Á sex ára tímabili frá mars 2013 til apríl á þessu ári var 317 börnum vísað frá Íslandi, þar af 75 á þessu ári. Þau höfðu sótt um alþjóðlega vernd hér á landi og mörg þeirra áttu að baki langt og strangt ferðalag. Sum voru að flýja stríðsátök í heimalöndum sínum, öll komu hingað í leit að betra og öruggara lífi.
317 börn. Við vitum ekki hver þau eru, hvað þau heita, hvað þau eru gömul eða hvað þau voru búin að ganga í gegnum áður en þau komu til Íslands. Sum voru án fylgdar, flest þó með öðru eða báðum foreldrum. Sum eru fædd í stríðshrjáðum löndum. Við vitum ekki hvar þau eru núna. Það á við um langflest börn sem hefur verið synjað um vernd á Íslandi. Almenningur fær í fæstum tilfellum fréttir af afdrifum barnanna og stjórnvöld fylgjast ekki með eins og var staðfest í svari Þórdísar …
Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.
Ömurleg örlög fjölskyldu sem vísað var frá Íslandi
Leo var átján mánaða gamall þegar íslensk stjórnvöld vísuðu fjölskyldu hans úr landi. Móðir hans bar barn undir belti og fæddist Leona systir hans í flóttamannabúðum í Þýskalandi, líkt og Leo. Þýsk stjórnvöld hafa nú ákveðið að senda foreldrana aftur til síns heima, en faðir barnanna kemur frá Írak og móðir þeirra frá Íran. Af ótta við að lenda aftur í því sama og hér á Íslandi, fyrirvaralausum brottflutningi í fylgd lögreglu, lagði fjölskyldan aftur á flótta og var í felum í frönskum skógi, en nú virðist aðskilnaður óumflýjanlegur.
Athugasemdir