Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

„Fannst bilað að þessi hjón væru fallin í gleymskunnar dá“

Ný heim­ild­ar­mynd, Vasul­ka áhrif­in, er vænt­an­leg í kvik­mynda­hús núna um helg­ina en hún fékk áhorf­enda­verð­laun Skjald­borg­ar­há­tíð­ar­inn­ar fyr­ir skömmu. Mynd­in er hug­ar­fóst­ur Hrafn­hild­ar Gunn­ars­dótt­ur leik­stjóra og fjall­ar um hjón­in Steinu og Woo­dy Vasul­ka en þau voru frum­kvöðl­ar í víd­eólist.

Fiðluleikarinn Steina Bjarnadóttir hitti tékkneska kvikmyndaleikstjórann Woody Vasulka í Prag seint á sjötta áratugnum. Það fyrsta sem Woody sagði við hana var: „Viltu giftast mér?“ „Þetta var sumsé bónorð við fyrstu sýn, ekki bara ást við fyrstu sýn,“ útskýrir Hrafnhildur Gunnarsdóttir sem leikstýrir myndinni. „Ég veit ekki hvort hann bað hennar vegna þess að Steina var svona sæt eða hvort það var af löngun til að komast frá Tékklandi,“ segir hún og hlær, en útkoma þessa fyrsta fundar var ekki einungis yfir sextíu ára hjónaband og vinskapur heldur einnig stórmerkilegt listrænt samstarf en hjónin voru frumkvöðlar í vídeólist á alþjóðavísu. Steina og Woody Vasulka fluttu til New York árið 1965 og hófu tilraunir með vídeó og rafræn boð og voru meðal annarra í samstarfi með Andy Warhol, Philip Glass og Laurie Anderson.

 „Það fyrsta sem Woody sagði við hana var: „Viltu giftast mér?“ 

Síminn hjá þeim hættur að hringja

Heimildarmyndin …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár