Árið er 1998. Íslensk hjón ættleiða tveggja ára gamlan rúmenskan dreng og gefa honum nafnið Eyjólfur. Eyjólfur Jónsson. Fjölskyldan bjó í úthverfi í Reykjavík.
„Strax í 1. bekk var byrjað að leggja mig í einelti af því að ég var öðruvísi. Ég er dökk,“ segir Candice Aþena Jónsdóttir. Hún situr með svart, sítt hárið í glampandi sól á bekk í útigarði veitingahúss í miðbæ Reykjavíkur. Sígarettupakki og kveikjari á borðinu fyrir framan hana. Hún vill að tvær vinkonur sínar séu viðstaddar viðtalið.
„Mig langaði alltaf til að vera stelpa og eineltið hófst fyrir alvöru eftir að ég tók þátt í sýningu í 4. bekk og kom fram í dragi, eða stelpufötum. Þá vissi ég ekkert um kynhneigð eða kynvitund. Það var farið að kalla mig ógeðslegum uppnefnum og sagt að ég væri „gay“. Ég barðist gegn þessu og sagði að ég væri ekki „gay“ af því að ég skammaðist mín …
Athugasemdir