Báturinn skar hafflötinn á Nuuk-firði á 30 sjómílna hraða. Sjórinn var spegilsléttur og þokan lá yfir eins og teppi. Útsýni til fjalla var ekkert.

„Það birtir þegar við komum innar í fjörðinn,“ fullyrti Miiti Geisler, verslanaeigandi og maraþonhlaupari í Nuuk, og upplýsti að innst í firðinum væri gjarnan blíðuveður, bæði bjart og hlýtt. Hún átti sumarhús í þorpinu Kapisillit og dvaldi þar þegar hún vildi komast í ró og næði frá hraðanum og nútímanum í Nuuk.
Við vorum átta saman á ferð á vegum Ferðafélags Íslands að aðstoða Grænlendinga við að stofna Ferðafélag Grænlands. Hugmyndin hafði orðið til þegar Inga Dóra Guðmundsdóttir bjó á Íslandi og tók þátt í fjallaverkefninu Fyrsta skrefinu með mér. Inga Dóra er Íslendingur í aðra ættina en Grænlendingur í hina. Móðir hennar er Benedikte Thorsteinsson, fyrrverandi félagsmálaráðherra á …
Athugasemdir