Tilkynntu um brotthvarf Ásdísar Höllu úr stjórn Árvakurs í gær
Fréttir

Til­kynntu um brott­hvarf Ás­dís­ar Höllu úr stjórn Ár­vak­urs í gær

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá fyr­ir­tækja­skrá Skatts­ins var ný stjórn Ár­vak­urs, út­gáfu­fé­lags Morg­un­blaðs­ins, skip­uð án Ás­dís­ar Höllu Braga­dótt­ur ráðu­neyt­is­stjóra 27. sept­em­ber síð­ast­lið­inn. Það er mun síð­ar en sagði í svari við fyr­ir­spurn Stund­ar­inn­ar til ráð­herra. Til­kynn­ing­in um breytta stjórn var ekki skráð fyrr en í gær.
Ráðherra telur óvíst hvort hvalveiðar eigi sér framtíð á Íslandi
FréttirHvalveiðar

Ráð­herra tel­ur óvíst hvort hval­veið­ar eigi sér fram­tíð á Ís­landi

Svandísi Svavars­dótt­ur bíð­ur það verk að ákveða hvort hval­veið­ar verði leyfð­ar á Ís­landi eft­ir ár­ið 2024. Ráð­herr­ann seg­ir að unn­in verði út­tekt á sam­fé­lags­leg­um og efna­hags­leg­um áhrif­um hval­veiða sem muni liggja til grund­vall­ar ákvörð­un­inni. Henni finnst hæp­ið að hval­veið­ar stand­ist lög um vel­ferð dýra.
Skýr afstaða gegn því að Gunnar Björnsson fái að þjónusta
FréttirSéra Gunnar

Skýr af­staða gegn því að Gunn­ar Björns­son fái að þjón­usta

Séra Gunn­ari Björns­syni hef­ur í tvígang ver­ið mein­að að jarð­syngja lát­ið fólk á þessu ári. Séra Agnes M. Sig­urð­ar­dótt­ir bisk­up tek­ur „skýra af­stöðu með þo­lend­um“ og hef­ur beitt sér gegn því að Gunn­ar fái að þjón­usta. Helga Bjarna­dótt­ir, sem lýsti sið­ferð­is­brot­um Gunn­ars gegn sér ár­ið 2019, gagn­rýn­ir frétta­flutn­ing um að með þessu sé brot­ið gegn Gunn­ari. Til um­ræðu er að svipta Gunn­ar hemp­unni.
Ætlar að gera stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd grein fyrir drættinum
FréttirSalan á Íslandsbanka

Ætl­ar að gera stjórn­skip­un­ar- og eft­ir­lits­nefnd grein fyr­ir drætt­in­um

Guð­mund­ur Björg­vin Helga­son rík­is­end­ur­skoð­andi seg­ir skýr­ing­ar á því af hverju skýrsla Rík­is­end­ur­skoð­un­ar um einka­væð­ingu á 22,5 pró­senta hlut rík­is­ins í Ís­lands­banka í mars síð­ast­liðn­um hef­ur dreg­ist verði ljós­ar þeg­ar skýrsl­an verð­ur lögð fram. Von er á því að hún verði af­hent Al­þingi í þess­um mán­uði.
„Útgerðin ætlaði að gera mig ábyrga“
FréttirMartröðin á Júllanum

„Út­gerð­in ætl­aði að gera mig ábyrga“

Sús­anna Ást­valds­dótt­ir, yf­ir­lækn­ir á Heil­brigð­is­stofn­un Vest­fjarða, seg­ir það hafa ver­ið sér áfall að málsvörn skip­stjóra og út­gerð­ar Júlí­us­ar Geir­munds­son­ar ÍS hafi fal­ist í því að gera hana ábyrga fyr­ir mál­inu. Far­ið hafi ver­ið fram á að hún skrif­aði und­ir yf­ir­lýs­ingu með HG þar sem ætl­un­in var að hún axl­aði ábyrgð. Fyr­ir­tæk­ið hafi reynt að grafa und­an trausti á henni og sam­fé­lag­inu fyr­ir vest­an.
Tafði ekki fyrir eigin brottvísun þegar hann neitaði að fara í COVID-próf
Fréttir

Tafði ekki fyr­ir eig­in brott­vís­un þeg­ar hann neit­aði að fara í COVID-próf

Hér­aðs­dóm­ur Reykja­vík­ur féllst ekki á að Su­leim­an Al Masri hefði vís­vit­andi taf­ið fyr­ir brott­vís­un sinni úr landi með því að mæta ekki í Covid-19 próf. Lög­mað­ur hans, Helgi Þor­steins­son Silva, seg­ir dóm hér­aðs­dóms for­dæm­is­gef­andi og að stjórn­völd­um sé ekki stætt á að vísa um 200 hæl­is­leit­end­um úr landi.
Fjármál Ljósleiðarans falin fyrir fjármálastjóra Orkuveitunnar vegna stöðu eiginkonunnar
Fréttir

Fjár­mál Ljós­leið­ar­ans fal­in fyr­ir fjár­mála­stjóra Orku­veit­unn­ar vegna stöðu eig­in­kon­unn­ar

Að­gengi fjár­mála­stjóra Orku­veit­unn­ar var tak­mark­að þeg­ar eig­in­kona hans var kjör­in stjórn­ar­formað­ur Sýn­ar. Ljós­leið­ar­inn­ar, dótt­ur­fyr­ir­tæki Orku­veit­unn­ar, og Sýn starfa á sama mark­aði. Staða sem geng­ur ekki að mati Bjarna Bjarna­son­ar, for­stjóra Orku­veit­unn­ar.

Mest lesið undanfarið ár