Nýtt efni

Miðflokkurinn næst stærstur
Miðflokkur tekur stökk í nýrri könnun Maskínu og hefur aldrei mælst stærri. Samfylking heldur þó sæti sínu sem langstærsti flokkur landsins.

Forsetinn hótar Demókrötum dauðarefsingu
Fyrrverandi starfsmenn í þjóðaröryggismálum í Bandaríkjunum hvetja hermenn til að óhlýðnast ólöglegum skipunum. Forsetinn segir dauðarefsingu liggja við hvatningunni.

Hvað er vitað um áætlun Bandaríkjanna um að binda enda á Úkraínustríðið?
Óvænt tillaga frá Bandaríkjunum gerir ráð fyrir að Úkraína láti af hendi landsvæði til Rússlands og takmarki varnarmátt sinn.

Minnast látins trans fólks með fánum við Ráðhúsið
Alþjóðlegur minningardagur trans fólks er í dag, haldinn á dánardegi trans konunnar Chanelle Pickett sem var myrt í Boston árið 1995. Harpa skartar einnig litum trans fánans.

98 prósent telja afsögn Sigríðar rétta
Nær allir telja það hafa verið rétt af Sigríði Björk Guðjónsdóttur að segja sig frá embætti ríkislögreglustjóra.

Mettekjur hjá Nvidia á meðan greinendur óttast gervigreindarbólu
Jensen Huang, forstjóri og einn stofnenda Nvidia, blæs á ótta greinenda um að gervigreindarbóla sé að myndast á mörkuðum.

„Latabæjar-perur“ helmingi dýrari en venjulegar perur
Kílóverð pera sem seldar eru sem „íþróttanammi“ í Bónus er tvöfalt hærra en kílóverð þeirra pera sem seldar í lausu. Verkefnisstjóri hjá Bónus segir það að íþróttanammið sé þvegið og í hæsta gæðaflokki sem skýri verðmun.

Óverðtryggðir vextir lækkaðir undir 8 prósent
Í fyrsta sinn í rúmlega þrjú ár fara óverðtryggðir vextir húsnæðislána Íslandsbanka undir 8 prósentin.

Leynileg friðaráætlun Trumps og Pútíns sögð fela í sér minnkun hers Úkraínu
Bandaríkin og Rússland vinna leynilega að skilmálum fyrir endalok Úkraínustríðsins, samkvæmt frásögnum fjölmiðla.

„Börnin skulfu af ótta“
Palestínskir flóttamenn sem flúðu árásir Ísraelshers til Líbanon voru að fara að sofa þegar árásin kom. Þeir lýsa atvikunum.

Fulltrúi Trumps mætti ekki og Rússar drápu 25 manns í fjölbýlishúsi
Zelensky Úkraínuforseti leitaði friðar í Tyrklandi en sendifulltrúi Trumps mætti ekki. Her Pútíns drap fjölda fólks í dag í árás á fjölbýlishús í vesturhluta Úkraínu.

ESB frestar lögum til verndar skóglendi
Nestlé og framleiðandi Nutella eru ósátt við að fresta lögunum. „Skrípamynd af vanhæfri stefnumótun ESB,“ segir talsmaður umhverfisverndarsamtaka.

Styrkt af stórum aðilum í atvinnulífinu
Stjórnmálaflokkurinn Viðreisn var rekinn með 15 milljón króna tapi í fyrra sem rekja má til óvæntra kosninga. Útgerðirnar Brim, Síldarvinnslan og Þorbjörn voru meðal helstu styrktaraðila flokksins.

Stálu rafmagni fyrir milljarða til að grafa eftir rafmyntum
Malasískt orkufyrirtæki segir ólöglegan rafmyntagröft grafa undan efnahagslegum stöðugleika og auka hættu fyrir almannaöryggi. Fyrirtækið hefur kortlagt 13.827 staði þar sem grunur leikur á að ólöglegur rafmyntagröftur fari fram.










