Nýtt efni
Súðavíkurnefndin skipuð rétt tæpum 30 árum eftir mannskætt snjóflóð
Alþingi hefur skipað rannsóknarnefnd um snjóflóðin sem féllu á Súðavík í janúar 1995. Nefndinni hefur verið falið að rannsaka aðdraganda og eftirmála flóðsins. Fjórtán létust þegar flóði féll á byggð í bænum.
Kattarrán í Skeifunni: Brottnám Diegós sást í öryggismyndavél
Verslunarstjóri A4 í Skeifunni segir að öryggismyndavélar búðarinnar hafi náð myndskeiði af því þegar einstaklingur nam Diegó, einn frægasta kött landsins, á brott um kvöldmatarleytið í gærkvöldi. Eigandinn geti gert lögreglu viðvart.
Lifandi kappræður og lýðræðishátíð
Vikan fram að alþingiskosningum verður viðburðarík á vettvangi Heimildarinnar. Leiðtogakappræður miðilsins fara fram í Tjarnarbíói 26. nóvember og sama kvöld verður blásið til lýðræðisveislu sem allir geta tekið þátt í. Kosningapróf Heimildarinnar er orðið aðgengilegt á vefnum.
Allir forsetaframbjóðendur nema einn horfa fram á afhroð í þingkosningum
Aldrei hafa fleiri forsetaframbjóðendur gefið kost á sér til alþingis og í ár. Fjórir frambjóðendur reyna að ná hylli kjósenda með nokkuð einsleitum árangri. Tveir eru líklegir inn á þing, Jón Gnarr sem er í Viðreisn og Halla Hrund Logadóttir, sem leiðir lista Framsóknar í Suðurkjördæmi, sem er þó langt fyrir neðan kjörfylgi. Minni líkur eru á að hinir tveir komist inn. Stjórnmálafræðingur segir himinn og haf á milli forseta- og alþingiskosninga.
Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir
Sómafólk
Á meðan gerendameðvirknin blómstar er vegið að nær öllum konum sem voga sér að minnast á sársauka sinn. Þá er gott að mæta góðu fólki.
„Ég er að leggja allt undir“
Kristrún Frostadóttir, formaður Samfylkingarinnar, stefnir með flokk sinn í ríkisstjórn. „Auðvitað hef ég brugðist sem formaður í þessum flokki ef við endum með hægri stjórn,“ segir hún. Það hafi skort virka pólitíska stefnu alveg frá hruni, pólitískri ábyrgð hafi verið útvistað en nú sé tækifæri til alvöru breytinga.
Dauði andlega veikrar konu vekur áleitnar spurningar
Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Geðhjálpar, segir sögu konu sem lést á geðdeild Landspítalans draga fram vanda geðheilbrigðiskerfisins sem hann segir alvarlega undirfjármagnað. Hjúkrunarfræðingur sætir ákæru fyrir að hafa orðið konunni að bana með valdi.
„Til dýrðar guði“
Íbúar á Bikini höfðu í 3.000 ár lifað tilbreytingarlitlu og rólegu lífi en í janúar 1946 birtist þar flugvél, út steig vörpulegur karl og flutti mikilvæg skilaboð.
Lautarferð á vígvellinum
Bragi Ólafsson hefur sent frá sér bókina Innanríkið – Alexíus sem má kannski kalla endurminningar-esseyjur. Í verkinu er þó þráður, í anda spennusögu, nefnilega leit Braga að dánum manni! Manni sem vitjaði föður hans. Bókin fangar hugarheim Braga, iðandi af bókum og plötum og atvikum – eins og honum er einum lagið að segja frá því. Enda gæti verið endað í níu bindum. En hvað hefur Bragi um það að segja – og bara allt!
Lesandinn tekur málin í sínar hendur
„Falleg saga um vináttu og einsemd, sem og ærslafengin paródía á formúlubókmenntir,“ skrifar Ásgeir H. Ingólfsson.
Svona yrði ferð með Borgarlínunni
Umhverfismatsskýrsla um fyrstu lotu Borgarlínu felur í sér nokkur tíðindi um hvernig göturnar breytast samfara gerð sérrýmis fyrir strætisvagna á rúmlega 14 kílómetra kafla í Reykjavík og Kópavogi. Umferðarskipulag í miðborg Reykjavíkur gæti breyst mikið og tvær nýjar brýr yfir Elliðaár um mitt Geirsnef yrðu samtals 185 metra langar.
Kókómjólk og Óli K.
Rithöfundurinn og blaðamaðurinn Sólveig Jónsdóttir svamlar í jólabókaflóðinu og segir frá því.
Tími jaðranna er ekki núna
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er sá stjórnmálamaður sem miðað við fylgismælingar og legu flokksins á hinum pólitíska ás gæti helst lent í lykilstöðu í stjórnarmyndunarviðræðum að loknum þingkosningum. Þorgerður boðar fækkun ráðuneyta, frekari sölu á Íslandsbanka og sterkara geðheilbrigðiskerfi. Hún vill koma að ríkisstjórn sem mynduð er út frá miðju og segir nóg komið af því að ólíkir flokkar reyni að koma sér saman um stjórn landsins.
Þegar Ventidíus hefði getað sigrað heiminn
Illugi Jökulsson rifjar upp söguna um múldýrarekann sem stóð allt í einu andspænis þeim möguleika að leggja undir sig heimsveldi.
Níu þúsund milljarðar í flóðavarnir
Í Danmörku gætu 90 þúsund heimili, 60 þúsund sumarhús og tugir þúsunda verksmiðjubygginga farið undir vatn á næstu áratugum vegna hækkandi yfirborðs sjávar. Varnaraðgerðir eru taldar kosta nálægt 460 milljörðum danskra króna en dugi þó ekki til að bjarga öllum landsvæðum sem eru í hættu.