Stjórnvöld hafa hlúð að tekjuháum og millistétt á kostnað leigjenda
FréttirNeyð á leigumarkaði

Stjórn­völd hafa hlúð að tekju­há­um og millistétt á kostn­að leigj­enda

Fólk á leigu­mark­aði er valda­laust gagn­vart leigu­sala varð­andi leigu­verð og hve lengi það fær að búa á sama stað. Ef ástand hús­næð­is er slæmt treg­ast leigj­end­ur oft við að kvarta af ótta við að missa hús­næð­ið. Þetta kem­ur fram í ný­legri rann­sókn þar sem rætt er við tæp­lega 30 leigj­end­ur. Höf­und­ar henn­ar segja stjórn­völd bera vissa ábyrgð á því að hóp­ur fólks sé fast­ur á leigu­mark­aði gegn vilja sín­um.
Leigjendur „þurfa að læra að sætta sig við þann húsakost sem þeir hafa efni á“
FréttirNeyð á leigumarkaði

Leigj­end­ur „þurfa að læra að sætta sig við þann húsa­kost sem þeir hafa efni á“

Að­eins þrír af um tutt­ugu leigu­söl­um sem Stund­in ræddi við vildu tjá sig um stöð­una á leigu­mark­aði. Einn seg­ir Ís­lend­inga lé­lega leigj­end­ur sem þurfi að læra að sætta sig við húsa­kost sem þeir hafi efni á. Ann­ar seg­ist skilja að leigj­end­ur séu marg­ir í vondri stöðu en ekki all­ir leigu­sal­ar séu „hinir vondu landlords“. Sá þriðji seg­ist stilla leigu­verði í hóf enda sé eign­ar­hlut­ur hans í íbúð­inni stöð­ugt að vaxa.
Embættismaður á hlut í félagi sem hann samdi við um hergagnaflutning
Fréttir

Emb­ætt­is­mað­ur á hlut í fé­lagi sem hann samdi við um her­gagna­flutn­ing

Ut­an­rík­is­ráðu­neyt­ið hef­ur flog­ið her­gögn­um til Úkraínu í á ann­an tug skipta und­an­farna mán­uði. Ráðu­neyt­ið vill ekki gefa upp hversu mörg flug­in eru, hver kostn­að­ur­inn sé eða hvað hafi ver­ið flutt. Ráðu­neyt­ið tel­ur ekk­ert óeðli­legt við að emb­ætt­is­mað­ur sé hlut­hafi í flug­fé­lag­inu sem oft­ast var sam­ið við. Sama fé­lag er sak­að um fé­lags­leg und­ir­boð og að brjóta kjara­samn­inga.
Vilja opna augu almennings fyrir neyð kvenna í vændi
Fréttir

Vilja opna augu al­menn­ings fyr­ir neyð kvenna í vændi

Bryn­hild­ur Björns­dótt­ir, fjöl­miðla­kona og Eva Dís Þórð­ar­dótt­ir, leið­bein­andi hjá Stíga­mót­um segja að sam­fé­lag­ið átti sig ekki á öm­ur­legri stöðu þeirra kvenna sem neyð­ist til að vera í vændi og að flest­ar þeirra beri af því var­an­leg­an skaða. Í þætt­in­um Eig­in Kon­ur segja þær frá bók um vændi á Ís­landi sem kem­ur út inn­an skamms. Í henni eru með­al ann­ars birt­ar reynslu­sög­ur sex kvenna sem hafa ver­ið í vændi.
Lífeyrissjóður harmar ábyrgð sína á ópíóðafaraldri
ViðskiptiStórveldi sársaukans

Líf­eyr­is­sjóð­ur harm­ar ábyrgð sína á ópíóðafar­aldri

Líf­eyr­is­sjóð­irn­ir sem fjár­festu í Acta­vis þeg­ar fyr­ir­tæk­ið var stór­tækt á ópíóða­mark­að­in­um í Banda­ríkj­un­um segj­ast ekki hafa vit­að um skað­semi og vill­andi mark­aðs­setn­ingu morfín­lyfj­anna. Ís­lensk­ir líf­eyr­is­sjóð­ir högn­uð­ust um 27 millj­arða þeg­ar þeir seldu fjár­fest­ing­ar­fé­lagi Björgólfs Thors Björgólfs­son­ar hluta­bréf í Acta­vis ár­ið 2007, eft­ir að fyr­ir­tæk­ið var far­ið að selja morfín­lyf í stór­um stíl.
Fékk sextíu daga dóm fyrir árás sem hefði getað stefnt sambýliskonu í lífshættu
Fréttir

Fékk sex­tíu daga dóm fyr­ir árás sem hefði getað stefnt sam­býl­is­konu í lífs­hættu

„Farðu beina leið á bráða­mót­tök­una. Áverk­ar þín­ir eru á því stigi að þeir gætu ver­ið lífs­hættu­leg­ir,“ voru ráð­legg­ing­ar Kvenna­at­hvarfs­ins þeg­ar Helga Krist­ín Auð­uns­dótt­ur leit­aði þang­að eft­ir að sam­býl­is­mað­ur henn­ar réðst á hana á heim­ili þeirra. Það var stað­fest á bráða­mót­töku.
Einungis Íslandsbanki svarar hvort lánað hafi verið í einkavæðingu bankans
ViðskiptiSalan á Íslandsbanka

Ein­ung­is Ís­lands­banki svar­ar hvort lán­að hafi ver­ið í einka­væð­ingu bank­ans

Eitt af því sem er til rann­sókn­ar hjá fjár­mála­eft­ir­liti Seðla­banka Ís­lands eru mögu­leg­ar lán­veit­ing­ar frá sölu­að­il­um hluta­bréf­anna í Ís­lands­banka til kaup­end­anna. Ein­ung­is einn af ís­lensku sölu­að­il­un­um fimm svar­ar því til að hann hafi mögu­lega veitt lán fyr­ir hluta­bréf­un­um. For­stjóri Banka­sýsl­unn­ar, Jón Gunn­ar Jóns­son, hef­ur sagt að í ein­hverj­um til­fell­um hafi ver­ið lán­að.

Mest lesið undanfarið ár

Loka auglýsingu