „þöggunartilburði“ og „lítilsvirðingu“ við málefni heimilislausa
FréttirHeimilisleysi

Saka meiri­hlut­ann um „þögg­un­ar­til­burði“ og „lít­ilsvirð­ingu“ við mál­efni heim­il­is­lausa

Sam­fylk­ing­in gagn­rýndi meiri­hluta Sjálf­stæð­is­flokks og Fram­sókn­ar í Hafnar­firði þeg­ar kem­ur að mál­efn­um heim­il­is­lausra á síð­asta bæj­ar­ráðs­fundi. Beiðni fjöl­skyldu­ráðs um að­gang að verklags­regl­um um að­gengi fólks með lög­heim­ili í Hafnar­firði að neyð­ar­skýl­um í Reykja­vík var svar­að með óljósu minn­is­blaði. Enn er ósvar­að öll­um lyk­il­spurn­ing­um um hvernig það gat gerst að heim­il­is­laus­um manni var vís­að frá neyð­ar­skýli að kröf­um Hafn­ar­fjarð­ar­bæj­ar án þess að nokk­ur þar tæki á móti hon­um en hann svipti sig lífi í kjöl­far­ið.
Segja almannavarnir í hættu nema spilakassareglur verði samrýmdar
Fréttir

Segja al­manna­varn­ir í hættu nema spila­kassa­regl­ur verði sam­rýmd­ar

Tekj­ur Ís­lands­spila hafa minnk­að um 70% frá alda­mót­um. Stjórn fé­lags­ins rek­ur tekjutap­ið til þess að Happ­drætti Há­skóla Ís­lands hafi ár­ið 1999 neit­að að end­ur­nýja sam­komu­lag á spila­kassamark­aði um að hvor­ug­ur að­ili myndi stækka of mik­ið á kostn­að hins. Síð­an þá hafi hagn­að­ur HHÍ vax­ið mik­ið. Stjórn Ís­lands­spila seg­ir eig­end­ur sína, Rauða kross­inn og Slysa­varn­ar­fé­lag­ið Lands­björgu, ekki geta sinnt lög­bundnu hlut­verki sínu nema að­stöðumun­ur á spila­kassamark­aði sé leið­rétt­ur.
Hæsti vinningur hækkar úr 300 þúsundum í 5 milljónir
Greining

Hæsti vinn­ing­ur hækk­ar úr 300 þús­und­um í 5 millj­ón­ir

Ekk­ert ból­ar á inn­leið­ingu spila­korta til að koma í veg fyr­ir nafn­leysi og „falska vinn­inga“. Þrátt fyr­ir það hef­ur verk­efn­ið ver­ið á að­gerða­áætl­un rík­is­stjórn­ar­inn­ar gegn pen­inga­þvætti og fjár­mögn­un hryðju­verka síð­an Ís­land fór á gráa list­ann. Dóms­mála­ráðu­neyt­ið legg­ur nú hins veg­ar til breyt­ing­ar á reglu­gerð um spila­kassa Ís­lands­spila þar sem há­marks­vinn­ing­ur er hækk­að­ur úr 300 þús­und krón­ur í 5 millj­ón­ir. Virk­ur spilafík­ill vill hert að­gengi að spila­köss­um frek­ar en að banna þá.
Skaðleg karlmennska eykur þöggun um kynferðisbrot gegn drengjum
Skýring

Skað­leg karl­mennska eyk­ur þögg­un um kyn­ferð­is­brot gegn drengj­um

Skað­leg­ar hug­mynd­ir um karl­mennsku minnka lík­ur á að dreng­ir og karl­menn sem hafa orð­ið fyr­ir kyn­ferð­isof­beldi leiti sér hjálp­ar. Þetta eru rang­hug­mynd­ir á borð við að karl­menn eigi alltaf að vera til í kyn­líf, þeir séu þátt­tak­end­ur ef þeir örv­ast lík­am­lega við of­beld­ið og að þeir sem hafi ver­ið mis­not­að­ir muni mis­nota aðra. Á fimmta hundrað karl­menn hafa leit­að sér að­stoð­ar hjá Stíga­mót­um á síð­ustu tíu ár­um.

Mest lesið undanfarið ár