Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar

Ragn­ar Ei­ríks­son er einn fræg­asti kokk­ur lands­ins og hef­ur skap­að sér nafn fyr­ir ein­staka notk­un sína á óvenju­leg­um ís­lensk­um hrá­efn­um. Fyrst­ur Ís­lend­inga fékk hann Michel­in-stjörnu en rúmu ári síð­ar var hann orð­inn at­vinnu­laus í fall­völt­um bransa, þar sem eng­inn vildi ráða hann. Í sum­ar lét hann lang­þráð­an draum ræt­ast með Vín­stúk­unni Tíu sop­um á Lauga­vegi, ásamt sam­starfs­mönn­um sín­um.

Fékk Michelin-stjörnu og varð atvinnulaus ári síðar
Sáttur í dag Undanfarin ár hafa verið rússíbanareið í lífi Ragnars, sem vann svo mikið á tímabili að lítið var eftir af persónuelika hans. Honum líður mun betur í dag, á bakvið afgreiðsluborðið á Vínstúkunni Tíu sopum, en sér ekki eftir neinu, enda sé þetta allt saman dýrmæt reynsla. Mynd: Heiða Helgadóttir

Ragnar Eiríksson, eða Raggi Eiríks eins og hann er gjarnan kallaður, situr á hóteli við Hlemm þegar ég hitti hann í kaffi og spjall.  Hann lítur út eins og danskur hipster, með úfið skegg og hár, gleraugu, húfu og í vesti, hæværskur en hláturinn aldrei langt undan.  „Ég man nákvæmlega dagsetninguna þegar ég byrjaði í veitingabransanum. Það var 15. maí 1997,“ segir Ragnar sposkur á svip. „Ég var búinn að reyna að vera í menntaskóla en það gekk ekki alveg nógu vel af því ég kann ekki að læra. Ég var átján ára, það voru próflok og ég fór þann sama dag að vinna á Pizzahúsinu að gera pitsur og ég hef verið í veitingabransanum síðan,“ útskýrir hann og segir ástæðu þess kannski ekki endilega hafa verið brennandi áhuga á matnum sjálfum heldur hafi hann fallið fyrir hraðanum, spennunni, adrenalíninu og atganginum í eldhúsinu.  „Það er kannski einhver birtingarmynd af …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár