Kirkjan á krossgötum: Biskup varar við siðrofi vegna lítils trausts
Úttekt

Kirkj­an á kross­göt­um: Bisk­up var­ar við siðrofi vegna lít­ils trausts

Þjóð­kirkj­an hef­ur jafnt og þétt misst traust þjóð­ar­inn­ar í við­horfs­könn­un­um sam­hliða því að minna hlut­fall til­heyr­ir sókn­inni. Bisk­up nýt­ur sér­stak­lega lít­ils trausts, en kyn­ferð­is­brot und­ir­manna henn­ar hafa hundelt fer­il henn­ar, en hún seg­ir að siðrof hafi átt sér stað í ís­lensku sam­fé­lagi. Sverr­ir Jak­obs­son, pró­fess­or í mið­alda­sögu, seg­ir að þjóð­kirkj­ur standi á kross­göt­um í nú­tíma sam­fé­lagi þar sem sið­ferð­is­leg­ar kröf­ur eru rík­ar þrátt fyr­ir dvín­andi sókn í þær.
Dæmdur barnaníðingur ekki álitinn hættulegur barni sínu
Úttekt

Dæmd­ur barn­aníð­ing­ur ekki álit­inn hættu­leg­ur barni sínu

Einn þyngsti dóm­ur sem fall­ið hef­ur, vegna kyn­ferð­is­brots for­eldr­is gegn barni sínu, féll í Hér­aðs­dómi Reykja­vík­ur ný­ver­ið. Þá hlaut fað­ir sjö ára dóm fyr­ir ára­langa og grófa mis­notk­un á syni sín­um. Þrátt fyr­ir al­var­leika brot­anna sat mað­ur­inn ekki í gæslu­varð­haldi og hann fer enn einn með for­sjá yngri son­ar síns.
Lækkanir aksturgreiðslna sýna fram á kosti gagnsæis
Úttekt

Lækk­an­ir akst­ur­greiðslna sýna fram á kosti gagn­sæ­is

Veru­leg­ar upp­hæð­ir spar­ast í akst­urs­kostn­aði þing­manna eft­ir að upp­lýs­ing­ar um end­ur­greiðsl­ur til þeirra voru gerð­ar op­in­ber­ar. Kostn­að­ur vegna akst­urs þing­manna nam alls 42,7 millj­ón­um króna ár­ið 2017, í fyrra hafði upp­hæð­in lækk­að nið­ur í 30,7 millj­ón­ir og í ár er reikn­að með því að kostn­að­ur­inn endi í 26 millj­ón­um.
Stígur fram sem fyrir­mynd en þol­endur eru enn í sárum
Úttekt

Stíg­ur fram sem fyr­ir­mynd en þol­end­ur eru enn í sár­um

Eng­ar regl­ur eru til um það hver fær að fara inn í grunn- og fram­halds­skóla með fræðslu fyr­ir ungt fólk. Ný­lega hef­ur ung­ur mað­ur far­ið inn í fram­halds­skóla með reynslu­sögu sína eft­ir að­eins þriggja mán­aða frá­hvarf frá fíkni­efna­neyslu. Talskona Rót­ar­inn­ar seg­ir það al­var­leg­an ör­ygg­is­brest, Land­læknisembætt­ið lýs­ir sömu áhyggj­um og kall­ar eft­ir við­brögð­um ráðu­neyt­is­ins. Þá hafa kon­ur sem saka mann­inn um of­beldi áhyggj­ur af því dag­skrár­valdi sem hon­um hef­ur ver­ið veitt, í gegn­um fræðslu­starf­ið og fjöl­miðla.
Þegar EES-samningurinn þótti þjóðhættulegur
Úttekt

Þeg­ar EES-samn­ing­ur­inn þótti þjóð­hættu­leg­ur

„Þessi samn­ing­ur kem­ur til með að færa okk­ur ósjálf­stæði, at­vinnu­leysi, fá­tækt og auðnu­leysi,“ sagði þing­mað­ur Fram­sókn­ar­flokks­ins um um­deild­an al­þjóða­samn­ing sem Ís­lend­ing­ar und­ir­geng­ust, samn­ing­inn um Evr­ópska efna­hags­svæð­ið (EES). Um­ræð­an um þriðja orkupakk­ann er að hluta enduróm­ur af áhyggj­um vegna af­sals Ís­lend­inga á full­veldi tengt EES-samn­ingn­um.
Eitt Kína, margar mótsagnir
Úttekt

Eitt Kína, marg­ar mót­sagn­ir

Mót­mæl­in í Hong Kong hafa vak­ið heims­at­hygli þar sem mót­mæl­end­ur storka leið­tog­um í stærsta og vold­ug­asta al­ræð­is­ríki heims. Til­efni mót­mæl­anna eru lög sem ótt­ast er að færi stjórn­völd­um í Pekíng meira vald yf­ir dóm­stól­um í Hong Kong. And­óf þar á sér hins veg­ar langa sögu og helsta upp­spretta óánægju í dag er ekki síð­ur efna­hags­leg en póli­tísk að mati margra frétta­skýrenda. Gjá hef­ur mynd­ast á milli þess­ara tveggja þjóða sem búa að nafn­inu til í sama ríki en líta hvor­ir aðra horn­auga.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu