Pōwehi er aldagamalt orð frá Havaí sem merkir „hin prýdda dökka uppspretta óendanlegrar sköpunar“. Það er því ekki furða að havískum háskólaprófessor hafi komið orðið í huga þegar haft var samband við hann um nafn á risasvarthol. Þökk sé samstilltu átaki vísindamanna víðs vegar á jörðinni hefur mannkynið nú fengið að líta Pōwehi augum.
Svartholið er í risasporvöluþokunni Messier 87, sem finna má í stjörnumerkinu meyjunni. Að ferðast þangað frá jörðinni tæki um 53 og hálfa milljón ára, að því gefnu að manni auðnaðist að ferðast á hraða ljóssins. Messier 87 er ein stærsta og massamesta vetrarbraut í nágrenni við sólkerfi jarðar og eru stjörnurnar í henni um trilljón talsins.
Pōwehi er um 6,6 milljörðum massameira en sólin sem við þekkjum úr sólkerfi jarðar og þvermál þess er svipað og bilið á milli hennar og Plútó. Um það bil einn sólmassi fellur inn í svartholið á hverjum áratug og í …
Athugasemdir