Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Sextán ára stúdent að klára áfanga í háskóla

Ás­þór Björns­son er 16 ára gam­all strák­ur úr Breið­holt­inu. Hann sker sig þó úr hópi jafn­aldra sinna að því leyti að hann hef­ur þeg­ar haf­ið há­skóla­göngu sína.

Sextán ára stúdent að klára áfanga í háskóla

Ásþór Björnsson er enginn venjulegur sextán ára unglingur. Þrátt fyrir ungan aldur hefur hann lokið stúdentsprófi, tekið áfanga í háskóla, stofnað fyrirtæki og sinnt réttindabaráttu, samhliða því sem hann hefur lagt stund á hljóðfæranám og spilaði um tíma með úrvalshópi Körfuknattleikssambands Íslands. Þá er hann bæði í landsliðinu í keppnisforritun og vélmennaforritun. 

Lauk framhaldsskóla á tveimur árum

Í Tækniskólanum er boðið upp á námsbrautina K2, þar sem áhersla er lögð á tækni og vísindi. Þangað skráðist Ásþór haustið 2017 og útskrifaðist á dögunum með stúdentspróf. Almennt er miðað við að það taki þrjú ár að ljúka náminu, en vegna þess að Ásþór tók síðustu tvö árin saman, auk þess sem hann lauk 9. og 10. bekk grunnskóla á einu ári, útskrifaðist Ásþór ekki nema sextán ára gamall, fæddur 25. júlí árið 2002. 

Hann lét þó ekki þar við sitja, heldur lauk einnig tveimur áföngum frá Háskólanum í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Ópera eða þungarokk? - Áhrif smekks á viðhorf annarra til okkar
Samtal við samfélagið#8

Ópera eða þung­arokk? - Áhrif smekks á við­horf annarra til okk­ar

Hef­ur smekk­ur okk­ar áhrif á hvernig aðr­ir meta okk­ur? Mads Meier Jæ­ger, pró­fess­or við Kaup­manna­hafn­ar­skóla, svar­aði þeirri spurn­ingu á fyr­ir­lestri sem hann flutti ný­lega á veg­um fé­lags­fræð­inn­ar og hann ræddi rann­sókn­ir sín­ar í spjalli við Sigrúnu í kjöl­far­ið. Því hef­ur oft ver­ið hald­ið fram að meiri virð­ing sé tengd smekk sem telst til há­menn­ing­ar (t.d. að hlusta á óper­ur eða kunna að meta ostr­ur) en lægri virð­ing smekk sem er tal­inn end­ur­spegla lág­menn­ingu (t.d. að hlusta á þung­arokk eða vilja bara ost­borg­ara). Á svip­að­an hátt er fólk sem bland­ar sam­an há- og lág­menn­ingu oft met­ið hærra en þau sem hafa ein­ung­is áhuga á öðru hvoru form­inu. Með meg­in­d­leg­um og eig­ind­leg­um að­ferð­um sýn­ir Mads fram á að bæði sjón­ar­horn­in skipta máli fyr­ir hvernig fólk er met­ið í dönsku sam­fé­lagi. Dan­ir álíta til dæm­is að þau sem þekkja og kunna að meta hluti sem tengj­ast há­menn­ingu fær­ari á efna­hags­svið­inu og fólk ber meiri virð­ingu fyr­ir slík­um ein­stak­ling­um en þau sem að geta bland­að sam­an há-og lág­menn­ingu eru tal­in áhuga­verð­ari og álit­in hafa hærri fé­lags­lega stöðu. Þau Sigrún ræða um af hverju og hvernig slík­ar skil­grein­ing­ar hafa áhuga á mögu­leika okk­ar og tæki­færi í sam­fé­lag­inu. Þau setja nið­ur­stöð­urn­ar einnig í sam­hengi við stefnu­mót­un, en rann­sókn­ir Mads hafa með­al ann­ars ver­ið not­að­ar til að móta mennta­stefnu í Dan­mörku.

Mest lesið undanfarið ár