Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Veður­fræðingur segir full­yrðingar lofslags­afneitunar­sinna vera kjaftæði

Ein­ar Svein­björns­son veð­ur­fræð­ing­ur seg­ir að end­ur­tekn­ar full­yrð­ing­ar um að lofts­lagsum­ræð­an sé rek­in áfram af sósí­al­ist­um sem vilji kné­setja kapí­tal­ismann séu hættu­leg þvæla.

Veður­fræðingur segir full­yrðingar lofslags­afneitunar­sinna vera kjaftæði
Varar við blekkingaleik Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur varar við því að fólk láti blekkjast af áróðri loftslagsafneitunarsinna. Mynd: MBL / Sigurður Bogi Sævarsson

Séu ósannindi endurtekin nógu oft geta þau orðið að sannleika í huga fólks. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur sem bendir á að þeir sem afneiti því að loftslagsbreytingar séu tilkomnar af mannavöldum noti sálfræði af þessum toga. Afneitunarsinnar hamri á því að fréttir af loftslagsbreytingum af mannvöldum séu reknar áfram af sósíalistum og kommúnistum sem vilji umbylta heimsviðskiptakerfinu. Þetta sé hins vegar þvæla.

Einar birti Facebook-færslu þar sem hann rekur hvernig einfaldur misskilningur um það hvar þing Norðurlandaráðs ætti að fara fram, og endurteknar fullyrðingar þar um, undu þannig upp á sig að hann fór að efast um það sem hann taldi sig þó vita að væri rétt. Í þessu tilviki hefði misskilningurinn verið saklaus en það væri þá ekki alltaf reyndin.

„Sé þessi della endurtekin nógu oft munu á endanum margir gangast inn á boðskapinn“

Vísaði Einar til erlends pistils sem þýddur hafði verið og birtur á vefsíðunni Viljanum, grein eftir Joel Kotkin sem kallist Loftslags Stalínisminn. „Þar er enn eina ferðina verið að stilla loftslagsmálunum þannig að þau séu eitthvert einkamál vinstri róttæklinga sem vilja með þeim ná fram langþráðri byltingu á skipulagi heimsins. Sé þessi della endurtekin nógu oft munu á endanum margir gangast inn á boðskapinn,“ skrifaði Einar.

Loftslagsbreytingar eru staðreynd

Í samtali við Stundina segist Einar ekki vilja fullyrða hvort þeir sem endurómi pistla af þessu tagi séu þar með að ganga erinda afneitunarsinna í loftslagsmálum eða hvort þeir séu nytsamir sakleysingjar. „Það er margt reynt í þessari loftslagsumræðu af hálfu afneitunarsinna. Tilgangur þeirra er mjög ólíkur. Það er mjög algengt hjá afneitunarsinnum að hamra á því að fréttir um loftslagsbreytingar, loftslagsáróður eins og afneitunarsinnar kalla þær gjarnan, séu eitthvað áhugamál sósíalista og kommúnista til að umbylta ríkjandi skipulagi í heimsviðskiptum. Ef þessi þvæla er endurtekin nógu oft þá fara menn að trúa þessu og það er hættulegt. Þetta er hins vegar bara kjaftæði. Ég sjálfur kæri mig til að mynda ekkert um að vera settur í hóp með vinstri sósíalistum en ég veit hins vegar að lofslagsbreytingar eru staðreynd. Vísindin þar að baki eru skotheld. Þeir sem reyna að draga úr því eru að ganga annarlegra erinda.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hann var búinn að öskra á hjálp
2
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.

Mest lesið í mánuðinum

Hann var búinn að öskra á hjálp
4
Viðtal

Hann var bú­inn að öskra á hjálp

Hjalti Snær Árna­son hvarf laug­ar­dag­inn 22. mars. For­eldr­ar hans lásu fyrst um það í frétt­um að hans væri leit­að í sjón­um, fyr­ir það héldu þau að hann væri bara í göngu­túr. En hann hafði lið­ið sál­ar­kval­ir, það vissu þau. Móð­ir Hjalta, Gerð­ur Ósk Hjalta­dótt­ir, lýs­ir því hvernig ein­hverf­ur son­ur henn­ar gekk á veggi allt sitt líf, og hvernig hann veikt­ist svo mik­ið and­lega að þau voru byrj­uð að syrgja hann löngu áð­ur en hann var dá­inn.
Forsprakki útifundar játaði fjárdrátt á leikskólanum Klettaborg
5
Fréttir

Forsprakki úti­fund­ar ját­aði fjár­drátt á leik­skól­an­um Kletta­borg

Sig­fús Að­al­steins­son, stofn­andi hóps­ins Ís­land - þvert á flokka, sem stend­ur fyr­ir úti­fund­um um hæl­is­leit­end­ur, ját­aði á sig fjár­drátt frá leik­skól­an­um Kletta­borg þeg­ar hann var for­stöðu­mað­ur þar. Hann vill ekki dæma hvort brot af því tagi séu nógu al­var­leg til að inn­flytj­end­ur sem gerð­ust sek­ir um þau ætti að senda úr landi.

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár