Inga Dóra Pétursdóttir fór 18 ára gömul sem skiptinemi til Gvatemala. Þar fékk hún starfsnemastöðu í átta mánuði á vegum Sameinuðu þjóðanna í verkefni sem kallast Sannleiksverkefni. „Þetta var um það leyti sem skrifað var undir friðarsamninga í landinu og voru Sameinuðu þjóðirnar að gera upp hvað hafði átt sér stað í 30 ára borgarastríði í landinu. Áður en ég fór að vinna hjá SÞ hafði ég gert mér grein fyrir hvað það var sem ég vildi gera í lífinu, sem var að vinna að þróunarsamvinnu og ferðast sem mest.“
Inga Dóra kom svo heim til Íslands, kláraði menntaskólann og bjó svo í Gana í eitt ár þar sem hún vann sem sjálfboðaliði í skóla á vegum AUS. Hún hóf síðan BA- og MA-nám í mannfræði við Háskóla Íslands en tók hluta af náminu í Bandaríkjunum og á Spáni.
Inga Dóra hélt til Malaví þar sem hún bjó í tvö …
Athugasemdir