Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Vill spyrna við vanlíðan ungmenna á samfélagsmiðlum

Arn­rún Berg­ljót­ar­dótt­ir fann hvað glans­mynd­in á In­sta­gram hafði slæm áhrif á líð­an henn­ar þeg­ar hún glímdi við and­lega erf­ið­leika í kjöl­far kyn­ferð­isof­beld­is. Til að spyrna við þessu stofn­aði hún In­sta­gram-síð­una Und­ir yf­ir­borð­inu þar sem alls kon­ar fólk seg­ir frá erf­ið­leik­um sín­um. Þá held­ur hún úti fund­um fyr­ir fólk með geð­sjúk­dóma.

Vill spyrna við vanlíðan ungmenna á samfélagsmiðlum

Arnrún Bergljótardóttir er 22 ára leikskólastarfsmaður, en hefur nýlega vakið athygli sem annar af stofnendum MHA-samtakanna (Mental Health Anonymous) auk þess sem hún heldur úti Instagram-reikningnum Undir yfirborðinu hvers tilgangur er að beina sjónum netnotenda að líðan fólks á bak við skjáinn. Síðuna stofnaði Arnrún í lok ársins sem leið og hefur hún vakið nokkra athygli.

„Hún á að minna fólk á hvað býr undir yfirborðskennda Instagram. Þar er allt rosalega fegrað, alltaf talað um árangurinn en aldrei ferlið. Þú sérð bara óléttumyndina, en veist ekkert hvað kona þurfti að ganga í gegnum mörg fósturlát. Þú sérð mynd af hamingjusömu pari, sem kannski tók klukkutíma að ná af því þau voru að rífast allan tímann. Maður sér ekki alvarleika lífsins. Og fyrir fólk sem líður illa getur þetta verið hættulegur miðill vegna þess að hann telur því trú um að allir aðrir hafi það miklu betra. Að þú sért sá …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár