Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 4 árum.

„Ég vil vera hamingjusöm að eilífu“

Líf þeirra sem hafa ákveð­ið að helga sig Guði krefst fórna, en María de la Sa­biduría de la Cruz seg­ir það allt þess virði. Hún kem­ur úr kaþ­ólskri fjöl­skyldu í Arg­entínu, þær eru fimm syst­ur sem all­ar eru nunn­ur. Bróð­ir þeirra er hins veg­ar bóndi og fjöl­skyldufað­ir. Sjálf ákvað hún snemma að verða nunna og gekk í klaust­ur að­eins þrett­án ára göm­ul. Hér á landi elsk­ar hún Nonna­bæk­ur, fjall­göng­ur og harð­fisk með smjöri.

Það er skýjað þennan dag í Stykkishólmi. Ung kona í gráum og bláum nunnubúningi kemur gangandi frá litlu, grámáluðu bárujárnshúsi og gengur inn í gestamóttöku hótels í bænum. Hótelið er í húsnæði sem var áður í eigu kaþólsku kirkjunnar, þar var systrahús og leikskóli á vegum St. Franciskusreglunnar. Enn er þar kapella, sem áður tilheyrði þeirri reglu en tilheyrir nú Maríureglunni. Konan heilsar hlýlega, gengur inn í kapelluna og signir sig, áður en hún heldur inn í eldhús í annarri álmu í byggingunni þar sem hún hitar kaffi og vatn í katli.

María de la Sabiduría de la Cruz er frá Argentínu og er 33 ára. Hennar eigið nafn er María Teresa de la Cruz. Hún er nunna og gekk í klaustur aðeins þrettán ára gömul. 

Í klaustur 13 ára

María de la Sabiduría de la Cruz ólst upp á sveitabæ fyrstu árin en fjölskyldan flutti í bæ þegar eldri …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár