Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 5 árum.

Svívirðilega heppin

Inga Dóra Pét­urs­dótt­ir mann­fræð­ing­ur bjó í Mósam­bík í tæp tvö ár þar sem hún starf­aði sem jafn­rétt­is­full­trúi hjá Mat­væla­stofn­un Sam­ein­uðu þjóð­anna, en hún sá með­al ann­ars um inn­leið­ingu á jafn­rétt­is­stefnu í verk­efn­um þeirra þar í landi. Þar er sums stað­ar hung­ur, barna­hjóna­bönd eru al­geng, það er illa séð að kon­ur noti getn­að­ar­varn­ir og er bæði mæðra- og ung­barnadauði mik­ill.

Svívirðilega heppin
Vinnufélagarnir Inga Dóra með samstarfsfólki sínu í Mapútó, en Mósambík var fyrsta landið til að innleiða jafnréttisstefnu við Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna. Mynd: Úr einkasafni

Inga Dóra Pétursdóttir fór 18 ára gömul sem skiptinemi til Gvatemala. Þar fékk hún starfsnemastöðu í átta mánuði á vegum Sameinuðu þjóðanna í verkefni sem kallast Sannleiksverkefni. „Þetta var um það leyti sem skrifað var undir friðarsamninga í landinu og voru Sameinuðu þjóðirnar að gera upp hvað hafði átt sér stað í 30 ára borgarastríði í landinu. Áður en ég fór að vinna hjá SÞ hafði ég gert mér grein fyrir hvað það var sem ég vildi gera í lífinu, sem var að vinna að þróunarsamvinnu og ferðast sem mest.“

Inga Dóra kom svo heim til Íslands, kláraði menntaskólann og bjó svo í Gana í eitt ár þar sem hún vann sem sjálfboðaliði í skóla á vegum AUS. Hún hóf síðan BA- og MA-nám í mannfræði við Háskóla Íslands en tók hluta af náminu í Bandaríkjunum og á Spáni.

Inga Dóra hélt til Malaví þar sem hún bjó í tvö …

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár