Nýtt efni

Íslendingar verja nær 8 prósentum tekna í jólagjafir – meira en Danir, minna en Norðmenn
Noregur stendur upp úr í samanburðinum en Danir, sem hafa hæstar meðalráðstöfunartekjur, verja lægstu hlutfalli í jólagjafir af Norðurlandaþjóðunum.

Af hvítum bjargvættum
Mzungu eftir Þórunni Rakel Gylfadóttur, höfund bókarinnar Akam, ég og Annika, og Simon Okoth Aora, kom eins og stormsveipur inn í íslenska jólabókaflóðið, klædd æpandi, appelsínugulri kápu. Þar er fjallað um Huldu, íslenska konu sem heldur til Kenía til að starfa á munaðarleysingjahæli hins íslenska Skúla, fyrrum fíkils sem hefur snúið við blaðinu. Ásamt Huldu á ferðalaginu eru Dagur, 18...

Draugar fortíðar ganga aftur
Franski spítalinn er sjálfstætt framhald Reykjavíkur (2022) eftir glæpasagnatvíeykið Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur. Lesendur endurnýja kynnin við Sunnu sem starfar nú sem blaðamaður á Morgunblaðinu eftir að hafa leyst ráðgátu fyrri bókarinnar. Sunna hefur áhuga á að afhjúpa aðra stórfrétt en er þess í stað beðin um að fara austur á land að vinna greinabálk um sjávarútvegs- og samgöngumál...

„Mun berjast fyrir frelsi okkar“
Grænlenski forsætisráðherrann segist „dapur“ yfir stigmögnun í ásælni Bandaríkjaforseta í innlimun Grænlands í Bandaríkin.


Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir
Hlýja
Sama hver þú ert og hvaða skoðanir þú hefur þá óska ég þér merkingabærra tenginga við annað fólk. Þær hlýja.

Trump segir Bandaríkin þurfa á Grænlandi að halda „vegna þjóðaröryggis“
„Við þurfum á Grænlandi að halda vegna þjóðaröryggis. Ekki vegna jarðefna,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi. Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, segist „mjög reiður“ og að yfirlýsingar Trumps séu „algjörlega óásættanlegar“.


Björn Gunnar Ólafsson
RÚV og auglýsingamarkaðurinn
Jákvætt viðhorf stjórnvalda er mikilvægt ef RÚV á að standa vörð um íslenskuna og andæfa gegn erlendum áhrifum.

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
„Þetta er sjúkdómur sem fer ekki í jólafrí,“ segir Elín Ósk Arnardóttir, sem hefur glímt við átröskun í þrettán ár. Hún segir jólahátíðina einn erfiðasta tíma ársins fyrir fólk með sjúkdóminn þar sem matur spilar stórt hlutverk og úrræðum fækkar fyrir sjúklinga. Elín er nú á batavegi og hvetur fólk til að tala hlutlaust um mat og sleppa því að refsa sér.

Jólaskammturinn, laufabrauð og mandarínuát
Þátturinn verður með hátíðlegu sniði því nú nálgast jólin þar sem allskonar kræsingar og lystisemdir verða á borðum landsmanna. Við ferðumst aftur í tímann og heyrum hvað fólk, sem fætt var um aldamótin nítjánhundruð, borðaði í sinni æsku, forvitnumst um laufabrauð í samtíð og fortíð og veltum fyrir okkur ógætilegu mandarínuáti. Gestir þáttarins er miklir matgæðingar, þjóðfræðingarnir Guðrún Gígja Jónsdóttir og Áki Guðni Karlsson. Þau segja okkur frá sínum matarhefðum yfir hátíðarnar og hvort það er eitthvað sem alls ekki má vanta á matardiskinn.
Þetta er síðasti þáttur Þjóðhátta á þessu ári og við segjum því að lokum: Gleðileg jól!
Þjóðhættir er hlaðvarp sem fjallar um nýjar rannsóknir og fjölbreytta miðlun í þjóðfræði. Umsjón hafa dr. Dagrún Ósk Jónsdóttir og Sigurlaug Dagsdóttir, kennarar í þjóðfræði við Háskóla Íslands.

Jólaævintýri leynikórsins
Tár falla, bæði í salnum og í kórnum sjálfum, og sumir í salnum syngja með. Lokatónninn hverfur út í skammdegið, einlægt klapp, þurrkuð tár og ótal bros. Það þekkja allir andlit í kórnum en hann kemur bara fram fyrir sérvalinn hóp og syngur þá inn jólin.

Baldvin í Samherja segir pabba sinn ekki bestu útgáfuna af sjálfum sér vegna rannsóknar
Baldvin Þorsteinsson, forstjóri og einn eigenda Samherja, segir það haft áhrif á föður sinn að vera til rannsóknar yfirvalda í sex ár. Faðir hans, Þorsteinn Már Baldvinsson, er grunaður í rannsókn Héraðssaksóknara á stórfelldum mútugreiðslum til namibísks áhrifafólks.

Morgunblaðið og Sýn fá yfir 100 milljónir frá ríkinu
Útgáfufélag Morgunblaðsins og Sýn, stærsta einkarekna fjölmiðlafyrirtæki landsins, fá tæpar 104 milljónir hvort í styrk frá ríkinu. Bændablaðið skilaði umsókn of seint og verður því af styrk þetta árið. Í heild var sótt um styrk fyrir rúman milljarð króna en um 545 milljónir voru til úthlutunar.

Verðbólgan skýst upp að nýju
Vísitala neysluverðs hefur ekki hækkað jafn mikið á milli mánaða síðan í febrúar á síðasta ári.

Skrefi nær því að opna stærsta kjarnorkuver Japans að nýju
Búið er að samþykkja að kveikja aftur á stærsta kjarnorkuveri Japana. Það var tekið úr notkun þegar Japan hætti notkun kjarnorku eftir að gríðarstór jarðskjálfti og flóðbylgja ollu bráðnun í þremur kjarnaofnum í Fukushima-kjarnorkuverinu árið 2011.

Takmarka fjölda nemenda utan EES: „Við vitum ekki hvernig pólitíska landslagið verður“
Margar námsleiðir við Háskóla Íslands munu takmarka fjölda nemenda utan EES-svæðisins frekar. Óvissa um fjárframlög með þeim gerir áætlanagerð erfiða. Aðstoðarrektur segir skólann vilja sinna núverandi innflytjendum betur, meðal annars með íslenskunámi.









