„Að hjóla er umhverfisvænt, maður fær góða hreyfingu og útivist, allt í einu. Ég myndi mæla með því að nota hjólið eins mikið og mögulegt er,“ segir Björk Kristjánsdóttir.
Fjölmargir hjólaviðburðir fara fram ár hvert og bera þess vitni hversu vinsælar hjólreiðar eru orðnar á Íslandi. Margir sem taka þátt í þessum hjólreiðaviðburðum og keppnum eru ekki endilega að taka þátt til þess að vinna heldur setja þeir sér þetta sem persónulega áskorun. Einn slíkur viðburður er WOW Cyclothon sem haldin verður í áttunda sinn á þessu ári og fer af stað þann 25. júní. Hjólaðir eru 1358 km hringinn í kringum landið á innan við 72 klukkutímum. Það eru nokkrir flokkar í boði. Einstaklingsflokkur þar sem þú hjólar sjálfur allan hringinn, fjögurra manna lið og svo lið með tíu þátttakendur. Þannig eru margir ginntir í að byrja að hjóla af vinum eða samstarfsfélögum og smitast af hjólabakteríunni í undirbúningnum. …
Athugasemdir