Í mörg þúsund ára sögu Kasmír hefur héraðið sjaldnast verið sjálfstætt. Stórveldi skiptust á að leggja svæðið undir sig í gegnum aldirnar en um miðja 19. öld veitti breska heimsveldið íbúum Kasmír takmarkaða sjálfstjórn. Þegar Bretar tóku manntal á Indlandi tæpri öld síðar, árið 1941, voru 77% Kasmírbúa múslimar en um 20% hindúar og hefur lítil breyting orðið þar á.
Þrátt fyrir að vera í miklum minnihluta áttu hindúar mun meira ræktarland og lifðu almennt töluvert betur en múslimarnir sem strituðu á ökrum þeirra. Oft voru þeir beinlínis þrælar sem fengu engin laun fyrir vinnu sína.
Kerfið virkaði þannig að múslimar voru neyddir til að taka himinhá lán af auðugum landeigendum til að kaupa nytjarétt á landi en vextirnir voru of háir til að þeir gætu nokkurn tímann byrjað að greiða niður höfuðstólinn og allt sem þeir ræktuðu fór því til landeigandans. Skuldin erfðist og þannig voru margar kynslóðir hnepptar …
Athugasemdir