Nýtt efni

Pyntingarnefnd skráði erindi gegn íslenska ríkinu
Íslenska ríkið þarf að svara erindi pyndingarnefndar Sameinuðu þjóðanna eftir að maður frá Kamerún var synjað um málsmeðferð. Maðurinn endaði aftur í heimalandinu, þar sem hann var pyntaður.

„Þegar ég var búinn að vera þarna í viku grét ég mig í svefn“
Ekkert kemst nálægt því að vinna á Michelin-stað, segir Ólíver Goði Dýrfjörð, 28 ára vínþjónn á Bryggjuhúsinu.

Áhugi ungs fólks á mormónum jókst eftir raunveruleikaþættina
Ungir mormónar frá Bandaríkjunum lögðu líf sitt til hliðar til þess að boða fagnaðarerindið. Þeir höfðu ekkert um það að segja hvert þeir færu, en þakka fyrir að hafa farið til Íslands. „Íslendingar eru æðislegir.“ Þrátt fyrir dvínandi kirkjusókn þjóðarinnar finna þeir fyrir auknum áhuga á meðal ungs fólks, en deila um áhrif vinsælla sjónvarpsþátta þar á.

Til Grænlands á gamalli eikarskútu
Ittoqqortoormiit á austurströnd Grænlands er eitt afskekktasta þorp í heimi. Þangað liggja engir vegir og til að komast í þorpið þarf að fljúga með þyrlu eða fara á snjó- eða hundasleðum frá flugvellinum sem er í 60 kílómetra fjarlægð. Yfir hásumarið er hægt að sigla þangað en Ittoqqortoormiit er við mynni Scoresbysunds sem er stærsta fjarðakerfi í heiminum.


Ari Trausti Guðmundsson
Innviðir landsins eru allra
Ísland verður ekki furðueyja ef staðið er við að innheimta gjöld af tímabundnum notendum á ferðalagi um landið, eyrnamerktum til bættra innviða. Ferðaþjónusta eigi að byggjast á sjálfbærni fremur en fjölda ferðamanna, með tilliti til umhverfis-, samfélags- og efnahagsþátta.

Eignarhlutur í Minigarðinum í hagsmunaskrá Kristrúnar
Eiginmaður Kristrúnar Frostadóttur á hlut í minigolfvelli og veitingarekstri í Skútuvogi. Meirihlutaeigandi fyrirtækisins er í forsvari fyrir hagsmunasamtök sem hafa það markmið að gæta hagsmuna tiltekinna fyrirtækja gagnvart ákvörðun ríkisstjórnar og Alþingis.

Borgaraleg úrkynjun í beinni
Sigríður Jónsdóttir leikhúsrýnir fjallar um Íbúð 10b eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Sýningin markar endurkomu leikstjórans, Baltasar Kormáks, í leikhúsið eftir dágóða fjarveru.

Segir Snorra kynna „mjúka útgáfu“ af rasískri samsæriskenningu
Stjórnarmaður í Eflingu segir það „rasíska draumóra“ að innfæddum sé skipt út fyrir innflytjendur. Snorri Másson, varaformaður Miðflokksins, segir mikil menningarverðmæti tapast ef „heimamenn“ lenda í minnihluta á Íslandi.

Konur í verkfalli
Konur fylltu miðbæ Reykjavíkur og komu saman á fleiri stöðum á landinu vegna kvennaverkfalls. Fimmtíu ár eru liðin frá fyrsta kvennaverkfallinu, sem efnt var til á fyrsta kvennaári Sameinuðu þjóðanna.


Jón Trausti Reynisson
Skipbrot íslenska karlmannsins
Hvert vígi íslenska karlmannsins á fætur öðru fellur fyrir konum. Fátt virðist liggja fyrir honum.

Dóra Björt vill verða formaður Pírata
Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata, býður sig fram til formanns í hreyfingunni. Hún segir það hafa ruglað kjósendur að staðsetja sig ekki á klassískum pólitískum ás stjórnmálanna.

Karlar telja jafnrétti náð en konur ekki
Gallup-könnun sýnir að 61 prósent karla telja fullu jafnrétti náð en aðeins 32 prósent kvenna. Flestar konur telja halla á konur, en 37 prósent kvenna undir þrítugu segja halla á karla í samfélaginu.

„Við værum ekki að kvarta ef þetta væri ekki raunveruleikinn“
Fjölþjóðlegur hópur ungra kvenna og kvára á Íslandi hefur lagt fram kröfur á Kvennaári. Niðurstöður verkefnis sem þau hafa unnið undanfarið sýna að ungar konur og kvár upplifa ýmiskonar mismunun á grundvelli kyns. Hópurinn segir mikilvægt að huga að viðkvæmustu hópunum því þá njóti öll góðs af.











