Anna Lilja Þórisdóttir

Eins og geimfarar á gjörgæslu
FréttirCovid-19

Eins og geim­far­ar á gjör­gæslu

„Hjúkr­un­ar­fræð­ing­arn­ir á Covid-stof­unni okk­ar minna helst á geim­fara á leið til tungls­ins. Vír­net­ið í ör­ygg­is­rúð­unni teng­ir mig hins veg­ar við rimla í fang­elsi, enda taka hjúkr­un­ar­fræð­ing­arn­ir okk­ar 3-4 klst. tarn­ir þarna inni, tvisvar á vakt, án þess að nær­ast eða kom­ast á kló­sett.“ Á þenn­an hátt lýs­ir Tóm­as Guð­bjarts­son hjarta­lækn­ir ástand­inu á þeim hluta gjör­gæslu­deild­ar Land­spít­ala þar sem COVID-19 sjúk­ling­ar njóta með­höndl­un­ar.
Fastar á Kyrrahafseyju: „Lán í óláni“
FerðirCovid-19

Fast­ar á Kyrra­hafs­eyju: „Lán í óláni“

Þeg­ar vin­kon­urn­ar Ás­dís Embla Ásmunds­dótt­ir, Unn­ur Guð­munds­dótt­ir og Mar­grét Hlín Harð­ar­dótt­ir lögðu af stað í heims­reisu í fe­brú­ar ór­aði þær ekki fyr­ir því hvaða stefnu ferð­in myndi taka. Þær eru nú á Cook-eyj­um í Suð­ur-Kyrra­hafi, ætl­uðu að dvelja þar í viku, en hafa nú ver­ið þar í mán­uð, því nán­ast eng­ar flug­sam­göng­ur hafa ver­ið til og frá eyj­un­um und­an­farn­ar þrjár vik­ur vegna COVID-19 far­ald­urs­ins. Þær hafa ving­ast við heima­fólk sem hef­ur að­stoð­að þær á alla lund og segj­ast vart geta ver­ið á betri stað, fyrst að­stæð­ur eru með þess­um hætti.
Fór í frí og kemst ekki heim til sín
FréttirCovid-19

Fór í frí og kemst ekki heim til sín

Guð­mund­ur Ingi Jóns­son al­þjóða­við­skipta­fræð­ing­ur býr í borg­inni Hai­men í Jin­angsu-hér­aði á aust­ur­strönd Kína. Hann fór það­an til Fil­ipps­eyja um miðj­an janú­ar, í það sem átti að vera stutt frí, en vegna ým­issa ferða­tak­mark­ana vegna COVID-19 far­ald­urs­ins hef­ur hann ekki kom­ist til síns heima og dvel­ur nú í Taílandi. Þar í landi tók út­göngu­bann gildi í gær.
Kergja og kraumandi reiði: „Hvar er samningurinn?“
Fréttir

Kergja og kraum­andi reiði: „Hvar er samn­ing­ur­inn?“

Laun fjöl­margra hjúkr­un­ar­fræð­inga á Land­spít­ala lækk­uðu um tugi þús­unda um mán­aða­mót­in þeg­ar vakta­álags­greiðsl­ur þeirra féllu nið­ur. Ár er síð­an kjara­samn­ing­ur þeirra rann út og ekk­ert geng­ur í við­ræð­um. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar segja þetta skrýt­in skila­boð þeg­ar al­menn­ing­ur klapp­ar fyr­ir þeim á göt­um úti fyr­ir að standa vakt­ina í COVID-19 far­aldr­in­um. Hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar deila nú mynd­um af launa­seðl­um sín­um á sam­fé­lags­miðl­um und­ir merk­inu #hvar­er­samn­ing­ur­inn.
Falskar fréttir um COVID-19 dreifast milli fólks
FréttirCovid-19

Falsk­ar frétt­ir um COVID-19 dreifast milli fólks

Að þurrka hend­urn­ar með hár­þurrku, þamba áfengi eða halda niðri í sér and­an­um er eng­in vörn gegn COVID-19 smiti, Al­þjóða­heil­brigð­is­stofn­un­in WHO og breska rík­is­stjórn­in vara við fölsk­um full­yrð­ing­um um veiruna. Trine Bram­sen, varn­ar­mála­ráð­herra Dan­merk­ur seg­ir að öfga­hóp­ar muni not­færa sér ástand­ið til að breiða út fals­frétt­ir.
Drífa: Kemur ekki á óvart að reynt sé að misnota úrræðið
FréttirHlutabótaleiðin

Drífa: Kem­ur ekki á óvart að reynt sé að mis­nota úr­ræð­ið

Drífa Snæ­dal, for­seti ASÍ, seg­ir að það komi sér ekki á óvart að fyr­ir­tæki reyni að mis­nota hluta­bóta­leið­ina. Hún seg­ir að nú sé ver­ið að skoða til hvaða að­gerða hægt sé að grípa. Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formað­ur Efl­ing­ar, seg­ist telja að því mið­ur sé um að ræða ein­beitt­an brota­vilja í ein­hverj­um til­vik­um
Gjafir streyma inn á Landspítalann
FréttirCovid-19

Gjaf­ir streyma inn á Land­spít­al­ann

„Ég held að fá orð fái lýst því hvað við er­um þakk­lát,“ seg­ir Bene­dikt Ol­geirs­son á Land­spít­al­an­um. Setja þurfti af stað sér­stakt verk­efni og vef­síðu til að taka við gjöf­um og er­ind­um. Spít­al­inn fær allt frá orku­drykkj­um og orku­stöng­um til önd­un­ar­véla og þá er tals­vert um að spít­al­an­um ber­ist fé úr stór­um og smá­um söfn­un­um og boð um ým­is kon­ar að­stoð.
8% af íslenskum vinnumarkaði hefur sótt um hlutabætur
FréttirCovid-19

8% af ís­lensk­um vinnu­mark­aði hef­ur sótt um hluta­bæt­ur

15.777 hafa sótt um at­vinnu­leys­is­bæt­ur fyr­ir minnk­að starfs­hlut­fall hjá Vinnu­mála­stofn­un, flest­ir eru að fara nið­ur í 25% starf. Þetta eru um 8% þeirra sem eru á vinnu­mark­aði hér á landi. Eng­in skil­yrði eru sett þeim fyr­ir­tækj­um sem lækka starfs­hlut­fall starfs­manna sinna tíma­bund­ið önn­ur en þau að sam­drátt­ur sé í rekstri þeirra.

Mest lesið undanfarið ár