Flúði veikindi móður sinnar með því að skapa hliðarveruleika
Viðtal

Flúði veik­indi móð­ur sinn­ar með því að skapa hlið­ar­veru­leika

Bald­vin Z var barn að aldri þeg­ar móð­ir hans veikt­ist af krabba­meini og lést. Til þess að tak­ast á við að­stæð­urn­ar skap­aði hann sér hlið­ar­veru­leika og fór að semja sög­ur. Í nýj­ustu kvik­mynd­inni fjall­ar hann um af­leið­ing­ar fíkni­efna­neyslu á neyt­end­ur og að­stand­end­ur þeirra, en sag­an er byggð á veru­leika ís­lenskra stúlkna.
„Ég vil að þetta sé erfitt“
Viðtal

„Ég vil að þetta sé erfitt“

Mamma Mia var ein að­sókn­ar­mesta kvik­mynd­in í sögu Ís­lend­inga, fólk dans­aði og söng með mynd­inni og nú er fram­halds­mynd­in kom­in, Mamma Mia! Here we go again. Hún fór sömu­leið­is rak­leið­is á topp ís­lenska að­sókarlist­ans. Stell­an Skars­gård, sem fer með eitt aðahlut­verk­ið í mynd­inni, sett­ist nið­ur með blaða­manni í Berlín, ræddi leik­list­ina og Mamma Mia!, #met­oo, börn­in, sjón­varp­ið og elda­mennsk­una.
Ákvað að lifa í gleði þrátt fyrir barnsmissi og sorg
Viðtal

Ákvað að lifa í gleði þrátt fyr­ir barn­smissi og sorg

„Ég grét á hverj­um degi í tvö ár. Ég átti rosa­lega erfitt,“ seg­ir Svandís Sturlu­dótt­ir sem varð móð­ir sex­tán ára göm­ul og missti sex vikna gam­alt barn­ið. Fimm ár­um síð­ar lést ann­að barn dag­inn sem það fædd­ist. Alls hef­ur hún eign­ast fimm börn og á auk þess tvö stjúp­börn. „Ég tók ákvörð­un um að tak­ast á við sorg­ina og lagði áherslu á að sjá líf­ið hvað sem það kostaði; að halda áfram var það eina sem komst að.“ Fleiri áföll hafa dun­ið á en Svandís reyn­ir að njóta lífs­ins og legg­ur áhersl­una á gleð­ina sem það býð­ur upp á.
Kannski líður tíminn hægar hjá mér
Viðtal

Kannski líð­ur tím­inn hæg­ar hjá mér

Ný­ver­ið kom út kvæða­safn­ið Waitress in Fall með nýj­um ensk­um þýð­ing­um á úr­vali ljóða Krist­ín­ar Óm­ars­dótt­ur. Krist­ín naut þess að hitta sjálfa sig aft­ur fyr­ir á tví­tugs­aldri, þeg­ar fyrstu ljóð­in henn­ar litu dags­ins ljós. Hún seg­ist hins veg­ar ekki til­bú­in til að horfa lengi um öxl, enda sé hún alltaf og hafi alltaf ver­ið rétt að byrja að skrifa.
„Af hverju á ég að beygja mig undir þá sem eru í gröfinni?“
Viðtal

„Af hverju á ég að beygja mig und­ir þá sem eru í gröf­inni?“

Ragn­ar Að­al­steins­son gjör­breytti af­stöðu sinni til stjórn­mála þeg­ar hann sá hvernig nöktu valdi var beitt gegn mót­mæl­end­um, en ferð­að­ist um heim­inn og ílengd­ist á Spáni á tím­um ein­ræð­is­herr­ans Franco áð­ur en hann lagði lög­fræði fyr­ir sig. Hann er sjö barna fað­ir, fað­ir tveggja ung­linga, sem berst fyr­ir fé­lags­legu rétt­læti og mann­rétt­ind­um. Eft­ir 56 ára fer­il seg­ir hann póli­tík ráða för inn­an dóm­stól­anna, Hæstirétt­ur hafi beygt sig fyr­ir lög­gjaf­ar­vald­inu og brugð­ist skyldu sinni. Því sé óumflýj­an­legt að taka upp nýja stjórn­ar­skrá, en meiri­hluti Al­þing­is hunsi vilja fólks­ins og gæti frek­ar hags­muna hinna efna­meiri, þeirra sem hafa völd­in í þjóð­fé­lag­inu.

Mest lesið undanfarið ár