Selja aðgang að bílastæðum við Laugardalshöll á 5.990 krónur
Fréttir

Selja að­gang að bíla­stæð­um við Laug­ar­dals­höll á 5.990 krón­ur

Bíla­stæð­in næst Laug­ar­dals­höll­inni verða frá­tek­in fyr­ir þau sem eru til­bú­in að borga hátt í 6 þús­und krón­ur fyr­ir að leggja bíl­um sín­um þar á með­an tón­leik­arn­ir Jóla­gest­ir Björg­vins fara fram á laug­ar­dags­kvöld. Hluti stæð­anna sem Sena sel­ur að­gang að standa á landi Reykja­vík­ur­borg­ar við Engja­veg, ut­an lóð­ar­marka Laug­ar­dals­hall­ar­inn­ar.
Erfitt ár fyrir sitjandi ríkisstjórnarflokka
Fréttir

Erfitt ár fyr­ir sitj­andi rík­is­stjórn­ar­flokka

Eft­ir al­þing­is­kosn­ing­arn­ar bætt­ist Ís­land við á held­ur lang­an lista ríkja þar sem rík­is­stjórn­ar­flokk­ar biðu af­hroð í kosn­ing­um á einu stærsta kosn­inga­ári í manna minn­um. Sér­fræð­ing­ar og álits­gjaf­ar hafa að und­an­förnu velt vöng­um yf­ir þess­ari þró­un og telja sum­ir verð­bólgu og óánægju með efna­hags­mál í kjöl­far heims­far­ald­urs­ins hafa hrund­ið af stað þess­ari al­þjóð­legu þró­un. Stjórn­mála­fræð­ing­ur sem Heim­ild­in tók tali seg­ir ný­liðn­ar kosn­ing­ar ekki skera sig úr í sögu­legu sam­hengi.
Forsetinn veitti Rimu viðurkenningu en grípur ekki inn í brottvísun
Fréttir

For­set­inn veitti Rimu við­ur­kenn­ingu en gríp­ur ekki inn í brott­vís­un

Embætti for­seta seg­ir að for­set­inn hafi ekki tök á að grípa inn í mál ein­stak­linga sem séu til með­ferð­ar í kerf­inu, líkt og Rimu Charaf Eddine Nasr. For­set­inn veitti Rimu ný­lega við­ur­kenn­ingu fyr­ir að hafa ver­ið til­nefnd til framúrsk­ar­andi ungs Ís­lend­ings ár­ið 2024, en henni verð­ur bráð­lega vís­að úr landi.
Aðsóknin dróst saman þegar vegurinn rofnaði
Allt af létta

Að­sókn­in dróst sam­an þeg­ar veg­ur­inn rofn­aði

Mán­uð­ur er lið­inn frá því að sund­laug­in í Grinda­vík var opn­uð á nýj­an leik. Jó­hann Árni Ólafs­son, for­stöðu­mað­ur íþrótta­mann­virkja í bæn­um, seg­ir að að­sókn­in hafi dreg­ist sam­an eft­ir að hraun flæddi yf­ir Grinda­vík­ur­veg­inn. Gest­ir laug­ar­inn­ar séu að­al­lega fá­menn­ur hóp­ur bæj­ar­búa sem eru flutt­ir aft­ur heim.
Ný rannsókn byltir uppruna Færeyinga og Íslendinga: Ekki eins skyldir og talið hefur verið
Flækjusagan

Ný rann­sókn bylt­ir upp­runa Fær­ey­inga og Ís­lend­inga: Ekki eins skyld­ir og tal­ið hef­ur ver­ið

DNA-rann­sókn­ir á jurta- og dýra­leif­um hafa þeg­ar breytt mynd­inni af upp­runa byggð­ar í Fær­eyj­um. Þær virð­ast hafa byggst fyrst langt á und­an Ís­landi. En nú hef­ur rann­sókn á upp­runa Fær­ey­inga líka breytt mynd okk­ar af upp­runa fær­eysku þjóð­ar­inn­ar og skyld­leik­an­um við Ís­lend­inga
Ráðningarsamningur heimilar hljóðupptökur af starfsfólki
Fréttir

Ráðn­ing­ar­samn­ing­ur heim­il­ar hljóðupp­tök­ur af starfs­fólki

Ráðn­ing­ar­samn­ing­ur SVEIT, sem bygg­ir á kjara­samn­ingi „gervistétt­ar­fé­lags­ins“ Virð­ing­ar, heim­il­ar hljóðupp­tök­ur af starfs­fólki ásamt ann­arri ra­f­rænni vökt­un. Per­sónu­vernd seg­ir ekki hafa reynt á þannig mál. Eina for­dæm­ið er Klaust­urs­mál­ið, þar sem úr­skurð­að var að hljóðupp­tak­an væri ólög­mæt.

Mest lesið undanfarið ár