Nýtt efni

„Það er ljós í myrkrinu, þó það sé allt dimmt úti“
Elfa Dögg S. Leifsdóttir, teymisstjóri hjá Rauða krossinum, og Gunnhildur Ólafsdóttir, fagstjóri Píeta-samtakanna, segja símtöl í hjálparsíma orðin alvarlegri. Í kringum jólin leitar fólk ráða um samskipti, missi, sorg og einmanaleika. Báðar segja fyrsta skref fyrir fólk að opna sig um vanlíðan og minna á að bjargir eru til staðar.

Filippus Arabi: Ný og kristin Róm úti í eyðimörkinni?
Árið 244 varð hinn svonefndi Filippus Arabi keisari Rómar á miklum róstutímum. Hann náði að koma undir sig fótunum en kann líka að hafa átt sér leyndarmál.

Sennilega „toppurinn af ísjakanum“ sem komi í messu
Séra Skúli Sigurður Ólafsson, sóknarprestur í Neskirkju, hefur orðið var við aukinn áhuga ungmenna á kirkjustarfinu eftir heimsfaraldur. Hann veltir upp mörgum mögulegum ástæðum fyrir þessu – sótt sé í félagsstarf, jarðtengingu og hlé frá kliðnum.

Viðhorf til jólanna skiptir máli
Í huga margra eru jólin ævintýralegur tími, en fyrir aðra geta hátíðarnar reynst erfiðar. Sorg, söknuður og missir af því sem var getur haft áhrif, sem og fleiri þættir sem hafa áhrif á líðan. Álagið getur lagst þungt á fólk, en Sigríður Björk Þormar, doktor í sálfræði, segir að jólin geti líka verið tækifæri til að hlúa að sér og sínum. Oft sé þetta góður tími til að styrkja rofin tengsl, því fólk sé gjarnan opnara en ella.

Ungir karlmenn sækja messur: „Góð leið til að byrja daginn“
Orri Ármannsson og Sigurður Helgi Sveinsson eru sextán ára. Þeir hafa stundað það að sækja messur í Neskirkju frá því þeir fermdust og hafa hvatt vini sína til að koma með sér. Borið hefur á auknum áhuga ungs fólks, einkum drengja, á starfi þjóðkirkjunnar.

Leitin að upprunanum
ÁÁrið er 2022 og kórónaveirufaraldurinn er loks í rénun. Sigríður Lei, eða Sirrýlei eins og hún er kölluð, fær gamla silfurnælu í 15 ára afmælisgjöf frá ömmu sinni. Á bakhlið nælunnar er nafnið Sigríður áletrað en Sirrýlei heitir í höfuðið á ömmu sinni, Dídí, sem heitir í höfuðið á ömmu sinni, Siggu, sem hét í höfuðið á ömmu sinni, Sigríði....

Maðurinn fundinn heill á húfi
Lögreglan hefur fundið manninn sem hún lýsti eftir fyrr í kvöld.

Íslendingar verja nær 8 prósentum tekna í jólagjafir – meira en Danir, minna en Norðmenn
Noregur stendur upp úr í samanburðinum en Danir, sem hafa hæstar meðalráðstöfunartekjur, verja lægstu hlutfalli í jólagjafir af Norðurlandaþjóðunum.

Af hvítum bjargvættum
Mzungu eftir Þórunni Rakel Gylfadóttur, höfund bókarinnar Akam, ég og Annika, og Simon Okoth Aora, kom eins og stormsveipur inn í íslenska jólabókaflóðið, klædd æpandi, appelsínugulri kápu. Þar er fjallað um Huldu, íslenska konu sem heldur til Kenía til að starfa á munaðarleysingjahæli hins íslenska Skúla, fyrrum fíkils sem hefur snúið við blaðinu. Ásamt Huldu á ferðalaginu eru Dagur, 18...

Draugar fortíðar ganga aftur
Franski spítalinn er sjálfstætt framhald Reykjavíkur (2022) eftir glæpasagnatvíeykið Ragnar Jónasson og Katrínu Jakobsdóttur. Lesendur endurnýja kynnin við Sunnu sem starfar nú sem blaðamaður á Morgunblaðinu eftir að hafa leyst ráðgátu fyrri bókarinnar. Sunna hefur áhuga á að afhjúpa aðra stórfrétt en er þess í stað beðin um að fara austur á land að vinna greinabálk um sjávarútvegs- og samgöngumál...

„Mun berjast fyrir frelsi okkar“
Grænlenski forsætisráðherrann segist „dapur“ yfir stigmögnun í ásælni Bandaríkjaforseta í innlimun Grænlands í Bandaríkin.


Hrafnhildur Kjerúlf Sigmarsdóttir
Hlýja
Sama hver þú ert og hvaða skoðanir þú hefur þá óska ég þér merkingabærra tenginga við annað fólk. Þær hlýja.

Trump segir Bandaríkin þurfa á Grænlandi að halda „vegna þjóðaröryggis“
„Við þurfum á Grænlandi að halda vegna þjóðaröryggis. Ekki vegna jarðefna,“ sagði Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, á blaðamannafundi. Lars Løkke Rasmussen, utanríkisráðherra Danmerkur, segist „mjög reiður“ og að yfirlýsingar Trumps séu „algjörlega óásættanlegar“.


Björn Gunnar Ólafsson
RÚV og auglýsingamarkaðurinn
Jákvætt viðhorf stjórnvalda er mikilvægt ef RÚV á að standa vörð um íslenskuna og andæfa gegn erlendum áhrifum.

Átröskun á jólunum: „Ég borðaði mandarínu á aðfangadag“
„Þetta er sjúkdómur sem fer ekki í jólafrí,“ segir Elín Ósk Arnarsdóttir, sem hefur glímt við átröskun í þrettán ár. Hún segir jólahátíðina einn erfiðasta tíma ársins fyrir fólk með sjúkdóminn þar sem matur spilar stórt hlutverk og úrræðum fækkar fyrir sjúklinga. Elín er nú á batavegi og hvetur fólk til að tala hlutlaust um mat og sleppa því að refsa sér.









