Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Hin prýdda dökka uppspretta óendanlegrar sköpunar

Vís­inda­menn hafa gert það sem áð­ur var tal­ið óhugs­andi – að ná mynd af risa­svart­holi í rúm­lega 50 millj­ón ljós­ára fjar­lægð.

Hin prýdda dökka uppspretta óendanlegrar sköpunar

Pōwehi er aldagamalt orð frá Havaí sem merkir „hin prýdda dökka uppspretta óendanlegrar sköpunar“. Það er því ekki furða að havískum háskólaprófessor hafi komið orðið í huga þegar haft var samband við hann um nafn á risasvarthol. Þökk sé samstilltu átaki vísindamanna víðs vegar á jörðinni hefur mannkynið nú fengið að líta Pōwehi augum.

Svartholið er í risasporvöluþokunni Messier 87, sem finna má í stjörnumerkinu meyjunni. Að ferðast þangað frá jörðinni tæki um 53 og hálfa milljón ára, að því gefnu að manni auðnaðist að ferðast á hraða ljóssins. Messier 87 er ein stærsta og massamesta vetrarbraut í nágrenni við sólkerfi jarðar og eru stjörnurnar í henni um trilljón talsins.

Pōwehi er um 6,6 milljörðum massameira en sólin sem við þekkjum úr sólkerfi jarðar og þvermál þess er svipað og bilið á milli hennar og Plútó. Um það bil einn sólmassi fellur inn í svartholið á hverjum áratug og í …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár