Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sjúklingar smánaðir og niðurlægðir

Eft­ir frá­fall frænku sinn­ar fór Mar­grét Marteins­dótt­ir að spyrj­ast fyr­ir hvort aðr­ir hefðu upp­lif­að það sama og hún, for­dóma gagn­vart fólki með fíkni­sjúk­dóma. Og jú, fólk sem hef­ur glímt við fíkni­sjúk­dóma, að­stand­end­ur þess og fag­fólk sam­mæl­ast öll um að for­dóm­arn­ir séu ekki að­eins til stað­ar held­ur koma þeir í veg fyr­ir að fólk sæki sér að­stoð, fái hjálp­ina sem það þarfn­ast og geti stig­ið aft­ur inn í sam­fé­lag­ið. Um­ræð­an um flottu krakk­ana og svona fólk sé meið­andi, því all­ir ein­stak­ling­ar séu jafn dýr­mæt­ir, hvað­an sem þeir koma og hversu langt leidd­ir sem þeir eru.

Í byrjun ágúst árið 2015 fékk ég símtal frá félagsráðgjafa sem sagðist vera fyrir utan bráðamóttökuna í Fossvogi og með henni væri kona sem væri nú skjólstæðingur hennar. Hún hafði orðið fyrir ofbeldi og læknir sem skoðaði hana segði að það þyrfti að mynda áverkana, „en hún fór út og fæst ekki til að koma með mér aftur inn á spítalann,“ sagði ráðgjafinn. „Hún vill tala við þig.“ Ástvina mín kær, sem var þá mjög veik af fíknisjúkdómi, sagði þegar hún kom í símann að hún ætlaði ekki aftur inn á deildina, þar hefði verið talað við sig af lítilsvirðingu. Hún var svo róleg og ég áttaði mig á að hún var að gefast upp. Ég reyndi samt að sannfæra hana um að fara aftur inn, hún yrði að láta líta betur á sig, hvort hún vildi gera það barnanna sinna vegna, mín vegna? Þá beygði hún af og bað …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár