Ásþór Björnsson er enginn venjulegur sextán ára unglingur. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann lokið stúdentsprófi, tekið áfanga í háskóla, stofnað fyrirtæki og sinnt réttindabaráttu, samhliða því sem hann hefur lagt stund á hljóðfæranám og spilaði um tíma með úrvalshópi Körfuknattleikssambands Íslands. Þá er hann bæði í landsliðinu í keppnisforritun og vélmennaforritun.
Lauk framhaldsskóla á tveimur árum
Í Tækniskólanum er boðið upp á námsbrautina K2, þar sem áhersla er lögð á tækni og vísindi. Þangað skráðist Ásþór haustið 2017 og útskrifaðist á dögunum með stúdentspróf. Almennt er miðað við að það taki þrjú ár að ljúka náminu, en vegna þess að Ásþór tók síðustu tvö árin saman, auk þess sem hann lauk 9. og 10. bekk grunnskóla á einu ári, útskrifaðist Ásþór ekki nema sextán ára gamall, fæddur 25. júlí árið 2002.
Hann lét þó ekki þar við sitja, heldur lauk einnig tveimur áföngum frá Háskólanum í …
Athugasemdir