Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Enginn veit hvað átt hefur

Það var mörg­um áfall þeg­ar frétt­ir bár­ust af því um all­an heim að Notre Dame-kirkj­an í Par­ís stæði í ljós­um log­um. Til stend­ur að safna fyr­ir end­ur­bygg­ingu henn­ar en ljóst er að gríð­ar­leg menn­ing­ar­verð­mæti glöt­uð­ust að ei­lífu í brun­an­um. Þetta er þó því mið­ur ekki í fyrsta og senni­lega ekki síð­asta sinn sem mann­kyn­ið tap­ar stór­um og mik­il­væg­um hluta af menn­ing­ar­arfi sín­um á einu bretti.

Enginn veit hvað átt hefur
Griðarstaður margra Stærstur hluti Notre Dame stendur enn og slökkviliðsmönnum tókst að bjarga mörgum munum frá brunanum, þó að ljóst sé að mikið af menningarverðmætum töpuðust.

Það er stundum sagt að sagnfræðingar gráti enn brunann sem tortímdi bókasafninu í Alexandríu í Egyptalandi en það var eitt merkasta safn heimilda sem til var um hinn forna heim. Það er hins vegar ofsögum sagt að safnið hafi fuðrað upp í heilu lagi eins og margir sjá fyrir sér í dag. Það var miklu frekar aldalöng vanræksla sem varð til þess að smám saman kvarnaðist úr safninu og byggingin tæmdist að lokum af fólki og ritum.

Um hundrað árum fyrir Kristsburð var svo komið að stjórn safnsins var almennt í höndum pólitískra afla en ekki menntamanna eins og á árum áður. 48 árum fyrir Krist brunnu að minnsta kosti 40 þúsund fornrit í stórbruna sem var settur af stað af Júlíusi Sesar og mönnum hans skammt frá bókasafninu. Þeir höfðu kveikt í eigin skipum í höfninni í nauðvörn en misstu stjórn á eldinum sem geisaði um alla Alexandríu áður …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár