Nýtt efni
![Framkvæmdu fyrir 120 milljónir á Bessastöðum](/media/uploads/images/thumbs/M-dvJtyWu9DM_150x100_jn_tW70M.jpg)
Framkvæmdu fyrir 120 milljónir á Bessastöðum
Gaseldavél með ofni fyrir rúma hálfa milljón og innréttingar fyrir 45,5 milljónir voru meðal kostnaðarliða í 120 milljóna króna framkvæmdum á heimili forseta Íslands á Bessastöðum nýverið. Kostnaðurinn fór 40 prósent fram úr áætlunum.
![Alfreð Erling vildi ekki tjá sig um daginn sem hjónin létust](/media/uploads/images/thumbs/KFPjakZkFcwp_150x100_qAKQmRy3.jpg)
Alfreð Erling vildi ekki tjá sig um daginn sem hjónin létust
Alfreð Erling Þórðarson, sem ákærður er fyrir að hafa svipt eldri hjón lífi í Neskaupstað í ágústmánuði, vildi ekki tjá sig um sakarefnið við upphaf aðalmeðferðar málsins í morgun. „Ég sé bara ekki ástæðu til þess,“ sagði hann í dómsal.
![Raunveruleikinn krefjist málamiðlana](/media/uploads/images/thumbs/zaYbNshGP2-I_150x100_iIKbokMQ.jpg)
Raunveruleikinn krefjist málamiðlana
Ólafur Þ. Harðarson segir gott samræmi á milli þingmálaskrár ríkisstjórnarinnar og áherslumála fyrir kosningar hjá þeim flokkum sem hana mynda. Útfærsla þingmálanna eigi þó eftir að koma í ljós og reikna megi með átökum á Alþingi um mörg þeirra.
![Verkföll kennara ólögmæt - nema í Snæfellsbæ](/media/uploads/images/thumbs/KuBcIuw6TKR1_150x100_TiVNntZP.jpg)
Verkföll kennara ólögmæt - nema í Snæfellsbæ
Verkföll Kennarasambands Íslands hafa verið dæmd ólögmæt, utan verkfalls í leikskólanum í Snæfellsbæ. Í tilkynningu frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga kemur fram að gert sé ráð fyrir að börn og kennarar sem hafa verið í verkfalli undanfarnar vikur mæti til skóla á morgun, utan leikskólans í Snæfellsbæ.
![Hart barist um Gunnarshólma](/media/uploads/images/thumbs/617Y_oOhVBrB_150x100_lS0YTsNd.jpg)
Hart barist um Gunnarshólma
Meirihluti bæjarstjórnar Kópavogs sakar minnihlutann um vanþekkingu á skipulagsmálum eftir að óskað var eftir fleiri umsögnum um uppbyggingu á Gunnarshólma, öðrum en þeim sem hagsmunaaðilar hafa útvegað fyrir bæjarstjórn.
![Dveljum lengur við ósigra en sigra](/media/uploads/images/thumbs/cWxP6AfKcQg1_150x100_GbsAr41e.jpg)
Dveljum lengur við ósigra en sigra
Víkingur Heiðar Ólafsson var tilbúinn með tapræðu þegar hann vann til Grammy-verðlauna fyrir plötu sína þar sem hann flytur Goldberg-tilbrigði Bachs. Hann segir það mannlegt hlutskipti að dvelja lengur við ósigra en sigra. Hann er fullur þakklætis og ætlar að „gefa í“ eins og hann kemst sjálfur að orði og verja meiri tíma í hljóðverinu.
![Heimsveldi í fjöllunum? - Fyrri hluti](/media/uploads/images/thumbs/bInb7xARo9d1_150x100_umEcPslj.jpg)
Heimsveldi í fjöllunum? - Fyrri hluti
Illugi Jökul sson fjallar um þá undarlegu tíma þegar Afganistan gerði sig líklegt til að verða stórveldi í Asíu.
![Þrettán rauðvínsflöskur](/media/uploads/images/thumbs/fL7urwbJTbUL_150x100_BaTn1Q9o.jpg)
Þrettán rauðvínsflöskur
Í febrúar árið 2022 ákváðu tollverðir á Kastrup-flugvelli að skoða nánar tvær ferðatöskur með þrettán flöskum. Eigendur þeirra voru að koma til landsins með flugi og sögðu flöskurnar innihalda rauðvín. Annað kom á daginn þegar tapparnir voru skrúfaðir af.
![Eitthvað sem við viljum helst ekki nefna](/media/uploads/images/thumbs/2XH3gSOBSyze_150x100_vQ8h4e2b.jpg)
Eitthvað sem við viljum helst ekki nefna
„Brúni liturinn er á skjön í listasögunni en hann setur auðvitað sitt mark á okkar daglega umhverfi,“ skrifar Þröstur Helgason sem rýnir í sýningu Ragnar Kjartanssonar sem opnaði nýlega í i8 Granda í Marshall-húsinu. Sýningin ber yfirskriftina Brúna tímabilið og mun standa næstu ellefu mánuði, eða til 18. desember.
![Það sem er verst við atburðina í Reykjavík](/media/uploads/images/thumbs/Hp25snp9GTZV_150x100_b1C3DLds.jpg)
![Illugi Jökulsson](/media/authors/thumbs/kkZwOxbK2tP6_50x50_jAserSWP.png)
Illugi Jökulsson
Það sem er verst við atburðina í Reykjavík
Illugi Jökulsson skrifar pistil um atburði gærkvöldsins í borgarstjórn Reykjavíkur
![„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“](/media/uploads/images/thumbs/k1B9j_pOejW6_150x100_edi35M6Q.jpg)
„Ég er náttúrlega gangandi kraftaverk“
Þegar Thelma Björk Jónsdóttir fatahönnuður, jóga- og hugleiðslukennari og þriggja barna móðir, fann fyrir hnúð í öðru brjóstinu fékk hún ekki að fara strax í skimun. Nokkrum mánuðum síðar greindist hún með meinvörp í beinum, sem haldið er niðri með lyfjum. Hún segir valdeflandi að eiga þátt í eigin bata, með heildrænni nálgun og jákvæðu hugarfari. Hún segir frá þessu, stóru ástinni og gjöfinni sem fólst í því að eignast barn með downs-heilkenni.
![Hinn hlýi faðmur fortíðar](/media/uploads/images/thumbs/amYjiSvMInh1_150x100_QTJ8-rQN.jpg)
![Sif Sigmarsdóttir](/media/authors/thumbs/4UnTaW6mSKAN_50x50_ZPwXTj5k.png)
Sif Sigmarsdóttir
Hinn hlýi faðmur fortíðar
Ekki er langt síðan alþjóðaviðskipti þóttu hátindur vestrænnar siðmenningar. En skjótt skipast veður í lofti.
![Borgarstjórnin fallin: Flugvöllurinn gerði útslagið](/media/uploads/images/thumbs/-102xBUVgSIM_150x100_VaMtpNYY.jpg)
Borgarstjórnin fallin: Flugvöllurinn gerði útslagið
Einar Þorsteinsson, oddviti Framsóknarflokksins, hyggst boða til meirihlutaviðræðna við Viðreisn, Flokk Fólksins og Sjálfstæðisflokkinn. Þetta tilkynnti hann í kvöld eftir að hann sleit meirihlutasamstarfinu í Reykjavík.
![Hagnaður Festis eykst og eigendur eiga von á 1,4 milljarða arði](/media/uploads/images/thumbs/8LIQSiQYjK1c_150x100_OcxEU_eS.jpg)
Hagnaður Festis eykst og eigendur eiga von á 1,4 milljarða arði
Festi, sem er móðurfélag Krónunnar, N1 og fleiri verslana, skilaði jákvæðri afkomu upp á 6,4 milljarða króna. Stærstur hluti þess er hagnaður af rekstri fyrirtækja í samstæðunni. Stjórn Festis leggur til að greiddur verði 1,4 milljarða arður til eigenda.
![Íslenskur trans maður í Bandaríkjunum óttast öfgafullt ástand sem raungerist á ógnarhraða](/media/uploads/images/thumbs/ra_u6Xy0aMh5_150x100_ufGXfnFX.jpg)
Íslenskur trans maður í Bandaríkjunum óttast öfgafullt ástand sem raungerist á ógnarhraða
Þótt fólk hafi óttast að Trump myndi þrengja að mannréttindum minnihlutahópa hefur komið á óvart hve sumar tilskipanir hans eru öfgafullar, segir íslenskur trans maður sem býr í Bandaríkjunum. Óvissan um stöðu trans fólks sé slík að hann treysti sér ekki til að tjá sig undir nafni. Bjarndís Helga Tómasdóttir, formaður Samtakanna '78, segir markvisst vegið að tjáningarfrelsi minnihlutahópa í Bandaríkjunum.