Þessi grein birtist fyrir rúmlega 2 mánuðum.

Kjarnorkuógn í skugga átaka í Kasmír: Indland og Pakistan takast á að nýju

Eft­ir blóð­uga hryðju­verka­árás í Kasmír hef­ur Ind­land ráð­ist í um­fangs­mikl­ar loft­árás­ir á skot­mörk í Pak­ist­an. Spenn­an milli kjarn­orku­væddra ná­granna magn­ast, á með­an al­þjóða­sam­fé­lag­ið fylg­ist áhyggju­fullt með þró­un mála á svæð­inu.

Kjarnorkuógn í skugga átaka í Kasmír:  Indland og Pakistan takast á að nýju
Gráta saman Á þriðjudag hóf Indland umfangsmiklar hernaðaraðgerðir gegn skotmörkum í Pakistan og á yfirráðasvæði Pakistan í Kasmír. Pakistanar greindu frá því að 26 óbreyttir borgarar hefðu látist, en Indland hafnar því. Mynd: AFP / BASIT ZARGAR

Þann 6. maí 2025, hóf Indland umfangsmiklar hernaðaraðgerðir gegn skotmörkum í Pakistan og á yfirráðasvæði Pakistan í Kasmír. Aðgerðin, sem kallast Operation Sindoor, var sögð viðbragð við hryðjuverkaárás í Baisaran-dal, nálægt Pahalgam í Anantnag-héraði þann 22.aapríl síðastliðinn, þar sem að minnsta kosti 26 ferðamenn, pílagrímar hindúa, létust. Með þessu hefur Indland tekið virka sóknarafstöðu í stað varfærinnar varnar sem einkennt hefur viðbrögð ríkisins í átökum þeirra við Pakistan um áratugaskeið. Báðir aðilar eiga kjarnorkuvopn sem gerir ástandið sérstaklega viðkvæmt og hættulegt.

Pakistan fordæmdi loftárásirnar sem tilefnislaust brot á fullveldi landsins og greindi frá því að 26 óbreyttir borgarar hefðu legið í valnum og yfir 40 slasast. Indversk stjórnvöld hafna alfarið þessum fullyrðingum og halda því fram að einungis hafi verið skotið á mannvirki tengd hryðjuverkasamtökum á borð við Lashkar-e-Taiba og Jaish-e-Mohammed, um níu skotmörk í heildina. Forsætisráðherra Pakistan, Shehbaz Sharif, hefur virkjað herinn og varnir landsins og jafnframt kallað eftir …

Kjósa
3
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir (2)

Skráðu þig inn til að skrifa athugasemd eða kjósa.
  • TM
    Tómas Maríuson skrifaði
    Andstætt Ukrainustríði - þar sem einn óvæginn árásaraðili gerði vel undirbúna árás - á í Kasmírdeilu friðarhreyfingin fullt erindi. Hvorugur aðili vill stríð þó báðir taka vel áhættu til frekari átaka og þá með annan aðilann aðeins framsæknari en hinn. Ekki bætir úr skák að mörgum finnst að þurfi að hefna einhvers. Nú þegar hafa í hefndarárásum dáið fleiri en upphaflegu fornarlömb hriðjuverkaárásar sem var kveikjan.
    En burtséð frá þeim svæðisbundnu hörmungum sem stríð milli Indlands og Pakistans mun valda væru beiting kjarnorkuvopna bein ógn fyrir allan heiminn, a.m.k. í formi aukinnar geislavirkni í lofthjúpi jarðar. Hér þarf okkar stjórnmálafólk að vinna og skapa samstöðu allra hinna að þó þessi tvö lönd geti ekki haldið friði þá eru kjarnvopn ekki þeirra einkamál og beiting þeirra þarf að hafa alvarlegar afleiðingar fyrir það land sem notar þau.
    1
  • GH
    Greg Hill skrifaði
    Línur sem dregnar eru á kort í kjölfar stórstyrjalda leiða reglulega til mikilla vandamála næstu áratugi. Sumt af þessu smáatriði hafði ég ekki lesið áður - gott að læra.
    0
Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir. Hægt er að láta vita af athugasemdum með því að smella á Tilkynna.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár