Kynferðisleg friðhelgi á stafrænum tímum
Viðtal

Kyn­ferð­is­leg frið­helgi á sta­f­ræn­um tím­um

„Okk­ur ber skylda til að gera eitt­hvað,“ segja sér­fræð­ing­ar sem starfa á sitt­hvor­um enda þess að vinna gegn sta­f­rænu of­beldi, netníði og hrelliklámi, og trúa því að gerend­ur muni alltaf finna leið til að beita of­beldi. Hug­mynd­ir sem birt­ast á net­inu geta end­ur­spegl­að ætl­un­ar­verk manna og hafa kostað fólk líf­ið. Hrelliklám snú­ist til um völd en ekki klám, að sækja nekt gegn vilja ein­hvers, því nóg er af nekt á in­ter­net­inu, en ef við ætl­um að skrímsla­veið­ar mun­um við finna ná­granna okk­ar.
„Það er bölvun að vera nágranni Rússa“
Flækjusagan

„Það er bölv­un að vera ná­granni Rússa“

Þær Herta Müller og Svetl­ana Al­ex­ievich hafa báð­ar feng­ið Nó­bels­verð­laun í bók­mennt­um og þekkja báð­ar til hins flókna ástands í Mið- og Aust­ur-Evr­ópu, þar sem spenna magn­ast nú upp á landa­mær­um Úkraínu og Rúss­lands. Báð­ar eru mikl­ir frið­arsinn­ar en líka þeirr­ar skoð­un­ar að Vest­ur­lönd eigi að styðja Úkraínu ein­dreg­ið gegn ásælni Vla­dimírs Pút­ins. Þær voru í merki­legu við­tali við Suz­anne Beyer, blaða­mann Der Spieg­el, á dög­un­um.
Saga N1 Rafmagns: Viðskiptavild í boði lífeyrissjóða og ofrukkanir gegn almenningi
ViðtalViðskiptin með Íslenska orkumiðlun

Saga N1 Raf­magns: Við­skipta­vild í boði líf­eyr­is­sjóða og of­rukk­an­ir gegn al­menn­ingi

Sag­an af Ís­lenskri orkumiðl­un/N1 Raf­magni er saga sem snýst í grunn­inn um það hvernig al­menn­ings­hluta­fé­lag í eigu líf­eyr­is­sjóða greiddi fjár­fest­um mörg hundruð millj­ón­ir króna fyr­ir óefn­is­leg­ar eign­ir, við­skipta­vild lít­ils raf­orku­fyr­ir­tæk­is. Þetta fyr­ir­tæki hóf svo að of­rukka neyt­end­ur fyr­ir raf­magn í gegn­um þetta al­menn­ings­hluta­fé­lag og er nú til rann­sókn­ar vegna þess. For­stjóri fyr­ir­tæk­is­ins, Eggert Þór Kristó­fers­son, svar­ar hér spurn­ing­um um við­skipti fyr­ir­tæk­is­ins í við­tali.
Sólveig Anna er komin og krefst virðingar
ViðtalBaráttan um Eflingu

Sól­veig Anna er kom­in og krefst virð­ing­ar

„Ég fór inn með þá hug­mynd – sem eft­ir á að hyggja var mjög barna­leg – að ég gæti ver­ið bara næs og kammó og vin­gjarn­leg, til í að ræða mál­in og spjalla,“ seg­ir Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir sem reyn­ir nú að vinna aft­ur for­manns­stól­inn í Efl­ingu, stærsta stétt­ar­fé­lagi verka- og lág­launa­fólks á Ís­landi um inn­komu sína í verka­lýðs­bar­áttu. Fari svo að hún vinni ætl­ar hún sér að fá þá virð­ingu sem hún tel­ur embætt­ið eiga skil­ið.
Sippar í roki og rigningu
Hamingjan

Sipp­ar í roki og rign­ingu

Erna Óm­ars­dótt­ir, dans­ari, dans­höf­und­ur og list­d­ans­stjóri Ís­lenska dans­flokks­ins, hef­ur geng­ið í gegn­um and­lega van­líð­an sem ágerð­ist fyr­ir nokkr­um ár­um og end­aði með áfall­a­streiturösk­un sem tengd­ist með­al ann­ars MeT­oo-máli sem átti sér stað fyr­ir meira en 20 ár­um síð­an en þá var hún ný­út­skrif­uð úr dans­skóla er­lend­is og var að hefja fer­il sinn í sviðslista­brans­an­um þar. Hún þurfti að lok­um að­stoð til að finna aft­ur and­legt jafn­vægi og ham­ingj­una.
Misstu móður sína nóttina eftir að faðir þeirra var jarðaður
Viðtal

Misstu móð­ur sína nótt­ina eft­ir að fað­ir þeirra var jarð­að­ur

Bræð­urn­ir Elías Aron Árna­son, Gunn­laug­ur Örn Árna­son og Brynj­ar Pálmi Árna­son misstu báða for­eldra sína á að­vent­unni. Fað­ir þeirra, Árni Helgi Gunn­laugs­son, lést úr krabba­meini sex mán­uð­um eft­ir að hann greind­ist og nótt­ina eft­ir jarð­ar­för­ina lést móð­ir þeirra, Jenný Bára Hörpu­dótt­ir, 39 ára göm­ul. Dánar­or­sök er enn ókunn. „Það er skrít­in til­finn­ing að eiga hvorki mömmu né pabba,“ segja strák­arn­ir.
Missti allt úr höndunum eftir sýknudóm
ViðtalSpítalinn er sjúklingurinn

Missti allt úr hönd­un­um eft­ir sýknu­dóm

Ásta Krist­ín Andrés­dótt­ir hjúkr­un­ar­fræð­ing­ur er eini heil­brigð­is­starfs­mað­ur­inn á Ís­landi sem hef­ur ver­ið ákærð fyr­ir mann­dráp af gá­leysi í starfi. Lög­reglu­rann­sókn, ákær­an, sem og máls­með­ferð­in, tóku mik­ið á Ástu sem lýs­ir með­ferð máls­ins sem stríði. Þrátt fyr­ir að hafa hlot­ið sýknu í mál­inu hef­ur stríð­ið set­ið í henni, leitt hana á dimma staði þang­að til að hún „missti allt úr hönd­un­um“.
Skemmtilegt fólk með húmor eykur hamingjuna
Hamingjan

Skemmti­legt fólk með húm­or eyk­ur ham­ingj­una

Logi Ein­ars­son, arki­tekt og formað­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar, seg­ist halda að fé­lags­legt og efna­hags­legt ör­yggi sé góð­ur grunn­ur að ham­ingju­sömu lífi. Hann nefn­ir með­al ann­ars að það að um­gang­ast skemmti­legt fólk með húm­or geti stuðl­að að ham­ingju. Logi seg­ir að hann hafi vissu­lega líka átt erf­iða tíma en að það gerði fólk ekki sjálf­krafa óham­ingju­samt þeg­ar það geng­ur í gegn­um tíma­bil þar sem það verð­ur dap­urt, verð­ur fyr­ir höfn­un eða lend­ir á vegg. Stjórn­mála­mað­ur­inn ít­rek­ar að ef okk­ur sé annt um að fólk sé ham­ingju­samt ætt­um við að vinna að því að minnka ójöfn­uð og út­rýma fá­tækt.
Kæruferlið hjá lögreglu gerði ofbeldisupplifunina verri
Viðtal

Kæru­ferl­ið hjá lög­reglu gerði of­beld­is­upp­lif­un­ina verri

Kona sem kærði fyrr­ver­andi sam­býl­is­mann sinn fyr­ir að beita sig al­var­legu of­beldi á heim­ili þeirra seg­ir að kæru­ferl­ið hjá lög­regl­unni hafi gert of­beld­is­upp­lif­un­ina erf­ið­ari. Hún seg­ir vinnu­brögð lög­reglu hing­að til hafa ver­ið eitt alls­herj­ar klúð­ur; gögn hafi týnst, neyð­ar­hnapp­ar ekki virk­að og þeg­ar hún kærði hafi henni ver­ið sagt að rann­sókn lyki eft­ir þrjá mán­uði, síð­an sé lið­ið rúmt ár og mál­ið sé enn á borði lög­reglu.

Mest lesið undanfarið ár