Níddist á fjölskyldum myrtra barna
Erlent

Nídd­ist á fjöl­skyld­um myrtra barna

Hinn al­ræmdi sjón­varps­mað­ur Al­ex Jo­nes var á dög­un­um dæmd­ur til að greiða tæp­an millj­arð doll­ara í skaða­bæt­ur fyr­ir um­mæli sín um fórn­ar­lömb fjölda­morða. Ár­um sam­an hélt hann því fram að fjölda­morð­in í San­dy Hook barna­skól­an­um hafi ver­ið svið­sett af yf­ir­völd­um. Jo­nes seg­ist ekki taka mark á dómn­um en laga­spek­ing­ar telja að sekt­in muni hækka og Jo­nes verði hundelt­ur vegna þeirra æv­ina á enda.
Eru safnmunir þýfi?
Erlent

Eru safn­mun­ir þýfi?

Rann­sókn á mun­um, sem sýnd­ir eru á hol­lensk­um söfn­um, sýn­ir stór­an hluta þeirra vera þýfi frá ný­lendu­tím­an­um. Yf­ir­völd í Indó­nes­íu krefjast þess að menn­ing­ar­arfi þeirra verði skil­að. Mörg höf­uð­söfn evr­ópskra stór­borga eru einnig full af menn­ing­ar­verð­mæt­um þjóða sem nú gætu gert sömu kröf­ur. Fræði­menn eru ósam­mála um lausn og benda sum­ir á óstöð­ugt ástand margra landa, til að mynda í Ír­ak þar sem þús­und­um muna var stol­ið af söfn­um í ringul­reið­inni eft­ir inn­rás Banda­ríkj­anna ár­ið 2003.
Norðmenn seldu laxeldiskvóta fyrir 53 milljarða: Kvótinn ekki seldur á Íslandi
FréttirLaxeldi

Norð­menn seldu lax­eldisk­vóta fyr­ir 53 millj­arða: Kvót­inn ekki seld­ur á Ís­landi

Norsk stjórn­völd buðu upp fram­leiðslu­leyfi á eld­islaxi í októ­ber og seldu tæp­lega 25 þús­und tonna kvóta fyr­ir 53 millj­arða króna. Fyr­ir­tæk­in sem með­al annarra geta keypt þenn­an kvóta dýr­um dóm­um eru sömu fyr­ir­tæki og borga ekk­ert beint verð fyr­ir hann á Ís­landi. Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra ræddi um þessa kvóta­sölu Norð­manna í minn­is­blaði til rík­is­stjórn­ar­inn­ar.
Hætti hjá Storytel í kjölfar kvartana: „Ekkert umburðarlyndi gagnvart áreitni“
Fréttir

Hætti hjá Stor­ytel í kjöl­far kvart­ana: „Ekk­ert um­burð­ar­lyndi gagn­vart áreitni“

Stefán Hjör­leifs­son sagði starfi sínu lausu hjá hljóð­bóka­út­gáf­unni Stor­ytel um miðj­an októ­ber. Sam­kvæmt til­kynn­ingu frá Stefáni á sam­fé­lags­miðl­um vildi hann breyta til. Upp­lýs­inga­full­trúi móð­ur­fé­lags Stor­ytel í Sví­þjóð seg­ir að fé­lag­ið hafi „ekk­ert um­burð­ar­lyndi gagn­vart áreitni“ en vill ekki segja frá ástæðu starfs­loka Stef­áns.
Mótmælt á Jafnréttisþingi í Hörpu: Gáfu Sólveigu Önnu rauða spjaldið
Fréttir

Mót­mælt á Jafn­rétt­is­þingi í Hörpu: Gáfu Sól­veigu Önnu rauða spjald­ið

Hóp­ur er­lendra kvenna stóð upp und­ir ræðu Sól­veig­ar Önnu Jóns­dótt­ur, for­manns Efl­ing­ar, á jafn­rétt­is­þingi í Hörpu og hélt á lofti rauð­um spjöld­um og mót­mæla­borða með sömu skila­boð­um. Þær telja Sól­veigu Önnu ekki trú­verð­ug­an tals­mann er­lendra verka­kvenna, enda hafi hún unn­ið gegn þeim og rétt­ind­um þeirra. Þær gagn­rýna að fjall­að sé um er­lend­ar verka­kon­ur á ís­lensku í miðri vinnu­viku.
Þorsteinn Már vill ekki að hreyft sé of mikið við sjávarútvegi svo hann verði „365“
Fréttir

Þor­steinn Már vill ekki að hreyft sé of mik­ið við sjáv­ar­út­vegi svo hann verði „365“

Þor­steinn Már Bald­vins­son, for­stjóri Sam­herja, seg­ir að tryggja þurfi að ekki verði of mikl­ar breyt­ing­ar í ís­lensk­um sjáv­ar­út­vegi svo hann verði stöð­ug­ur. Á sjáv­ar­út­vegs­degi Deloitte tal­aði hann með­al ann­ars um að ís­lensk­ur sjáv­ar­út­veg­ur ætti að geta séð versl­un­um er­lend­is fyr­ir fiski 365 daga á ári. Til þess að þetta megi verða þurfi að tryggja sam­keppn­is­hæfni ís­lenskra út­gerð­ar­fé­laga sem séu lít­il í al­þjóð­leg­um sam­an­burði.
Ráðherra spyr MAST spurninga um eftirlit með slysasleppingum í laxeldi
FréttirLaxeldi

Ráð­herra spyr MAST spurn­inga um eft­ir­lit með slysaslepp­ing­um í lax­eldi

Svandís Svavars­dótt­ir mat­væla­ráð­herra seg­ir að eft­ir­lits­stofn­un­in MAST telji að lax­eld­is­fyr­ir­tæk­ið Arn­ar­lax hafi veitt mis­vís­andi upp­lýs­ing­ar um strok úr lax­eldisk­ví­um fyr­ir­tæk­is­ins á Vest­fjörð­um. Ráð­herra hef­ur vegna þessa ósk­að eft­ir upp­lýs­ing­um frá MAST um hvernig eft­ir­liti stofn­un­ar­inn­ar með slyaslepp­ing­um úr sjókví­um er hátt­að.
Frumvarp  Jóns um forvirkar rannsóknarheimildir: Mun ekki auka eftirlit með lögreglu
Fréttir

Frum­varp Jóns um for­virk­ar rann­sókn­ar­heim­ild­ir: Mun ekki auka eft­ir­lit með lög­reglu

Stund­in birt­ir frum­varp Jóns Gunn­ars­son­ar dóms­mála­ráð­herra um for­virk­ar rann­sókn­ar­heim­ild­ir. Lög­regla fær með því víð­tæk­ar eft­ir­lits­heim­ild­ir án þess að gert sé ráð fyr­ir að eft­ir­lit með lög­reglu auk­ist. Stofn­un­um og öðr­um stjórn­völd­um verð­ur skylt að veita lög­reglu per­sónu­upp­lýs­ing­ar um fólk sem lög­regla ákveð­ur að hefja eft­ir­lit með.
Bandarískt fjárfestingarfélag eignast eina glasafrjóvgunarfyrirtæki Íslands
FréttirHeilbrigðismál

Banda­rískt fjár­fest­ing­ar­fé­lag eign­ast eina gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki Ís­lands

Sænskt fyr­ir­tæki sem á 64 pró­senta hlut í gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæk­inu Li­vio hef­ur ver­ið selt. Kaup­and­inn er fyr­ir­tæk­ið GeneralLi­fe sem hef­ur keypt upp mörg gla­sa­frjóvg­un­ar­fyr­ir­tæki í Evr­ópu. End­an­leg­ur eig­andi er fjár­fest­ing­ar­fyr­ir­tæki í Banda­ríkj­un­um sem með­al ann­ars er í eigu vog­un­ar­sjóða.

Mest lesið undanfarið ár