„Svelta flóttafólk til hlýðni“
Fréttir

„Svelta flótta­fólk til hlýðni“

Al­bert Björn Lúð­vígs­son, lög­fræð­ing­ur í mál­efn­um flótta­manna, seg­ir stjórn­völd svelta flótta­fólk til hlýðni með því að þrengja að þeim þar til að þau sam­þykkja að yf­ir­gefa land­ið. Með nýju út­lend­inga­frum­varpi seg­ir hann að eigi að skrúfa fyr­ir „sein­ustu brauð­mol­ana“ fyr­ir þetta fólk. Ný skýrsla á veg­um Rauða Kross­ins sýn­ir fram á bága stöðu þeirra sem hafa feng­ið end­an­lega synj­un um al­þjóð­lega vernd en ílengj­ast hér á landi.
Formaður fjárlaganefndar kannast ekki við söluheimild á TF-SIF í fjárlögum
Fréttir

Formað­ur fjár­laga­nefnd­ar kann­ast ekki við sölu­heim­ild á TF-SIF í fjár­lög­um

Bjarkey Ol­sen Gunn­ars­dótt­ir, formað­ur fjár­laga­nefnd­ar, hef­ur boð­að dóms­mála­ráð­herra og full­trúa Land­helg­is­gæsl­unn­ar á fund fjár­laga­nefnd­ar á morg­un, föstu­dag til að ræða ákvörð­un dóms­mála­ráð­herra að selja TF-SIF, einu eft­ir­lits- og björg­un­ar­flug­vél Land­helg­is­gæsl­unn­ar.
„Algjörlega óásættanlegt“ að sjúklingar séu rukkaðir fyrir nauðsynlega læknisþjónustu
Fréttir

„Al­gjör­lega óá­sætt­an­legt“ að sjúk­ling­ar séu rukk­að­ir fyr­ir nauð­syn­lega lækn­is­þjón­ustu

Þing­flokk­ur Sam­fylk­ing­ar­inn­ar vill tryggja að greiðslu­þátt­töku sjúk­linga verði hald­ið í lág­marki og við­mið greiðslu­þátt­töku­kerf­is­ins virt. Í nýju frum­varpi sem lagt hef­ur ver­ið fram á þingi seg­ir að renni samn­ing­ur við veit­end­ur heil­brigð­is­þjón­ustu út og ár­ang­urs­laus­ar við­ræð­ur um end­ur­nýj­un samn­ings hafa stað­ið leng­ur en í níu mán­uði frá lok­um gild­is­tíma samn­ings skuli deil­unni skot­ið til gerð­ar­dóms.
Ríkissáttasemjari: Skipaði Eflingu að afhenda kjörskrá en átti eftir að semja um vinnsluna
FréttirKjaradeila Eflingar og SA

Rík­is­sátta­semj­ari: Skip­aði Efl­ingu að af­henda kjör­skrá en átti eft­ir að semja um vinnsl­una

Rík­is­sátta­semj­ari fyr­ir­skip­aði Efl­ingu að af­henda kjör­skrá þeg­ar hann kynnti stétt­ar­fé­lag­inu miðl­un­ar­til­lögu. Dag­inn eft­ir lýsti hann því hins veg­ar yf­ir að að­eins hefði ver­ið um til­mæli að ræða. Áð­ur en Efl­ing gat brugð­ist við hafði rík­is­sátta­semj­ari svo stefnt fé­lag­inu fyr­ir dóm­stóla og kraf­ist af­hend­ing­ar kjör­skrár. Tíma­lína at­burða er rak­in hér.
Fjárfestar saka stjórnendur WOW um blekkingar og vilja 2,8 milljarða bætur
FréttirFall WOW air

Fjár­fest­ar saka stjórn­end­ur WOW um blekk­ing­ar og vilja 2,8 millj­arða bæt­ur

Nokkr­ir fjár­fest­ar sem tóku þátt í skulda­bréfa­út­boði WOW air ár­ið 2018 telja sig hafa ver­ið plat­aða. Þeir vilja meina að WOW air hefði átt að vera gef­ið upp til gjald­þrota­skipta fyr­ir út­boð­ið. Af þeim sök­um vilja þeir 2,8 millj­arða í skaða­bæt­ur frá stjórn­end­um WOW í dóms­máli. Skúli Mo­gensen vill ekki tjá sig um mál­ið.
Þýska sementsfyrirtækið segir að tekjur sveitarfélagsins muni aukast um 22 til 35 prósent
FréttirJarðefnaiðnaður í Ölfusi

Þýska sements­fyr­ir­tæk­ið seg­ir að tekj­ur sveit­ar­fé­lags­ins muni aukast um 22 til 35 pró­sent

End­ur­skoð­enda­fyr­ir­tæk­ið KP­MG vann skýrslu um mögu­leg efna­hags­leg áhrif möl­un­ar­verk­smiðju þýska sements­fyr­ir­tæk­is­ins Heidel­berg í Þor­láks­höfn. 60 til 70 störf munu skap­ast, hafn­ar­gjöld verða allt að rúm­lega 500 millj­ón­ir og fast­eigna­gjöld munu nema rúm­um 100 millj­ón­um hið minnsta. Bygg­ing verk­smiðj­unn­ar er um­deild í sveit­ar­fé­lag­inu en Heidel­berg boð­ar nýj­ar hug­mynd­ir og mögu­leika.
Segist ekki taka efnislega afstöðu til miðlunartillögu sáttasemjara
FréttirKjaradeila Eflingar og SA

Seg­ist ekki taka efn­is­lega af­stöðu til miðl­un­ar­til­lögu sátta­semj­ara

„Aug­ljós­lega eru það dóm­stól­ar sem eiga síð­asta orð­ið,“ seg­ir Katrín Jak­obs­dótt­ir for­sæt­is­ráð­herra um fram­gang miðl­un­ar­til­lögu rík­is­sátta­semj­ara í deilu Efl­ing­ar og SA. Hún hafði áð­ur sagt að hún gæti ekki bet­ur séð en að sátta­semj­ari væri inn­an þeirra heim­ilda sem er að finna í lög­um.

Mest lesið undanfarið ár