Reykjavíkurborg tilkynnir Samtökin 22 til lögreglu
FréttirHinsegin bakslagið

Reykja­vík­ur­borg til­kynn­ir Sam­tök­in 22 til lög­reglu

Skóla- og frí­stunda­ráð Reykja­vík­ur hef­ur gert skóla­stjórn­end­um í grunn­skól­um Reykja­vík­ur við­vart um að óboðn­ir gest­ir frá Sam­tök­un­um 22 hafi kom­ið í Lang­holts­skóla síð­ast­lið­inn fimmtu­dag. Eru skóla­stjórn­end­ur beðn­ir að und­ir­búa starfs­fólk fyr­ir slík­ar uppá­kom­ur. Fólk­ið frá sam­tök­un­um 22 tók með­al ann­ars upp mynd­bönd af starfs­fólki skól­ans. Mál­ið hef­ur ver­ið til­kynnt til lög­reglu.
Lykilmaður í samráði víkur ekki úr stjórn lífeyrissjóðs
FréttirSamráð skipafélaga

Lyk­il­mað­ur í sam­ráði vík­ur ekki úr stjórn líf­eyr­is­sjóðs

Fyrr­ver­andi for­stjóri Sam­skipa, Pálm­ar Óli Magnús­son, sem lýst er sem arki­tekt og lyk­il­manni í sam­ráðs­brot­um fyr­ir­tæk­is­ins í úr­skurði Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins, ætl­ar ekki að víkja úr stjórn­ar­for­manns­stóli eins stærsta líf­eyr­is­sjóðs lands­ins. Hann var skip­að­ur í stjórn nokkr­um dög­um áð­ur en hann var yf­ir­heyrð­ur vegna gruns um lög­brot­in. SA með skip­an hans til skoð­un­ar.
Yfirvöld vita ekki hve mörg þeirra sem svipt voru þjónustu eru á landinu
Fréttir

Yf­ir­völd vita ekki hve mörg þeirra sem svipt voru þjón­ustu eru á land­inu

Góð­gerð­ar­sam­tök hafa síð­ustu vik­ur skot­ið skjóls­húsi yf­ir tugi ein­stak­linga sem ann­ars hefðu end­að á göt­unni eft­ir að hafa ver­ið synj­að um vernd og svipt allri þjón­ustu. Lög­mað­ur seg­ir að yf­ir­völd varpi ábyrgð yf­ir á fé­laga­sam­tök og ein­stak­linga. Þá geti bóta­skylda rík­is­ins gagn­vart þess­um hópi fall­ið nið­ur eft­ir að þeim hafi ver­ið kom­ið í skjól.
ASÍ segir samráðið til marks um „sjúklegt hugarfar spillingar og græðgi“
FréttirSamráð skipafélaga

ASÍ seg­ir sam­ráð­ið til marks um „sjúk­legt hug­ar­far spill­ing­ar og græðgi“

Stærsta fjölda­hreyf­ing launa­fólks í land­inu seg­ir sam­ráð Eim­skips og Sam­skipa vera sam­særi gegn al­menn­ingi í land­inu. Sami al­menn­ing­ur muni lík­lega að greiða 4,2 millj­arða króna sekt Sam­skipa þar sem það verði ekki gert með lægri arð­sem­is­kröf­um, lækk­un of­ur­launa eða upp­sögn­um þeirra sem skipu­lögðu sam­sær­ið.
Borgarstjóri vill Parísarhjól við Gömlu höfnina
Fréttir

Borg­ar­stjóri vill Par­ís­ar­hjól við Gömlu höfn­ina

Borg­ar­stjóri vill láta skoða hvort raun­hæft sé að koma upp Par­ís­ar­hjóli á Mið­bakk­an­um. Hug­mynd­in er að þetta væri til­rauna­verk­efni til nokk­urra ára þar sem Par­ís­ar­hjól­ið stæði á sumr­in. „Sér­stök ástæða er til að setja hug­mynd um Par­ís­ar­hjól í far­veg,“ seg­ir í til­lögu sem Dag­ur B. Eggerts­son lagði fyr­ir borg­ar­ráð.
Sorpkvarnir alls engin töfralausn
Fréttir

Sorpkvarn­ir alls eng­in töfra­lausn

Um­hverf­is­stofn­un, Heil­brigðis­eft­ir­lit Reykja­vík­ur og Veit­ur leggj­ast öll gegn notk­un sorpkvarna til að losa sig við líf­ræn­an úr­gang. Áhugi á sorpkvörn­um hef­ur auk­ist í kjöl­far nýs sorp­flokk­un­ar­kerf­is þar sem líf­rænn úr­gang­ur er flokk­að­ur sér. Sér­fræð­ing­ur hjá Um­hverf­is­stofn­un seg­ir að setja megi spurn­ing­ar­merki við lög­mæti þess að nota kvarn­irn­ar frek­ar en að flokka. Sölu­að­ili neit­ar að tjá sig.
Reykjavík tapar áfram peningum og selur Perluna
Fréttir

Reykja­vík tap­ar áfram pen­ing­um og sel­ur Perluna

Perl­an, eitt helsta kenni­leiti Reykja­vík­ur­borg­ar, er kom­in í sölu­ferli. Borg­ar­ráð sam­þykkti þetta á fundi sín­um í morg­un. Fjár­hags­staða Reykja­vík­ur­borg­ar, hef­ur far­ið versn­andi á síð­ustu ár­um. A-hluti henn­ar, sá hluti rekst­urs henn­ar sem rek­inn er fyr­ir skatt­fé, var rek­in með 921 millj­ón króna halla á fyrstu sex mán­uð­um árs­ins.
Lagðist á malbikið til stuðnings mótmælendunum í möstrunum
FréttirHvalveiðar

Lagð­ist á mal­bik­ið til stuðn­ings mót­mæl­end­un­um í möstr­un­um

Ás­geir Brynj­ar Torfa­son var stadd­ur á segl­báti á milli Fær­eyja og Ís­lands þeg­ar mótor báts­ins fór að hiksta. Það leið ekki á löngu þar til hval­ir voru farn­ir að synda í kring­um bát­inn. Það gerðu þeir næstu tvær klukku­stund­ir, á með­an Ás­geir og skips­fé­lagi hans komu mótorn­um í lag. Ás­geir, sem er eft­ir þessa reynslu mik­ill hvala­vin­ur, lagð­ist á hart mal­bik­ið fyr­ir fram­an lög­reglu­borð­ann sem skildi mót­mæl­end­ur og hval­veiði­skip að síð­deg­is í gær til þess að sýna kon­un­um tveim­ur sem klifr­að höfðu nið­ur úr möstr­um hval­veiði­skipa skömmu áð­ur stuðn­ing.
Framkvæmdastjóri Vinstri grænna verður framkvæmdastjóri Landverndar
Fréttir

Fram­kvæmda­stjóri Vinstri grænna verð­ur fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar

Björg Eva Er­lends­dótt­ir hef­ur ver­ið ráð­in fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar. Hún hef­ur störf í októ­ber. Björg Eva hef­ur ver­ið fram­kvæmda­stjóri Vinstri hreyf­ing­ar­inn­ar - græns fram­boðs síð­an ár­ið 2016. Hún fet­ar hér í fót­spor Guð­mund­ar Inga Guð­brands­son­ar, vara­for­manns VG, sem yf­ir­gaf stöðu sína sem fram­kvæmda­stjóri Land­vernd­ar ár­ið 2017 til að verða um­hverf­is­ráð­herra ut­an þings.
„Ég skil vel að fólki sé brugðið sem kaupir þarna þjónustu fyrir börnin sín í góðri trú“
Fréttir

„Ég skil vel að fólki sé brugð­ið sem kaup­ir þarna þjón­ustu fyr­ir börn­in sín í góðri trú“

Formað­ur Sam­tak­anna 78 for­dæm­ir að starfs­fólk í sum­ar­búð­un­um Ástjörn inn­ræti börn­un­um að sam­kyn­hneigð sé synd. Hann seg­ir börn­in á við­kvæm­um aldri og það geti haft mik­il áhrif að upp­lifa for­dóma sem þessa. Við­horf­in séu á skjön við ríkj­andi gildi í ís­lensku sam­fé­lagi.
Ölgerðin skoðar að sækja skaðabætur - „Reiðarslag fyrir íslenska neytendur“
FréttirSamráð skipafélaga

Öl­gerð­in skoð­ar að sækja skaða­bæt­ur - „Reið­arslag fyr­ir ís­lenska neyt­end­ur“

For­stjóri Öl­gerð­ar­inn­ar skoð­ar að sækja skaða­bæt­ur vegna ólög­mæts sam­ráðs Sam­skipa og Eim­skips, og kall­ar sam­ráð­ið svik við ís­lenska neyt­end­ur. Sam­skip voru á dög­un­um sekt­að um 4,2 millj­arða vegna þess. Skýrsla Sam­keppnis­eft­ir­lits­ins hafi af­hjúp­að við­skipta­hætti sem séu Öl­gerð­inni óskilj­an­leg­ir.

Mest lesið undanfarið ár