Nýtt efni

Náttúruunnendur mótmæla nýju baðlóni við Hoffell
Bláa lónið stefnir að uppbyggingu hótels og baðlóns við Hoffellslón í Sveitarfélaginu Hornarfirði en umsagnir á Skipulagsgátt eru alfarið neikvæðar. „Við erum á leiðinni að einkavæða náttúruna í þágu ríkra erlendra ferðamanna, en á kostnað íbúa svæðisins,“ skrifar landvörður.

Enskumælandi ráðið gagnrýnir niðurskurð í íslenskukennslu
Enskumælandi ráð Mýrdalshrepps setur sig upp á móti því að skorið verði niður í íslenskukennslu fyrir innflytjendur í fjárlögum næsta árs. Tveir þriðju íbúa sveitarfélagsins eru af erlendum uppruna og lýsti einn íbúi í Vík því í sumar að fólk talaði alla jafna saman á ensku í bænum.

Náttúran í manninum
Dans blandast saman við ljós, hljóð og meira að segja ilm í Flóðreka, nýju verki hjá Íslenska dansflokknum sem unnið er í samstarfi við Jónsa í Sigur Rós. Höfundurinn, Aðalheiður Halldórsdóttir, segir marga Íslendinga hræðast danssýningar en hvetur fólk til að sleppa takinu og leyfa sér að upplifa.

Traustið rjátlast af öllum ráðherrunum öðrum en Daða
Daði Már Kristófersson fjármálaráðherra er eini ráðherrann sem nýtur meira trausts nú en í janúar. Eyjólfur Ármannsson innviðaráðherra hrynur í trausti.

Arnaldur og Yrsa fá 20 milljónir hvort
Arnaldur Indriðason og Yrsa Sigurðardóttir hafa bæði fjárfest í verðbréfum í gegnum félögin sem halda utan um ritstörf þeirra. Arnaldur á verðbréf fyrir meira en milljarð og Yrsa hefur fjárfest í skráðum hlutabréfum.

Mamdani sigraði í New York
Sósíalistinn Zhoran Mamdani er nýr borgarstjóri New York-borgar. Enginn frambjóðandi hefur fengið jafn mörg atkvæði og hann síðan í kosningunum 1969.

Dick Cheney látinn: Maður áhrifa, árása og áfalla
Umdeildi varaforsetinn Dick Cheney er látinn. Hann stóð að stríðum í Afganistan og Írak eftir hryðjuverkaárásirnar 11. september, en snerist gegn Repúblikunum vegna Donalds Trump.

Kvörtuðu undan neyð og komust í álnir
Landeigendur við Seljalandsfoss lýstu neyðarástandi og þörf á gjaldtöku. Nokkrum árum síðar birtist 270 milljóna króna hagnaður á einu ári og fjárfestar laðast að.

„Maður hefur á tilfinningunni að þetta mál eigi að þagga alveg niður“
Sviðsstjóri Ríkisendurskoðunar er í veikindaleyfi og mun ekki snúa til baka. Hann segir það koma á óvart að þingið hafi þagað yfir málinu.

Hagstofan leiðréttir framkvæmdastjóra SI
Hagstofan segir það rangt með farið hjá Sigurði Hannessyni, framkvæmdastjóra Samtaka iðnaðarins, að verðbólga væri einu prósentustigi lægri ef reikniaðferð hefði ekki verið breytt.

38 sagt upp hjá Icelandair: „Svona ákvarðanir eru alltaf mjög erfiðar“
Ráðist hefur verið í endurskipulagningu á skrifstofu flugfélagsins Icelandair. Reksturinn hefur verið þungur undanfarin misseri.

Ætla að reka borgina í plús á næsta ári
Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar fyrir næsta ár gerir ráð fyrir að afgangur verði af rekstri A-hluta borgarsjóðs. Það eru þau verkefni sem borgin fjármagnar með skattfé.

Fjárréttir á Íslandi fyrr og nú
Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði.
Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir og Sigurlaug Dagsdóttir, kennarar í þjóðfræði við Háskóla Íslands.

„Eiginmaður minn hefur aldrei átt eignarhlut í Skeljungi“
Hildur Björnsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, fjallaði ítrekað um samninga sem vörðuðu lóðir bensínstöðva þrátt fyrir að eiginmaður hennar stýrði móðurfélagi Skeljungs. Lóðir bensínstöðva Skeljungs hafa síðan verið seldar til tengdra félaga fyrir vel á annan milljarð króna. Hún segir hæfi sitt aldrei hafa komið til álita.










