Nýtt efni
Sif Sigmarsdóttir
Jól í janúar
Hver segir að ekki megi gera í janúar það sem stóð til að gera í desember?
Varð skugginn af sjálfri sér
Í þessum lokaþætti Móðursýkiskastsins fáum við að heyra frá konu sem var sett á lyf sem gætu hafa haft mjög neikvæð áhrif á heilsu hennar. Lyf sem henni voru gefin við sjúkdómi sem svo kom í ljós að hún var ekki með. Hún gekk á milli lækna í aldarfjórðung áður en hún fékk rétta greiningu. Ragnhildur Þrastardóttir hefur umsjón með þáttaröðinni. Halldór Gunnar Pálsson hannaði stef og hljóðheim þáttanna. Þátturinn í heild sinni er aðeins aðgengilegur áskrifendum Heimildarinnar. Áskrift má nálgast á heimildin.is/askrift.
Ketill Sigurjónsson
Orkutækifæri Íslands á góðu skriði eða í öngstræti?
Ketill Sigurjónsson segir margt óljóst varðandi útfærslu þeirra atriða sem fjalla um orkumál í stefnuyfirlýsingu nýrrar ríkisstjórnar. „Þarna hræða sporin,“ skrifar hann og segir mikilvægt að gerðar verði breytingar á laga- og stjórnsýsluumhverfinu til að flýta þróun nýrra orkuverkefna.
Voðalega gott að vera afi
Með aðstoð Google endaði Muggur Guðmundsson með afastráknum Ólafi Gunnari Helgasyni á Billiardbarnum. Tilgangurinn var að sameinast í nýlegu áhugamáli barnabarnsins.
Fargjöld Strætó hækka
Strætó hefur boðað gjaldskrárbreytingar sem munu taka gildi 8. janúar næstkomandi.
Hagræðingartillögur á annað þúsund: Fækkun sendiráða og aðstoðarmanna
Mikill fjöldi tillagna um hagræðingu í ríkisrekstri hafa borist samráðsgátt stjórnvalda. Heimildin tók saman fjölda nokkurra vinsælla hugmynda svo sem fækkun aðstoðarmanna og minni stuðning við Borgarlínu.
Menntaðar ungar konur í Reykjavík líklegastar til að vilja banna hvalveiðar
Reykvíkingar, háskólaborgarar, konur, ungt fólk og stuðningsmenn flokka sem eru ekki á þingi og Samfylkingarinnar eru þeir hópar í samfélaginu sem helst vilja banna hvalveiðar með lögum. Ný könnun um veiðarnar sýnir að meirihluti landsmanna var óánægður með að Bjarni Benediktsson veitti Hval hf. leyfi til langreyðaveiða á síðustu dögum valdatíðar sinnar.
Annáll yfir mannskæðustu árásir á almenna borgara árið 2024
Rétt eins og árið á undan var árið 2024 blóðugt fyrir almenna borgara með nær daglegum loftárásum sem héldu áfram án afláts.
Saumar teppi til að takast á við sorgina
Eftir að Sigurlaug Gísladóttir missti son sinn úr bráðahvítblæði í hittifyrra ók hún upp á því að sauma handverk úr bútasaumi. Verkin selur hún og gefur ágóðann til Krabbameinsfélagsins í Austur-Húnavatnssýslu.
Jakob Birgis orðinn aðstoðarmaður dómsmálaráðherra
Uppistandarinn Jakob Birgisson er orðinn aðstoðarmaður dómsmálaráðherra ásamt lögfræðingnum Þórólfi Heiðari Þorsteinssyni. Ingileif Friðriksdóttir aðstoðar utanríkisráðherra en Jón Steindór Valdimarsson er aðstoðarmaður fjármála- og efnahagsráðherra.
Bestu kvikmyndir ársins
Kjartan Logi neyddi Flóka Larsen og Kolbrúnu Huldu Geirsdóttur að gera top 5 lista yfir bestu myndir 2024 í þessum hátíðarþætti af Paradísarheimt.
Stefán Ingvar Vigfússon
Grænn veggur
„Þarna er hann. Veggurinn.“ Stefán Ingvar Vigfússon skrifar hugvekju um græna vegginn í Mjóddinni.
Umfjöllun um fimm prósenta mörkin hafi verið meðal þess sem skaðaði VG
Formaður Vinstri grænna boðar í áramótakveðju sinni að hreyfingin muni veita nýrri ríkisstjórn aðhald utan Alþingis og styrkja tengsl sín við landsmenn á komandi ári. Hún reifar ýmsar ástæður fyrir löku gengi Vinstri grænna í kosningunum og meðal annars áherslu á fimm prósenta mörkin í umfjöllun um skoðanakannanir. Flokkurinn hafi ítrekað verið reiknaður út af þingi.
Mæðgur fóru báðar í brjóstnám
Hin 25 ára gamla Hrafnhildur Ingólfsdóttir gekkst undir tvöfalt brjóstnám í fyrra eftir að hún greindist með stökkbreytingu í BRCA1-geninu. Guðrún Katrín Ragnhildardóttir, móðir hennar, hefur einnig látið fjarlægja brjóst sín – en hún fékk brjóstakrabbamein 28 ára gömul.
Mest lesnu viðtöl ársins 2024
Viðtöl við fjölbreyttan hóp fólks voru mest lesin á árinu sem er að líða. Móðir fatlaðs manns sem var læstur inni í íbúð sinni í 15 ár, hjón sem fundu hvort annað seinna á lífsleiðinni og ung kona sem vill forða systkinum sínum frá því að lifa sömu æsku og hún sjálf eru meðal þeirra sem veittu Heimildinni viðtöl á árinu.