Félag Helga keypti vörumerki og heimasíður miðla Torgs á 480 milljónir
Fréttir

Fé­lag Helga keypti vörumerki og heima­síð­ur miðla Torgs á 480 millj­ón­ir

Helgi Magnús­son, fjár­fest­ir og fyrr­ver­andi að­aleig­andi Torgs, seg­ir að eign­ir sem tengj­ast Frétta­blað­inu hafi ekki ver­ið inni í Torgi þeg­ar fé­lag­ið var gef­ið upp til gjald­þrota­skipta. Hann seg­ir að fé­lag­ið Hof­garð­ar ehf. sem hann á hafi keypt vörumerki og heima­síð­ur Frétta­blaðs­ins, DV og Hring­braut­ar á 480 millj­ón­ir fyr­ir tveim­ur ár­um.
Skýrsla Boston Consulting Group „mikilvægur grundvöllur“ stefnumótunar stjórnvalda
Fréttir

Skýrsla Bost­on Consulting Group „mik­il­væg­ur grund­völl­ur“ stefnu­mót­un­ar stjórn­valda

Mat­væla­ráð­herra seg­ist hafa kynnt sér þær 22 um­sagn­ir sem borist hafa við skýrslu Bost­on Consulting Group um stöðu og fram­tíð lagar­eld­is á Ís­landi. Hún seg­ir að skýrsl­an sé mik­il­væg­ur grund­völl­ur stefnu­mót­un­ar stjórn­valda í þess­um mála­flokki en sé þó ekki stefnu­mót­un stjórn­valda.
Meirihluti landsmanna ósáttur með kvótakerfið – 83 prósent telja auðlindagjöld eiga að vera hærri
Fréttir

Meiri­hluti lands­manna ósátt­ur með kvóta­kerf­ið – 83 pró­sent telja auð­linda­gjöld eiga að vera hærri

Ný skoð­ana­könn­un Fé­lags­vís­inda­stofn­un­ar sýn­ir mikla óánægju lands­manna með nú­ver­andi kerfi fisk­veið­i­stjórn­un­ar. Ríf­lega 8 af hverj­um 10 lands­mönn­um telja að auð­linda­gjöld í sjáv­ar­út­vegi eigi að vera hærri en þau eru í dag og meira en helm­ing­ur­inn seg­iri að þau skuli vera „mun hærri“.
Borga sig frá refsingu
Fréttir

Borga sig frá refs­ingu

Dæmi eru um að reynt sé að múta þo­lend­um of­beld­is­brota til að falla frá kæru. Þarna mynd­ast kerfi ut­an kerf­is­ins þar sem þol­andi er jafn­vel und­ir þrýst­ingi að und­ir­gang­ast þessa leið. Sáttamiðl­un með að­komu lög­reglu er vannýtt úr­ræði þar sem ger­andi og þol­andi ná sátt­um og lýk­ur mál­um þá jafn­vel með greiðslu miska­bóta án þess að mál­ið fari á saka­skrá ger­anda. For­senda sáttamiðl­un­ar er háð því að há­marks refs­ing fyr­ir brot sé minni en sex mán­aða fang­elsi.
Evrópskir ylræktendur skelltu í lás og fóru til Tene
Fréttir

Evr­ópsk­ir yl­rækt­end­ur skelltu í lás og fóru til Tene

Verð­hækk­an­ir á græn­meti hafa ver­ið nokk­uð til um­ræðu á síð­ustu vik­um. Lauk­ur og paprika hafa til dæm­is rok­ið upp í verði. Heim­ild­in ræddi mál­ið við for­stöðu­mann inn­kaupa og vöru­stýr­ing­ar hjá Krón­unni. Hann tel­ur stykkja­verð, sem versl­un­in hef­ur not­að fyr­ir alla ávexti og græn­meti und­an­far­ið ár, auka gagn­sæi og með­vit­und neyt­enda.
Þegar Óskar upplýsti af hverju útgerðirnar keyptu Moggann
Fréttir

Þeg­ar Ósk­ar upp­lýsti af hverju út­gerð­irn­ar keyptu Mogg­ann

Sögu­legt við­tal frá Hring­braut við Ósk­ar Magnús­son, fyrr­ver­andi út­gef­anda Morg­un­blaðs­ins, er orð­ið að­gengi­legt á Youtu­be. Við­tal­ið var sett þar inn skömmu áð­ur en út­gáfu­fé­lag Hring­braut­ar varð gjald­þrota. Í við­tal­inu lýsti Ósk­ar því við Sig­mund Erni Rún­ars­son hvernig út­gerð­ar­fé­lög hefðu keypt Mogg­ann sem vopn í póli­tískri og hags­muna­tengdri bar­áttu.
Ekkja plastbarkaþegans leitar enn réttlætis í skugga nýrra réttarhalda
FréttirPlastbarkamálið

Ekkja plast­barka­þeg­ans leit­ar enn rétt­læt­is í skugga nýrra rétt­ar­halda

Plast­barka­mál­inu svo­kall­aða er enn ekki lok­ið, langt í frá. Í næstu viku hefjast ný rétt­ar­höld yf­ir ít­alska skurð­lækn­in­um Pau­lo Macchi­ar­ini í Sví­þjóð. Eig­in­kona fyrsta plast­barka­þeg­ans í heim­in­um, Mehrawit Tefaslase, er einnig með ís­lenska lög­menn í vinnu til að skoða rétt­ar­stöðu sína.
Katrín segir þá kröfu standa upp á forystu atvinnulífsins að „gæta hófs í arðgreiðslum“
Fréttir

Katrín seg­ir þá kröfu standa upp á for­ystu at­vinnu­lífs­ins að „gæta hófs í arð­greiðsl­um“

For­sæt­is­ráð­herra seg­ir að öll­um megi vera það ljóst að launa­fólk geti ekki eitt bor­ið meg­in­þung­ann af bar­átt­unni við verð­bólg­una. At­vinnu­rek­end­ur verði að axla ábyrgð til jafns. Rekstr­ar­hagn­að­ur ís­lenskra fyr­ir­tækja á ár­un­um 2021 og 2022 var sá mesti á öld­inni og hlut­fall hagn­að­ar af tekj­um þeirra hef­ur aldrei mælst hærra en á ár­inu 2021.
Upphæðir hundraðfaldast vegna klúðurs í skráningu íslenskra króna
Fréttir

Upp­hæð­ir hund­rað­fald­ast vegna klúð­urs í skrán­ingu ís­lenskra króna

Af­nám aura í skrán­ing­um ís­lenskra króna í al­þjóð­leg­um kerf­um korta­fyr­ir­tækj­anna Visa og American Express sem tóku gildi í dag hafa ekki geng­ið snurðu­laust fyr­ir sig. Vand­ræð­in ein­skorð­ast við dansk­ar krón­ur og dæmi eru um að Ís­lend­ing­ar í Dan­mörku hafi ver­ið rukk­að­ir um 120 þús­und krón­ur fyr­ir lest­ar­miða í stað 1.200 króna.

Mest lesið undanfarið ár