Hjálparsamtök í viðbragðsstöðu: „Staðan gæti orðið svo miklu verri en hún er núna“
Fréttir

Hjálp­ar­sam­tök í við­bragðs­stöðu: „Stað­an gæti orð­ið svo miklu verri en hún er núna“

For­svars­menn hjálp­ar­sam­taka und­ir­búa sig nú fyr­ir fjölg­un um­sókna um mat­ar­gjaf­ir og aðra að­stoð og hafa áhyggj­ur af því að fyr­ir­tæki verði síð­ur af­lögu­fær. Hjálp­ar­starf kirkj­unn­ar biðl­ar til sveit­ar­fé­lag­anna á höf­uð­borg­ar­svæð­inu um fjár­styrk og formað­ur Fjöl­skyldu­hjálp­ar Ís­lands seg­ir að þang­að leiti nú fólk sem ekki hafi haft þörf fyr­ir að­stoð sem þessa fyrr en nú. Formað­ur Mæðra­styrksnefnd­ar Reykja­vík­ur seg­ir að þar séu fé­lags­kon­ur við öllu bún­ar.
Ekkert samráð haft við kennara um sumarkennslu
FréttirCovid-19

Ekk­ert sam­ráð haft við kenn­ara um su­mar­kennslu

Verja á 800 millj­ón­um króna í su­mar­kennslu í fram­halds- og há­skól­um, sam­kvæmt ákvörð­un stjórn­valda. Ekk­ert sam­ráð hef­ur ver­ið haft við kenn­ara á þess­um skóla­stig­um vegna þessa, að sögn formanna stétt­ar­fé­laga þeirra. Þeir segja að það sé kenn­ur­um í sjálfs­vald sett hvort þeir taki að sér að kenna í sum­ar og benda á að mik­ið álag hafi ver­ið á kenn­ur­um und­an­farna mán­uði.
Sjálfsaginn stærsta áskorunin
MyndirCovid-19

Sjálf­sag­inn stærsta áskor­un­in

Sam­komu­bann og til­heyr­andi tak­mörk­un á íþrótt­a­starfi hef­ur sett strik í reikn­ing­inn hjá ungu íþrótta­fólki, sem margt hvert er vant að mæta á lang­ar íþróttaæf­ing­ar dag­lega, eða jafn­vel oft­ar. Íþrótta­fólk­ið sem hér deil­ir sög­um sín­um er hins veg­ar upp til hópa metn­að­ar­fullt og hug­mynda­ríkt og á það sam­eig­in­legt hvað með öðru að hafa beitt ýms­um brögð­um til að halda áhug­an­um lif­andi, lík­am­an­um í formi og hug­an­um sterk­um með­an á sam­komu­bann­inu stend­ur.
28 virkum dögum seinna
ErlentCovid-19

28 virk­um dög­um seinna

Vax­andi hóp­ur Banda­ríkja­manna tek­ur þátt í mót­mæl­um gegn sam­komu­banni og öðr­um fyr­ir­byggj­andi að­gerð­um vegna kór­óna­veirunn­ar. Þeir virð­ast njóta stuðn­ings Don­alds Trump for­seta og er hann sak­að­ur um að hvetja til upp­reisn­ar í ríkj­um þar sem Demó­krat­ar eru við völd. Trump er mik­ið í mun að koma hag­kerf­inu aft­ur í gang fyr­ir kom­andi kosn­inga­bar­áttu, þrátt fyr­ir gríð­ar­legt og hratt vax­andi mann­fall af völd­um veirunn­ar vest­an­hafs.
„Styrkur stéttarinnar hefur komið í ljós“
Viðtal

„Styrk­ur stétt­ar­inn­ar hef­ur kom­ið í ljós“

Fjór­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ar segja frá reynsl­unni af störf­um á COVID-göngu­deild Land­spít­al­ans en all­ar starfa þær við allt ann­ars kon­ar hjúkr­un en þær hafa sinnt að und­an­förnu. Þær segja það standa upp úr að bákn­ið Land­spít­al­inn geti ver­ið sveigj­an­legt og tek­ið skjót­um breyt­ing­um, sé þörf á því. Lyk­ill­inn að því hafi ver­ið sam­vinna heil­brigð­is­starfs­fólks úr ólík­um stétt­um, sem hafi snú­ið sam­an bök­um og unn­ið eins og einn mað­ur und­an­farn­ar vik­ur.
Hvernig saga Eskju sýnir brestina í kvótakerfinu
ÚttektCovid-19

Hvernig saga Eskju sýn­ir brest­ina í kvóta­kerf­inu

Mak­r­íl­mál­ið, skaða­bóta­mál út­gerð­anna sjö gegn ís­lenska rík­inu, hef­ur kveikt upp hina ára­tuga­löngu um­ræðu um kvóta­kerf­ið og rétt­læti þess. Ein af út­gerð­un­um sem vildi skaða­bæt­ur frá rík­inu var Eskja á Eski­firði. Saga þeirr­ar út­gerð­ar, stór­felld­ur hagn­að­ur hlut­hafa sem hafa selt sig út úr henni, fram­leiga á þorskskvóta og leigu­tekj­ur af hon­um sem og gef­ins mak­ríl­kvóti upp á 7 millj­arða op­in­bera eig­in­leika í kvóta­kerf­inu sem marg­ir telja gagn­rýni­verða.

Mest lesið undanfarið ár