Það er skýjað þennan dag í Stykkishólmi. Ung kona í gráum og bláum nunnubúningi kemur gangandi frá litlu, grámáluðu bárujárnshúsi og gengur inn í gestamóttöku hótels í bænum. Hótelið er í húsnæði sem var áður í eigu kaþólsku kirkjunnar, þar var systrahús og leikskóli á vegum St. Franciskusreglunnar. Enn er þar kapella, sem áður tilheyrði þeirri reglu en tilheyrir nú Maríureglunni. Konan heilsar hlýlega, gengur inn í kapelluna og signir sig, áður en hún heldur inn í eldhús í annarri álmu í byggingunni þar sem hún hitar kaffi og vatn í katli.
María de la Sabiduría de la Cruz er frá Argentínu og er 33 ára. Hennar eigið nafn er María Teresa de la Cruz. Hún er nunna og gekk í klaustur aðeins þrettán ára gömul.
Í klaustur 13 ára
María de la Sabiduría de la Cruz ólst upp á sveitabæ fyrstu árin en fjölskyldan flutti í bæ þegar eldri …
Athugasemdir