Framkvæmdastjóri Procar ákærður af héraðssaksóknara
Fréttir

Fram­kvæmda­stjóri Procar ákærð­ur af hér­aðssak­sókn­ara

Hér­aðssak­sókn­ari hef­ur gef­ið út ákæru á hend­ur Har­aldi Sveini Gunn­ars­syni, sem var fram­kvæmda­stjóri og meiri­hluta­eig­andi bíla­leig­unn­ar Procar, fyr­ir skjalafals. Ár­ið 2019 var greint frá því í Kveik á RÚV að bíla­leig­an hefði ár­um sam­an stund­að það að skrúfa til baka kíló­metra­stöðu not­aðra bíla­leigu­bíla áð­ur en þeir voru seld­ir.
Lítið í boði á Leigulistanum – eins og annars staðar
Fréttir

Lít­ið í boði á Leigulist­an­um – eins og ann­ars stað­ar

Íbúð­ar­leit­andi hafði sam­band við Heim­ild­ina og sagð­ist telja það harka­legt að greiða 4.700 krón­ur fyr­ir mán­að­ar­að­gang að leigu­miðl­un­inni Leigulist­an­um, þar sem ein­ung­is nítj­án eign­ir hefðu ver­ið á skrá á höf­uð­borg­ar­svæð­inu. Fram­boð­ið er í lág­marki, seg­ir fram­kvæmda­stjóri leigu­miðl­un­ar­inn­ar.
Lét að því liggja að þingmenn þiggi gjafir fyrir að veita ríkisborgararétt
Fréttir

Lét að því liggja að þing­menn þiggi gjaf­ir fyr­ir að veita rík­is­borg­ara­rétt

Jón Gunn­ars­son dóms­mála­ráð­herra lét þau orð falla á Al­þingi í dag að hann teldi til­efni til að skoða það í alls­herj­ar- og mennta­mála­nefnd hvort þing­menn í nefnd­inni hefðu tengsl við eða þeg­ið gjaf­ir frá því fólki sem feng­ið hef­ur rík­is­borg­ara­rétt með lög­um frá Al­þingi. Í kjöl­far­ið steig hver þing­mað­ur­inn á fæt­ur öðr­um í pontu til að bera af sér sak­ir og dóms­mála­ráð­herr­ann var sak­að­ur um dylgj­ur, at­vinnuróg og slúð­ur úr ræðu­stól.
Fólk þurfi að „rísa upp eða gefast upp“
Fréttir

Fólk þurfi að „rísa upp eða gef­ast upp“

Ragn­ar Þór Ing­ólfs­son formað­ur VR og Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formað­ur Starfs­greina­sam­bands­ins og Verka­lýðs­fé­lags Akra­ness, gagn­rýndu Seðla­bank­ann og stjórn­völd harð­lega í út­varps­við­tali að morgni mánu­dags. „Við er­um ekki hæf, því mið­ur, við virð­umst ekki vera hæf til að stýra gjald­miðl­in­um okk­ar. Við er­um ekki hæf til að stýra efna­hags lands­ins. Við er­um ekki með hæft fólk til að vera í brúnni, bara því mið­ur, hvorki stjórn­mála­menn né fólk­ið í Seðla­bank­an­um,“ sagði Ragn­ar Þór.
Þarf tvöfalt meira grunnvatn en allt höfuðborgarsvæðið
Fréttir

Þarf tvö­falt meira grunn­vatn en allt höf­uð­borg­ar­svæð­ið

Kalda­vatns­notk­un í Reykja­vík nem­ur um 700 lítr­um á sek­úndu, en fyr­ir­hug­að verk­efni Car­bfix í Straums­vík, þar sem dæla á millj­ón­um tonna af kolt­ví­sýr­ing of­an í berg­lög­in, þarf að sækja um 2.500 lítra á hverri sek­úndu í grunn­vatns­straum svæð­is­ins. Straums­vík­ur­straum­ur­inn er öfl­ug­ur, en op­in­ber­ar stofn­an­ir segja vatnstök­una vanda­sama.
Yndisreitur sagður skuggareitur
Vettvangur

Ynd­is­reit­ur sagð­ur skuggareit­ur

Heim­ild­in hitti fyr­ir þrjá arki­tekta við Héð­ins­reit í gamla Vest­ur­bæn­um, þar sem á fjórða hundrað nýrra íbúða eru að rísa. „Þetta er þröngt og hátt og það eru rök­studd­ar efa­semd­ir um að birtu­skil­yrð­in verði ásætt­an­leg,“ seg­ir einn þeirra. „Gæti geng­ið í gamla hverf­inu í Bar­sel­óna,“ seg­ir ann­ar. Sú þriðja er „viss um að þetta geti orð­ið dæmi sem við get­um lært af“.
Sér fram á að fara með YouTube-skattaskuld í gröfina
Viðtal

Sér fram á að fara með YouTu­be-skatta­skuld í gröf­ina

Líf­eyr­is­þegi og fyrr­ver­andi sjómað­ur á Stokks­eyri þarf að greiða um tvær millj­ón­ir króna til skatts­ins vegna tekna sem hann hafði af gríð­ar­lega vin­sælli YouTu­be-rás sinni ár­ið 2019. Í sam­tali við Heim­ild­ina seg­ir Birg­ir Rún­ar Sæ­munds­son að hann telji skatta­yf­ir­völd ganga hart fram gegn nær eigna­laus­um eldri borg­ara. Hann hef­ur sam­ið um greiðsl­ur af skuld­inni sem ná ekki að dekka vext­ina sem falla til í hverj­um mán­uði.
Orðið nær fullskipað í aðstoðarmannaliðinu – 26 manns aðstoða ráðherra og ríkisstjórn
Fréttir

Orð­ið nær full­skip­að í að­stoð­ar­manna­lið­inu – 26 manns að­stoða ráð­herra og rík­is­stjórn

Í kjöl­far þess að Bjarni Bene­dikts­son bætti við sig öðr­um að­stoð­ar­manni hafa all­ir 12 ráð­herr­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar nú tvo að­stoð­ar­menn sér til halds og trausts. Rann­sókn­ar­nefnd Al­þing­is um banka­hrun­ið taldi á sín­um tíma vert að styrkja póli­tíska stefnu­mót­un í ráðu­neyt­um, en setti fjölda að­stoð­ar­manna þó í sam­hengi við stærð og fjölda ráðu­neyta í til­lög­um sín­um þar að lút­andi. Ráðu­neyt­in hafa aldrei ver­ið fleiri en nú frá því að heim­ilt varð að ráða tvo að­stoð­ar­menn á hvern ráð­herra ár­ið 2011.
Icelandair sér fram á bjartari tíma eftir 80 milljarða tap frá 2018
Viðskipti

Icelanda­ir sér fram á bjart­ari tíma eft­ir 80 millj­arða tap frá 2018

Upp­gjör Icelanda­ir Group fyr­ir ár­ið 2022 var birt í gær. Þar má lesa að fé­lag­ið horfi fram á bjart­ari tíma, í kjöl­far þess að hafa tap­að 826 millj­ón­um króna á síð­asta ári, sé mið­að við árs­loka­gengi banda­ríkja­dals. Upp­safn­að tap fé­lags­ins frá ár­inu 2018 nem­ur um 80 millj­örð­um. „Við höf­um náð vopn­um okk­ar,“ seg­ir Bogi Nils Boga­son for­stjóri.

Mest lesið undanfarið ár