Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Á endanum erum við öll eins

Candice Aþena Jóns­dótt­ir er trans­kona. Hún var ætt­leidd frá Rúm­en­íu og var lögð í einelti nær alla sína skóla­göngu sem braut hana nið­ur. Hún hef­ur nokkr­um sinn­um reynt að svipta sig lífi. Candice legg­ur áherslu á að á end­an­um sé­um við öll eins og vill að fólk kynni sér hvað það þýð­ir að vera trans. „Mig lang­ar til að hjálpa öðru fólki sem er að ganga í gegn­um þetta með því að segja sögu mína.“

Á endanum erum við öll eins
Finnur fyrir fordómum Candice Aþena Jónsdóttir er trans og segist vera litin hornauga, þó hún taki ekki alltaf eftir því. Stundum fái hún stundum óþægileg „skítakomment“, bæði dagsdaglega og á djamminu. Mynd: Heiða Helgadóttir

Árið er 1998. Íslensk hjón ættleiða tveggja ára gamlan rúmenskan dreng og gefa honum nafnið Eyjólfur. Eyjólfur Jónsson. Fjölskyldan bjó í úthverfi í Reykjavík.

„Strax í 1. bekk var byrjað að leggja mig í einelti af því að ég var öðruvísi. Ég er dökk,“ segir Candice Aþena Jónsdóttir. Hún situr með svart, sítt hárið í glampandi sól á bekk í útigarði veitingahúss í miðbæ Reykjavíkur. Sígarettupakki og kveikjari á borðinu fyrir framan hana. Hún vill að tvær vinkonur sínar séu viðstaddar viðtalið. 

„Mig langaði alltaf til að vera stelpa og eineltið hófst fyrir alvöru eftir að ég tók þátt í sýningu í 4. bekk og kom fram í dragi, eða stelpufötum. Þá vissi ég ekkert um kynhneigð eða kynvitund. Það var farið að kalla mig ógeðslegum uppnefnum og sagt að ég væri „gay“. Ég barðist gegn þessu og sagði að ég væri ekki „gay“ af því að ég skammaðist mín …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Innflytjendur á Íslandi
Samtal við samfélagið#15

Inn­flytj­end­ur á Ís­landi

Ís­land hef­ur tek­ið um­tals­verð­um breyt­ing­um und­an­farna ára­tugi. Eft­ir að hafa löng­um ver­ið eitt eins­leit­asta sam­fé­lag í heimi er nú svo kom­ið að nær fimmti hver lands­mað­ur er af er­lendu bergi brot­inn. Inn­flytj­end­ur hafa auðg­að ís­lenskt sam­fé­lag á marg­vís­leg­an hátt og mik­il­vægt er að búa þannig um hnút­ana að all­ir sem hing­að flytja geti ver­ið virk­ir þátt­tak­end­ur á öll­um svið­um mann­lífs­ins. Til að fræð­ast nán­ar um inn­flytj­enda hér­lend­is er í þess­um þætti rætt við Dr. Löru Wil­helm­ine Hoff­mann, nýdoktor við Menntavís­inda­svið Há­skóla Ís­lands, þar sem hún tek­ur þátt í verk­efn­inu “Sam­an eða sundr­uð? Mennt­un og fé­lags­leg þátt­taka flótta­barna og -ung­menna á Ís­landi.” Hún starfar einnig sem stunda­kenn­ari við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri og Há­skól­ann á Bif­röst. Sjálf er Lara þýsk en rann­sókn­ir henn­ar hverf­ast um fólks­flutn­inga, dreif­býli, tungu­mál og list­ir en hún varði doktors­rit­gerð sína í fé­lags­vís­ind­um við Há­skól­ann á Ak­ur­eyri ár­ið 2022. Tit­ill doktors­rit­gerð­ar­inn­ar er „Að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi: Hug­læg­ar vís­bend­ing­ar um að­lög­un inn­flytj­enda á Ís­landi byggð­ar á tungu­máli, fjöl­miðla­notk­un og skap­andi iðk­un.“ Guð­mund­ur Odds­son pró­fess­or í fé­lags­fræði við HA ræddi við Löru en í spjalli þeirra var kom­ið inn á upp­lif­un inn­flytj­enda af inn­gild­ingu, hlut­verk tungu­máls­ins, stærð mál­sam­fé­laga, sam­an­burð á Ís­landi og Fær­eyj­um og börn flótta­fólks.

Mest lesið undanfarið ár