Þessi grein birtist upphaflega í Stundinni fyrir meira en 6 árum.

Tíu mest lesnu pistlar Stundarinnar árið 2018

Mis­rétti, ras­ismi og rétt­ur reiðra karla, lands­fund­ur Sjálf­stæð­is­flokks­ins og eft­ir­sjá eldri borg­ara. Um þetta og fleira var fjall­að í tíu mest lesnu pistl­um Stund­ar­inn­ar ár­ið 2018.

Tíu mest lesnu pistlar Stundarinnar árið 2018

Við erum öll þessi kona

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifaði mest lesna pistil ársins á Stundinni, en hann var lesinn 113.194 sinnum. Pistillinn fjallaði um að kona sem varði dóttur sína með hótun var ákærð á meðan málið hafði velkst um í kerfinu um árabil án þess að það væri fellt niður eða manninum birt ákæra. Engin ákæra hafði heldur enn verið lögð fram vegna hrottafenginnar árásar á konu í Vestmannaeyjum. „Það er jú bannað að hóta að drepa fólk, jafnvel þótt hótunin sé ekkert sérlega ógnvekjandi, heldur bara óttaslegin kona að reyna að verja dóttur sína, fyrir manni sem hún grunar um að vera ofbeldismaður, af því að löggæslan og dómskerfið gerir það ekki. Hann nýtur vafans og frelsisins, hún er með kvíðahnút í maganum vegna þess sem það kann að hafa í för með sér.“

2Ég bið alla að fyrirgefa mér

Margrét S. Sölvadóttir harmaði að hafa hvatt fólk til þess að kjósa Vinstri græn í aðsendri grein. „Við getum treyst Katrínu Jakobsdóttur,“ sagði ég,“ skrifaði Margrét. „Hvernig átti mig að gruna að Vinstri græn gætu skipt svo gjörsamlega um stefnu á einni nóttu? Flokkur sem hefur talað gegn spillingu í íslenskum stjórnmálum alla tíð og segir svo bara „Já, takk“ þegar honum var boðið í stjórnarpartýið. Fyrirgefið mér góðu vinir það hvarflaði ekki að mér að slíkt gæti gerst. Ég fór meira að segja að reyna að finna einhverja afsökun fyrir þessu útslagi hjá formanninum. Ætlaði hann að breyta hugsun Sjálfstæðismanna svo gjörsamlega að aldraðir og fátækir fengu loksins uppreisn og tilbaka eitthvað af þeim auði sem tekinn hefur verið frá þeim með óstjórn, skerðingum og beinum þjófnaði?“


3 Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna 2018

Bragi Páll Sigurðarson skrifaði vettvangspistil frá landsfundi Sjálfstæðismanna árið 2015. Hann mætti aftur á landsfundinn 2018, þar sem hann hlýddi á setningarræðu formannsins, Bjarna Benediktssonar, og lýsti andrúmsloftinu í salnum í einum umdeildasta pistli ársins. „Myndbandið endaði á dúndrandi júrópoppi. Ljósin upp. Standandi lófaklapp á meðan foringinn gengur í mahónípontuna. Framan á henni er risavaxinn, gylltur fasista-örninn með spilltan vængfaðminn útbreiddan. Undir lófaklappinu hvíslaði hann út um gogginn „leyfið barnaníðingunum að koma til mín“.“

4Réttur reiðra karla

Ingibjörg Dögg Kjartansdóttir, ritstjóri Stundarinnar, skrifaði leiðara um svívirðingarnar sem dynja á konum sem sýna reiði vegna þess að kerfið bregst þolendum kynferðisofbeldis. „Skilaboðin eru skýr. Ekki reiðast, umfram allt ekki tjá þá reiði. Réttur karla til að brjóta gegn konum og viðhalda kerfi sem bregst, er meiri en réttur kvenna til að reiðast vegna þess. Það góða er samt að þótt þöggunartilburðirnir svíði þá munu þeir aldrei aftur hafa sömu áhrif og áður. Kallið konur ímyndunarveikar, athyglissjúkar, fégráðugar. Segið þær móðursjúkar, dramatískar, húmorslausar eða hörundssárar. Afskrifið þær sem femínista- eða „öfgafemínistatussur“, en vitið samt að þær munu ekki þagna.“

5 Átröskun í sjúku samfélagi

Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifaði um eigin reynslu af veikindum og sjúku hugarfari samfélagsins. Á sama tíma og hún leið út af vegna vannæringar hrósaði fólk henni óspart fyrir útlitið, fyrir það að vera föl, mjó og falleg, fárveik af átröskun. „Aðrir töluðu um að ég hefði grennst og fólk var duglegt við að láta mig vita af því. Ekki einungis þeir sem stóðu mér næst heldur líka kunningjar úti á götu. Fólk var gjarnt á að segja mér hvað ég liti vel út! Ég hafði aldrei á ævinni verið jafn vannærð og veikluleg. Fólk sagði til hamingju. Ég hafði í þeirra augum náð einhverjum áfanga og eftir því sem fólk sagði þetta oftar náði sigurvíman að endast lengur og lengur í hvert skipti. Því veikari sem átröskunarsjúklingur verður því fleiri hrós fær hann. Hann þarf ekki einungis að vinna úr sínum eigin ranghugmyndum, hann er fórnarlamb ranghugmynda samfélagsins. Þvílík leiga sem ein manneskja þarf að borga fyrir tilvist sína.“

6 Snædís tók líf sitt eftir að hafa mætt hunsun heilbrigðiskerfisins

Í aðsendri grein minntust aðstandendur Snædísar Gunnlaugsdóttur sem hetju með ótrúlegt viljaþrek. Hún barðist við veikindi og kvalir í tvö ár án þess að fá úrlausn meina sinna, áður en hún svipti sig lífi. Í greininni hvöttu aðstandendur hennar fólk til að gefast ekki upp heldur finna hjálp. „Síðasti læknirinn sem hún heimsótti á þessu 24 mánaða tímabili sagði henni að skrá sig inn á Vog hjá SÁÁ og það myndi duga. Hún Snædís mín hvorki reykti né drakk áfengi og notaði ekki lyf til að komast í einhverja vímu. Þetta voru síðustu tilraunir hennar til að fá lækningu. Kerfið sjúklingavæddi hana skipulega. Og örugglega.“

7 Drengurinn í hellinum

Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifaði pistil um það hvernig lögfræðingar ríkisins börðust í átta ár af fullri hörku við foreldra barns með hræðilegan sjúkdóm. „Móðirin sagði eftir að dómurinn féll fyrir viku að það hefði verið erfiðara að eiga við kerfið en að eiga langveikt og fatlað barn. Ofbeldi kerfisins var svo yfirgengilegt að það yfirskyggði martröð allra foreldra. Hvað ætli það hafi kostað Tryggingastofnun að hafa fólk í vinnu við að sitja við skrifborð, naga blýanta og velta sér af einni rasskinn yfir á aðra, meðan það upphugsaði lagabrellur og klæki til að hrista af sér fólk sem er svo blindað af frekju að það telur sig geta gert kröfur um umönnunarbætur fyrir barn.“

8Ógeðslega þjóðfélagið“ næst á upptöku

Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, skrifaði pistil í kjölfar frétta af fundi þingmanna á Klaustri. Fundur Sigmundar Davíðs og hópsins sem aldrei skyldi svikinn, um kuntur, tíkur og tryggð, segir okkur sögu af samfélaginu sem við höfum reynt að uppfæra. „Við vitum núna að það sem kallað var „ógeðslegt þjóðfélag“, (engin prinsipp, engar hugsjónir, bara tækifærismennska og valdabarátta), af einum helsta plottara síðustu aldar í rannsóknarskýrslu Alþingis, flaut með í gegnum allar uppfærslurnar okkar, hrunið, uppgjörið, endurreisnina, Panamaskjölin og Me too. Það er enn sagt að það sé ekki „hluti af menningunni“ að axla ábyrgð. Eða er það ekki hluti af karlmenningunni að axla ábyrgð?“

9 Åbent brev til Pia Kjærsgaard

Illugi Jökulsson skrifaði opið bréf til Piu Kjærsgaard svo hún myndi ekki halda að ræðuhöld hennar á Þingvelli í dag séu til marks um að almenn sjónarmið hennar njóti velvilja á Íslandi. „Íslenskt þjóðfélag er ekki fullkomið, en einn er sá ófögnuður sem við höfum verið svo heppin að vera að mestu laus við. Það er sá fjandskapur í garð útlendinga – þar á meðal og ekki síst varnarlausra flóttamanna – sem þú og þinn flokkur hafið gert út á í Danmörku.“

10 Sannleikurinn um Viðar Guðjohnsen

Jón Trausti Reynisson, ritstjóri Stundarinnar, skrifaði um frambjóðanda til oddvita í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík. „Viðar Guðjohnsen er ekki vitleysingur. Viðar er ein rödd í kór ráðandi stjórnmálaafls á Íslandi, ekki eðlisólík, heldur á öðru stigi en meginlínan. Allar hugmyndir hans eiga sér einhverja birtingarmynd í stjórnmálum og veruleikanum. Stóra lygin er að frjálshyggjan í framkvæmd leiði af sér frelsi fyrir einstaklinginn, frekar en aukið vald þröngs hóps yfir öðrum, og skapi samfélagslegan styrk. Þú ert ekki frjáls ef þú færð ekki tækifæri til að byggja upp getu og fullnýta hæfileika þína vegna þess að þeir efnuðustu hafa tekið vald yfir þér og samfélaginu þínu.“

Kjósa
0
Hvernig finnst þér þessi grein? Skráðu þig inn til að kjósa.

Athugasemdir

Allar athugasemdir eru ábyrgð á þeirra sem þær skrifa. Heimildin áskilur sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi og óviðeigandi athugasemdir.

Mest lesið

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
2
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.

Mest lesið

Mest lesið í vikunni

Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
1
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Grein um hópnauðgun byggð á Facebookfærslu: Athugaði „hvort þetta væri alvöru manneskja“
3
Fréttir

Grein um hópnauðg­un byggð á Face­book­færslu: At­hug­aði „hvort þetta væri al­vöru mann­eskja“

Mar­grét Frið­riks­dótt­ir, rit­stjóri Frétt­in.is, stend­ur við grein um hópnauðg­un hæl­is­leit­enda og stað­fest­ir að grunn­ur­inn að grein­inni sé Face­book-færsla sem kona birti um helg­ina. Önn­ur kona er merkt í færsl­unni – hún teng­ist mál­inu ekki neitt en hef­ur heyrt í fólki sem tel­ur að hún hafi orð­ið fyr­ir hópnauðg­un.
Taxý Hönter bannaður á leigubílastæðinu:  „Þeir lugu upp á mig rasisma“
4
Fréttir

Taxý Hön­ter bann­að­ur á leigu­bíla­stæð­inu: „Þeir lugu upp á mig ras­isma“

Með­al þeirra leigu­bíl­stjóra sem hef­ur ver­ið mein­að­ur að­gang­ur að leigu­bíla­stæð­inu á Kefla­vík­ur­flug­velli er Frið­rik Ein­ars­son eða Taxý Hön­ter. Hann seg­ir ástæð­una vera upp­logn­ar kvart­an­ir, með­al ann­ars um að hann sé ras­isti. Karim Ask­ari, leigu­bíl­stjóri og fram­kvæmda­stjóri Stofn­un­ar múl­isma á Ís­landi, seg­ir Frið­rik hafa áreitt sig og aðra bíl­stjóra.

Mest lesið í mánuðinum

„Ég var bara glæpamaður“
2
Viðtal

„Ég var bara glæpa­mað­ur“

„Margt af því sem ég hef gert mun ég aldrei geta bætt fyr­ir,“ seg­ir Kristján Hall­dór Jens­son, sem var dæmd­ur fyr­ir al­var­leg­ar lík­ams­árás­ir. Hann var mjög ung­ur að ár­um þeg­ar ljóst var í hvað stefndi og fann ekki leið­ina út fyrr en ára­tug­um síð­ar. Í dag fer hann inn í fang­els­in til þess að hjálpa öðr­um, en það er eina leið­in sem hann sér færa til þess að bæta fyr­ir eig­in brot.
Hefði ekki dottið í hug að ráða sjálfan sig
3
Viðtal

Hefði ekki dott­ið í hug að ráða sjálf­an sig

Bogi Ág­ústs­son hef­ur birst lands­mönn­um á skján­um í yf­ir fjóra ára­tugi og flutt Ís­lend­ing­um frétt­ir í blíðu og stríðu. Hann seg­ir heim­inn hafa breyst ótrú­lega mik­ið til batn­að­ar á þess­um ár­um en því mið­ur halli á ógæfu­hlið­ina í rekstri fjöl­miðla á Ís­landi. Af öll­um þeim at­burð­um sem hann hef­ur sagt frétt­ir af lögð­ust snjóflóð­in fyr­ir vest­an ár­ið 1995 þyngst á hann. Enn þann dag í dag man hann hvernig var að þurfa að lesa upp nöfn þeirra sem dóu í flóð­inu á Flat­eyri.
Íslendingar vísa trans konu á flótta frá Bandaríkjunum úr landi
5
Fréttir

Ís­lend­ing­ar vísa trans konu á flótta frá Banda­ríkj­un­um úr landi

Kona sem er á flótta frá Banda­ríkj­un­um með son sinn sótti um al­þjóð­lega vernd á Ís­landi. Fyr­ir Út­lend­inga­stofn­un lýsti hún því hvernig hat­ur hafi far­ið vax­andi þar í landi gagn­vart kon­um eins og henni – trans kon­um – sam­hliða að­gerð­um stjórn­valda gegn trans fólki. Sjálf hafi hún orð­ið fyr­ir að­kasti og ógn­un­um. „Með hverj­um deg­in­um varð þetta verra og óhugn­an­lega.“

Mest lesið í mánuðinum

Nýtt efni

Mest lesið undanfarið ár