Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Ömurleg örlög fjölskyldu sem vísað var frá Íslandi

Leo var átján mán­aða gam­all þeg­ar ís­lensk stjórn­völd vís­uðu fjöl­skyldu hans úr landi. Móð­ir hans bar barn und­ir belti og fædd­ist Leona syst­ir hans í flótta­manna­búð­um í Þýskalandi, líkt og Leo. Þýsk stjórn­völd hafa nú ákveð­ið að senda for­eldr­ana aft­ur til síns heima, en fað­ir barn­anna kem­ur frá Ír­ak og móð­ir þeirra frá Ír­an. Af ótta við að lenda aft­ur í því sama og hér á Ís­landi, fyr­ir­vara­laus­um brott­flutn­ingi í fylgd lög­reglu, lagði fjöl­skyld­an aft­ur á flótta og var í fel­um í frönsk­um skógi, en nú virð­ist að­skiln­að­ur óumflýj­an­leg­ur.

Á flótta í fimm ár Shawboo og Nasr flúðu fyrir ástina en grunaði ekki að þau yrðu á flótta um meginland Evrópu, með tvö lítil börn, í fimm ár. Þau spyrja hvort fólk haldi virkilega að þau hefðu lagt þetta á sig og börnin ef þau væru óhult í heimalandinu. Þegar þeim var vísað frá Íslandi var Shawboo ekki aðeins barnshafandi heldur illa haldin af áfallastreitu og með alvarlegt þunglynd.

Á sex ára tímabili frá mars 2013 til apríl á þessu ári var 317 börnum vísað frá Íslandi, þar af 75 á þessu ári.  Þau höfðu sótt um alþjóðlega vernd hér á landi og mörg þeirra áttu að baki langt og strangt ferðalag. Sum voru að flýja stríðsátök í heimalöndum sínum, öll komu hingað í leit að betra og öruggara lífi.
 
317 börn. Við vitum ekki hver þau eru, hvað þau heita, hvað þau eru gömul eða hvað þau voru búin að ganga í gegnum áður en þau komu til Íslands. Sum voru án fylgdar, flest þó með öðru eða báðum foreldrum. Sum eru fædd í stríðshrjáðum löndum. Við vitum ekki hvar þau eru núna. Það á við um langflest börn sem hefur verið synjað um vernd á Íslandi. Almenningur fær í fæstum tilfellum fréttir af afdrifum barnanna og stjórnvöld fylgjast ekki með eins og var staðfest í svari Þórdísar …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár